Gleði, friðsæld, gamlar goðsagnir og tónlistarþorsti á All Tomorrow´s Parties

iggypop2.jpg
Auglýsing

Tón­list­ar­há­tíðin ATP Iceland 2015 er nýaf­staðin og var hún haldin í þriðja skiptið á gamla varn­ar­svæð­inu á Ásbrú nú um helg­ina. Á fimmta þús­und manns sóttu hátíð­ina þegar mest var. Á hátíð­inni voru eins og fyrri ár tvö svið, aðal­sviðið í Atl­antic Studios og minna sviðið sem stað­sett er í Andrews Thea­t­er. Á svæð­inu var einnig boðið uppa kvik­mynda­sýn­ingar og fleira í Keilir Cinema sem og plötu­snúða í The Officer‘s Club.

Því miður var klúbbnum skyndi­lega lokað fyrsta kvöldið þar sem einn hátíð­ar­gesta setti bruna­varna­kerfið í gang og var því ekki hægt að halda skipu­lagðri dag­skrá gang­andi þar út hátíð­ina. Óhætt er að segja að aðstaða til hátíð­ar­halda á Ásbrú er til fyr­ir­myndar þó að und­ir­rit­aður sakn­aði örlítið grænni svæða.

Lif­andi goðsagnir áttu fimmtu­dags­kvöldið



Stærsti dag­ur­inn á hátíð­inni var án vafa fimmtu­dag­ur­inn því þá spil­uðu tón­list­ar­menn á borð við Iggy Pop, Public Enemy, Belle & Sebast­i­an, Deafhea­ven og Run The Jewels. Þegar blaða­maður Kjarn­ans mætti á svæðið voru Chel­sea Wolfe og hljóm­sveit í þann mund að gera sig klár í að fara á svið í Atl­antic Studi­os. Chel­sea var ein af fáum kven­kyns­flytj­endum á hátíð­inni í ár og var laga­prógram­mið hennar sam­sett af lögum fyrstu tveimur breið­skíf­un­um, Apokalypsis og Pain Is Beauty, sem og vænt­an­legri breið­skífu hennar Abyss sem vænt­an­leg er í næsta mán­uði. Tón­list Chel­sea er drunga­leg, dramat­ísk og þung sam­suða af nýbylgju- og þung­arokki þar sem áhrif frá PJ Har­vey, Earth, SUNN O))) og Sonic Youth dúkka upp. Hljóm­sveitin átti í smá tækni­legum örðu­leikum til að byrja með en náði fljót­lega flugi og skil­aði sínu með miklum glæsi­brag. Næstir á svið voru Deafhea­ven frá San Francisco. Deafhea­ven er fimm manna rokk­sveit sem blandar saman svart­málmi við til­finn­inga­þrungið sveim­rokk og gerðu þeir það að mik­illi stað­festu og öryggi á fimmtu­dag­inn. Laga­listi Deafhea­ven sam­an­stóð af lögum annarri breið­skífu þeirra, Sun­bather, sem er ein af betri breið­skífum árs­ins 2013.

Næstur á svið var Lund­úna­bú­inn Kevin Martin sem fer fyrir The Bug sem átti stór­leik á Ásbrú. The Bug kom fram ásamt fjölda gesta­söngv­ara og fluttu þau hip hop-, grime- og dancehall af mik­illi ákefð og áfergju. Sann­ar­lega eitt af bestu atriðum kvölds­ins. Á eftir þeim stigu á stokk í Atl­antic Studios einn af hápunktum hátíð­ar­inn­ar, sjálfir Public Enemy. Public Enemy eru lif­andi goðsagnir sem hafa verið að í um þrjá ára­tugi og eru for­sprakk­arnir tveir, Chuck D og Fla­vor Flav, báðir að nálg­ast sex­tugt. Væg­ast sagt þá voru Public Enemy í topp­formi og rúll­uðu þeir í gegnum hvern slagar­ann á fætur öðr­um. Flest lag­anna voru lög af fyrstu fjórum breið­skífum þeirra en eitt og eitt nýrra lag mátti finna inn á milli. Ekki var að sjá að þarna væru menn á sex­tugs­aldri að koma fram þar sem orkan og spil­a­gleðin var í fyr­ir­rúmi allt sett­ið.

