Gísli Marteinn byrjar með nýjan sjónvarpsþátt á RÚV í haust

9953984145_2231e7fd7f_c.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla­mað­ur­inn og borg­ar­full­trú­inn fyrr­ver­andi Gísli Mart­einn Bald­urs­son snýr aftur á sjón­varps­skjá lands­manna í haust, þegar hann byrjar með nýjan þátt á RÚV. Vanga­veltur hafa verið uppi um hlut­verk Gísla Mart­eins hjá RÚV, en hann tók sér árs­leyfi frá störfum í apríl í fyrra til að setj­ast á skóla­bekk við Harvard. Þá hafði hann stýrt sjón­varps­þætt­inum Sunnu­dags­morg­unn.

Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri Sjón­varps­ins, stað­festir að Gísli Mart­einn sé vænt­an­legur aftur til starfa. „Hann tekur sum­part upp þráð­inn þar sem frá var horfið því í vetur mun hann stýra frétta-, dæg­ur­mála og -menn­ing­ar­tengdum spjall- og við­tals­þætti , auk þess að sinna öðrum ansi áhuga­verðum verk­um,“ segir Skarp­héð­inn í sam­tali við Kjarn­ann.

Í beinni útsend­ingu á eftir fréttumUm­ræddur sjón­varps­þáttur verður í beinni útsend­ingu á föstu­dags­kvöldum að loknum fréttum og hefur göngu sína í haust. „Þátt­ur­inn hefur enn ekki hlotið nafn og efn­is­tök eru enn í mót­un. Við gerum þó ráð fyrir að honum muni um margt svipa til Sunnu­dags­morg­uns að upp­bygg­ingu, en stefnan er meðal ann­ars að gera upp frétta­vik­una, fjalla á upp­lýstan, opinn, aðgengi­legan og hressi­legan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni, jafnt í þjóð­málum sem og menn­ing­ar­líf­in­u," segir Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri Sjón­varps­ins.

Ekki náð­ist í Gísla Mart­ein við vinnslu þess­arar frétt­ar.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None