Kári Stefánsson, forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, á hrós skilið fyrir að beita sér fyrir því að fyrirtækið sem hann stýrir gefi íslenska ríkinu og Landspítalanum, og þar með almenningi, jáeindaskanna. Tækið kostar um 800 milljónir króna. Kári segir að varla sé hægt að tala um að nútímalæknisfræði án svona tækis, og því er það kærkomið.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa rausnarlegu gjöf. Svo höfðingleg er hún, og til marks um góðan hug og vilja, og er öðrum fyrirmynd. Líklega gleymist hún aldrei.