Auglýsing

Iggy Pop er 68 ára gamall. Hann var samt sem áður ber að ofan nánast alla tónleikanna sem hann hélt á ATP, og í gríðarlegu stuði. Iggy Pop er 68 ára gam­all. Hann var samt sem áður ber að ofan nán­ast alla tón­leik­anna sem hann hélt á ATP, og í gríð­ar­legu stuð­i.

 

Á eftir Public Enemy steig ald­urs­for­set­inn á hátíð­inni á stokk, hinn eini og sanni Iggy Pop. Það eru tvö ár í það að Iggy detti í sjö­tugt og lét hann öllum illum látum á meðan hann tætti í gegnum þekkt lög á borð við Lust For Life, Passen­ger, 1969 og I Wanna Be Your Dog. Hann gaf ekki tommu eftir alla tón­leik­ana og var flutn­ing­ur­inn til fyr­ir­myndar þó að á sviðið vant­aði lyk­il­mann eins og Mike Watt í band­ið. Und­ir­rit­aður staldr­aði stutt við á Belle & Sebast­ian sem eru orðin mun fjör­legri en þau voru á sínum upp­hafs­ár­um. Kvöld­inu lok­uðu þeir El-P og Killer Mike og fóru mik­inn í hljóm­sveit sinni Run The Jewels. Run The Jewels hafa sent frá sér tvær breið­skífur og tóku obbann af lög­unum á þeim. Flæðið og stuðið keyrt af fullum krafti á frá­bærum tón­leik­um.

Pabb­arokk-bragur á Mudho­ney



Þegar und­ir­rit­aður mætti á svæðið á föstu­deg­inum voru grugg-hetj­urnar í Mudho­ney að stíga á stokk í Atl­antic Studi­os. Mudho­ney voru ósköp afslapp­aðir á svið­inu og hama­gang­ur­inn ekki sá sami í þeim og þeir voru að stíga sín fyrstu skref á níunda ára­tugn­um. Smá pabb­arokk-bragur yfir tón­leikum þeirra. Á eftir þeim komu emocor­e-­goðsagn­irnar í Drive Like Jehu á svið á sínum einu tón­leikum í Evr­ópu þetta árið. Drive Like Jehu lögðu upp laupana um miðjan tíunda ára­tug­inn eftir að hafa gefið út tvær frá­bærar breið­skífur og sam­an­stóð tón­leika­pró­gramm þeirra af lögum af þeim tveim. Þeir töl­uðu ekki mikið á milli laga og virk­uðu flug­þreyttir á að líta í byrj­un. Þeir voru þó fljótir í gang og fluttu lög á borð við „Caress“, „Rome Plows“ og „Lu­au“ af mik­illi inn­lifun, nákvæmni og spil­a­gleði.

Pabbarokksbragur var á hinum sjóuðu Mudhoney. Pabb­arokks­bragur var á hinum sjó­uðu Mudho­n­ey.

 

Eitt stærsta band föstu­dags­ins var í með­limum talið voru God­speed You! Black Emperor sem spila sömu­leiðis stóra tón­list sem hlaðin er boð­skapi og drama­tík. Þau hófu tón­leik­ana á öllum fjórum lögum nýj­ustu breið­skífu sinn­ar, Asund­er, Sweet and Other Distress. Þau spil­uðu í tvo og hálfan tíma og tók það á marga að standa á steyptu gólf­inu þannig sumir nýttu tæki­færið og fóru í nudd sem boðið var uppá í tón­leika­saln­um. Kvöld­inu lok­aði The Field hinn sænski og galdr­aði fram dreym­andi tæknó sem tók mann inn í nótt­ina.

Margt gott í boði síð­asta dag­inn



Margir vildu meina að öllum aðal­bönd­unum hefði verið óheppi­lega raðað á fyrsta dag­inn. Margt frá­bært var í boði síð­asta dag­inn og þegar Kjarn­ann bar að hafði kanadíska hljóm­sveitin Ought nýlokið spila­mennsku og HAM farnir að telja í. HAM­arar voru hægir í gang en komust á skrið þegar á leið. Stuttu síðar í Andrew‘s Thea­ter steig kuld­arokk-kvar­tett­inn BÖRN á svið og voru mjög sjálfsör­ugg og þétt á svið­inu, það var smá dollu­hljóð frá svið­inu en hljóm­sveitin skil­aði sínu vel. Á eftir þeim steig ein af eft­ir­tekt­ar­verð­ari sveitum hátíð­ar­innar á svið í Atl­antic Studios og voru það hávaða­seggirnir í Lightn­ing Bolt. Sveit­ina skipa nafn­arnir Brian Chipp­endale og Brian Gib­son og fram­kalla þeir háværan trans á bassa og trommur sem áhorf­endur kunnu vel að meta. Einna mest sakn­aði und­ir­rit­aður að heyra lög af annarri og þriðju breið­skífu sveit­ar­innar sem með melódísk­ari verkum þeirra ef svo má segja.

