Gísli Freyr: Vinir og flokksfélagar nýta sér tækifæri til að veita Hönnu Birnu náðarhögg

gislifreyr.png
Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, segir það vera sárt að vinir og flokks­fé­lagar Hönnu Birnu séu að not­færa sér leka­mál­ið, sem hann beri ábyrgð á, til að veita henni náð­ar­högg. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir hann það vera óbæri­legt að upp­lifa að Hanna Birna skuli "enn og aftur þurfa að líða og hörfa vegna þeirra mis­taka sem ég gerði sem hennar aðstoð­ar­mað­ur".

Hanna Birna til­kynnti í gær að hún myndi ekki bjóða sig fram til vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins á kom­andi lands­fundi, en hún gegnir því emb­ætti í dag. Þar sagð­ist hún að það blasi við eina ferð­ina enn að stilla eigi ákvörð­unum sem varði hana " upp sem ein­hverju upp­gjöri við hið svo­kall­aða leka­mál þá finn ég sterkt að ég hvorki get né vil leggja enn einn slag­inn um það mál á flokk­inn, mig eða mína.“

Gísli Freyr ját­aði að hafa lekið minn­is­blaði um hæl­is­leit­anda um ári eftir að lek­inn átti sér stað. Hann hlaut átta mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm fyrir vik­ið. 

Auglýsing

Gísli Freyr skrifar langa færslu á Face­book í dag þar sem hann fer yfir fréttir þess efnis að Hanna Birna hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til for­ystu­starfa fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þar segir hann:

"Síð­ustu dagar hafa reynst mér þyngri en ég hefði ímyndað mér. Enn og aftur virð­ist sama mál skjóta upp koll­inum og stundum er eins og þetta mál ætli engan endi að taka.

Það að sjá og upp­lifa að Hanna Birna Krist­jáns­dóttir skuli enn og aftur þurfa að líða og hörfa vegna þeirra mis­taka sem ég gerði sem hennar aðstoð­ar­maður er óbæri­legt. Sam­hliða því sem ég opin­ber­aði og við­ur­kenndi mín mis­tök þá greindi ég frá því að Hanna Birna hefði aldrei haft vit­neskju um það sem nú þekk­ist sem leka­mál­ið.

Eftir náið og gott sam­starf valdi hún að treysta mér og trúa þegar ég leyndi hana upp­lýs­ing­um. Það voru, því mið­ur, lík­lega hennar stærstu mis­tök í mál­inu. Satt best að segja þá líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um og harmi þessa atburð­ar­rás, sem að lokum leiddi til þess að ég hef nú tekið út minn dóm (þó sumum finn­ist það ekki nóg). Það hefur verið sárt og erfitt, bæði fyrir mig og mína nán­ustu.

Það sem er þó ekki síður sár­ara er að sjá og upp­lifa að nú ætli vinir og sumir flokks­fé­lagar Hönnu Birnu að nýta sér tæki­færið og veita henni náð­ar­ög­g­ið. Til þess rífa þessi ein­stak­lingar upp gömul sár, jafn­vel þó þeir viti að Hanna Birna hafði enga vit­neskju um lek­ann eða hvaðan hann kom.

Það er í sjálfu sér ekk­ert rangt við það að það fari fram lýð­ræð­is­leg kosn­ing um for­ystu stjórn­mála­flokka á lands­fundum þeirra. Það er bara eðli­legur gangur stjórn­mála – og all­flestir hafa þann póli­tíska þroska sem til þarf til að ganga sam­hentir út af slíkum fundum hver sem nið­ur­staðan er. Það má jafn­vel vel vera að Ólöf Nor­dal hefði sigrað Hönnu Birnu í slíkum kosn­ingum síðar í þessum mán­uði – en báðar eru þær full­færar til þess að sinna því emb­ætti. Báðar hafa þær líka þann þroska sem til þarf til að taka nið­ur­stöðu heið­ar­legra kosn­inga með reisn.

