Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, fyrir að leka trúnaðarupplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla í nóvember. Dómurinn kemur ekki til fullnustu haldi Gísli Freyr skilorð í tvö ár.a.
Gísli Freyr játaði brot sitt fyrir Hönnu Birnu í gær, sem síðar fordæmdi Gísla fyrir athæfi sitt í tilkynningu síðdegis, og svo gekkst hann við sakargiftum í dómnum í morgun.
Gísli unir dómnum og mun ekki áfrýja.
Auglýsing