HAM voru lengi í gang en hrukku svo í gírinn. Eins og rokklestin sem þeir eru. HAM voru lengi í gang en hrukku svo í gír­inn. Eins og rokklestin sem þeir eru.

 

Í kjöl­farið á Lightn­ing Bolt var komið að goð­sagn­ar­kenndu sveit­inni Loop frá London sem nýverið gaf út sína fyrstu útgáfu í tæpa tvo ára­tugi. Loop spil­uðu hávaða­samt en sveim­kennt rokk sem minnir á MC5, My Bloody Val­entine og Wire, allt í senn. Í Andrew‘s Thea­ter spil­aðu reyk­vísku hávaða­belgirnir Pink Street Boys og satt besta að segja var stemmn­ingin tryll­ings­leg og þeir alveg í ess­inu sínu þessa tón­leika. Hávær­astir allra hljóm­sveita á hátíð­inni voru Swans sem voru aug­lýstir að myndu spila í tvo og hálfan klukku­tíma í Atl­antic Studios en þeir klipptu klukku­tíma aftan af tón­leikum sínum af óút­skýrðum ástæð­um. Tón­leikar þeirra minntu um margt á eins konar messu þar sem söngv­ar­inn Mich­ael Gira predik­aði og kyrj­aði af miklum móð. Við­kvæm eyru þurftu þónokkur frá að víkja enda hávað­inn mik­ill.

Ghostigi­tal stigu á stokk á eftir Swans og voru þeir ærsla­fullir að vanda. Einar Örn og Cur­ver Thorodd­sen eru ein­stakt tvíeyki og vill greina­höf­undur taka fram að hefur enn ekki séð slaka tón­leika með þeim félögum sem komu fram þetta kvöldið ásamt Kakt­usi og Guð­laugi úr Fufanu. Stein­snar í Andrew‘s Thea­ter spil­aði ekki ósvipuð sveit og var það hip hop-­þrí­eykið Clipp­ing. frá Los Ang­eles sem fluttur höfðu verið um einn dag þar sem þeir höfðu lent í tíma­hrak­förum á leið­inni hingað til lands­ins. Clipp­ing. sýndu frá­bæra takta og var flæðið hjá Daveed Diggs alveg hreint kostu­legt. Líkt og á tón­leikum Pink Street Boys þá stóð fjöldi tón­leika­gesta dans­andi í sætum og var það gaman að sjá.

Þrjú þús­und útlend­ingar og lík­lega aftur á næsta ári



ATP Iceland fór mjög vel fram í ár og lítið út á hana að setja nema hvað að missir var af stóru skemmti­tjaldi sem var fyrir utan Atl­antic Studios í fyrra. Einnig heyrði maður túrista tala um hversu áber­andi lög­reglan var á svæð­inu í nei­kvæðri merk­ingu. Stemmn­ingin á hátíð­inni var mjög til fyr­ir­myndar og mikil gleði, frið­sæld og tón­list­ar­þorsti á svæð­inu alla helg­ina.

Kjarn­inn hitti fyrir aðal­skipu­leggj­anda hátíð­ar­innar sem var glaður í bragði og neit­aði því ekki að hátíðin verði aftur að ári. Von­andi verður það raunin sem og að hlutur kvenna verði stærri að ári. Fjöldi útlend­inga sem sóttu hátíð­ina í ár voru um þrjú þús­und tals­ins og er það ekk­ert nema jákvætt. Aðstaða til tón­leika­iðk­unar er til sóma eins og áður hefur komið fram og ekki veitir af þar sem loka á nokkrum af helstu tón­leika­stöð­unum í Reykja­vík á næstu mán­uð­um.

Kjarn­inn hit­aði upp fyrir ATP með umfjöllun um öll helsti atriðin sem spil­uðu á hátíð­inni. Hægt er að sjá þá umfjöll­un, hlaðna mynd­böndum af atrið­un­um, hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None