Gísli Marteinn byrjar með nýjan sjónvarpsþátt á RÚV í haust

9953984145_2231e7fd7f_c.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla­mað­ur­inn og borg­ar­full­trú­inn fyrr­ver­andi Gísli Mart­einn Bald­urs­son snýr aftur á sjón­varps­skjá lands­manna í haust, þegar hann byrjar með nýjan þátt á RÚV. Vanga­veltur hafa verið uppi um hlut­verk Gísla Mart­eins hjá RÚV, en hann tók sér árs­leyfi frá störfum í apríl í fyrra til að setj­ast á skóla­bekk við Harvard. Þá hafði hann stýrt sjón­varps­þætt­inum Sunnu­dags­morg­unn.

Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri Sjón­varps­ins, stað­festir að Gísli Mart­einn sé vænt­an­legur aftur til starfa. „Hann tekur sum­part upp þráð­inn þar sem frá var horfið því í vetur mun hann stýra frétta-, dæg­ur­mála og -menn­ing­ar­tengdum spjall- og við­tals­þætti , auk þess að sinna öðrum ansi áhuga­verðum verk­um,“ segir Skarp­héð­inn í sam­tali við Kjarn­ann.

Í beinni útsend­ingu á eftir fréttumUm­ræddur sjón­varps­þáttur verður í beinni útsend­ingu á föstu­dags­kvöldum að loknum fréttum og hefur göngu sína í haust. „Þátt­ur­inn hefur enn ekki hlotið nafn og efn­is­tök eru enn í mót­un. Við gerum þó ráð fyrir að honum muni um margt svipa til Sunnu­dags­morg­uns að upp­bygg­ingu, en stefnan er meðal ann­ars að gera upp frétta­vik­una, fjalla á upp­lýstan, opinn, aðgengi­legan og hressi­legan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni, jafnt í þjóð­málum sem og menn­ing­ar­líf­in­u," segir Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri Sjón­varps­ins.

Ekki náð­ist í Gísla Mart­ein við vinnslu þess­arar frétt­ar.

Auglýsing

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None