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur, ekki einu sinni heldur þrisvar, sigrað for­manns­kjör í Sjálf­stæð­is­flokknum eftir að mót­fram­boð og alltaf hefur hann nálg­ast þá sem studdu hinn aðil­ann af mik­illi virð­ingu og vin­semd - vit­andi að flokk­ur­inn, hug­sjón­irnar og starfið væri öfl­ugra þegar menn standa sáttir og sam­ein­að­ir. Það er merki um mik­inn póli­tískan þroska.

Það vita allir að á lands­fundum er tek­ist á um bæði menn og mál­efni, stundum mjög harka­lega (þetta á við um alla flokka). Fyrir okkur frjáls­hyggju­menn reyn­ast álykt­anir lands­fundar Sjálf­stæð­is­flokk­inn oft reyn­ast aft­ur­halds­samar og for­ræð­is­hyggnar – og því er eins farið með íhalds­sam­ari ein­stak­linga sem vilja halda í ein­hver ímynduð gildi og telja lands­menn hafi bara gott af svo og svo miklu frelsi í einu. Oft­ast hafa menn þó gengið sáttir við náung­ann út af lands­fundi þó mál­efna­leg umræða um hug­sjónir haldi áfram á öðrum vett­vangi.

Þessu er eins farið með kjör á for­ystu flokka (og þetta á líka við um alla flokka, fyrr og nú). Menn styðja Pétur en ekki Pál og öfugt, en flestir hafa þroska til að sætta sig við nið­ur­stöð­una og sam­ein­ast um mark­miðið sem fyrir liggja – í til­viki Sjálf­stæð­is­flokks­ins að auka frelsi, lækka skatta, minnka rík­is­af­skipti o.s.frv.

Nú ber hins vegar svo við að litlir hópar innan flokks­ins sjá sér leik á borði og upp­hefja sjálfa sig með því að sparka í sitj­andi vara­for­mann. Sem fyrr segir kjósa þeir að rífa upp vopn sem hingað til hafa ekki verið notuð innan flokks­ins.

Stundum læð­ist að manni sá grunur að innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé ein­ungis rými fyrir eina sterka konu í einu. Ef þessir sömu ein­stak­lingar hefðu eitt­hvað nef fyrir póli­tík hefðu þeir áttað sig á því að það er rúm fyrir ekki bara eina, ekki bara tvær – heldur margar konur innan flokks­ins. Sem fyrr segir er Ólöf ekki síður hæf til að gegna emb­ætti vara­for­manns flokks­ins og hún hefði ekki þurft upp­hafn­ingu athygl­is­sjúkra ein­stak­linga til þess að láta að sér kveða. Þvert á móti.

Ég vann það náið og lengi með Hönnu Birnu og ég veit og þekki, líkt og annað sjálf­stæð­is­fólk, af eigin raun hve heið­ar­legur og góður stjórn­mála­maður hún er. Miss­ir­inn af henni úr for­ystu flokks­ins er mik­ill. Það versta er að hún hverfur frá vegna mála sem ég ber ábyrgð á. Sökin er mín – ekki henn­ar.

Á hverjum degi hugsa ég um það hvað ég hefði getað gert öðru­vísi og bet­ur. Ég vildi óska þess að maður hefði í fyrsta lagi ekki sent ákveðið skjal í fljót­færni og ég vildi óska þess að maður hefði í það minnsta getað við­ur­kennt það strax – þannig að ekki hafði orðið sú atburð­ar­rás sem síðar var. Með því þarf ég að lifa, bera skömm­ina og fjár­hags­lega bagg­ann sem því fylg­ir.

En ég vildi líka óska þess að sjálfsæð­is­menn leyfðu mér að bera þá byrgði einn og héldu henni utan við ímynd­aða valda­bar­áttu innan flokks­ins. Menn geta kosið sér leið­toga á mál­efna­legum for­sendum þannig að allir haldi reisn sinn­i."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None