Götusmiðjan aftur af stað í óþökk barnaverndaryfirvalda

10403655-759653807423205-9163588156039143346-n.jpg
Auglýsing

Guð­mundur Týr Þór­ar­ins­son, betur þekktur sem Mummi í Götu­smiðj­unni, hefur nú hafið söfnun fyrir neyð­ar­at­hvarfi og rekstri úti­deildar fyrir ung­menni á göt­unni. Landsátak­ið, eins og söfn­unin er kölluð í heil­síðu aug­lýs­ingu sem birt­ist í Frétta­blað­inu í fyrra­dag, ber yfir­skrift­ina: „Jól á göt­unn­i.“

Þeir sem vilja leggja mál­efn­inu lið geta ýmist greitt val­greiðslu­kröfu upp á 650 krón­ur, sem komin er inn í heima­banka lands­manna, hringt í til­tekið númer þar sem 1.500 krónur fær­ast á sím­reikn­ing við­kom­andi eða keypt svo­kall­aðan vernd­ar­engil sem fer í sölu 5. des­em­ber næst­kom­andi.

Auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Aug­lýs­ingin sem birt­ist í Frétta­blað­inu í fyrra­dag.

Auglýsing

Þá segir í aug­lýs­ing­unni: „Að und­an­förnu hefur sam­fé­lagið misst allt of mörg ung­menni í kjöl­far vímu­efna­neyslu og fjöldi fjöl­skyldna glímir nú við harðan veru­leika tengdum þessum heimi. Við svörum þörf­inni með opnun neyð­ar­at­hvarfs, stofnun og rekstri úti­deildar og þjón­ustu­mið­stöðvar fyrir ung­menni í vímu­efna­vanda og aðstand­endur þeirra.“

Athygli vekur að merki lög­reglu er að finna á aug­lýs­ing­unni, en sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u er ekki um að ræða form­legt sam­starf á milli aðila. Lög­reglu­stjarnan hafi verið send Götu­smiðj­unni til birt­ingar á aug­lýs­ing­unni fyrir mis­skiln­ing.

Fjögur ár liðin frá riftun á samn­ingi við Götu­smiðj­unaNú eru liðin fjögur ár síð­an ­Barna­vernd­ar­stofa rifti þjón­ustu­samn­ingi við með­ferð­ar­heim­ilið Götu­smiðj­una í kjöl­far ásak­ana um að Guð­mundur Týr hefði haft í hót­unum við börn sem voru vistuð á heim­il­in­u. Guð­mundur Týr stefndi síðar Braga Guð­brands­syni, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, fyrir meið­yrð­i. Tildrög mála­ferl­anna má rekja til frétta­við­tals við for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu þar sem hann sagði meðal ann­ar­s að sam­skipti Guð­mundar Týs við ung­ling­ana hefðu farið yfir vel­sæm­is­mörk og fram­ganga hans valdið van­líðan og óör­yggi. Þá sak­aði Bragi Guð­mund Tý um að hafa hótað ung­mennum lík­ams­meið­ing­um. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi síðar for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu til greiðslu miska­bóta og máls­kostn­aðar vegna ummæl­anna, auk þess að dæma þau dauð og ómerk, en Bragi tók ekki til varna í mál­inu.

Götu­smiðjan verður opnuð að nýju á föstu­dag­inn, en nú standa yfir fram­kvæmdir í nýrri þjón­ustu­mið­stöð sam­tak­anna við Stór­höfða. Sam­hliða opn­un­inni munu sam­tökin taka í gagnið sér­stakt neyð­ar­númer fyrir ung­menni í fíkni­efna­vanda, sem verður opið allan sól­ar­hring­inn. Sam­kvæmt frétt á mbl.is er ætl­unin með síma­núm­er­inu að taka á móti ung­lingum í fíkni­efna­vanda og veita þeim „fyrstu hjálp á göt­unn­i,“ eins og haft er eftir Guð­mundi Tý í frétt­inni. Ung­lingar í vanda geta hringt í núm­er­ið, sem verður gjald­frjál­st, og sam­tökin bjóð­ast þá til að sækja við­kom­andi á þar til gerðum bíl og flytja í þjón­ustu­mið­stöð­ina þar sem lög­reglu og barna­vernd­ar­yf­ir­völdum verður gert við­vart. Í annarri frétt á Press­unni er full­yrt að um sér­hæft með­ferð­ar­úr­ræði sé að ræða.

Leyf­is­skyld starf­semi án leyfaSam­kvæmt eft­ir­grennslan Kjarn­ans hefur Götu­smiðjan ekki sótt um leyfi fyrir starf­sem­inni hjá Barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um, það er síma­þjón­ust­unni eða rekst­urs þjón­ustu­mið­stöðvar og neyð­ar­at­hvarfs. Í 79. grein barna­vernd­ar­laga segir að vel­ferð­ar­ráðu­neytið beri ábyrgð á að til­tæk séu heim­ili og stofn­anir til að veita börnum í bráða­til­vikum mót­töku, til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota eða alvar­legra hegð­un­ar­erf­ið­leika. Þá bera stjórn­völd ábyrgð á því að greina vanda barna sem talin eru þurfa sér­hæfða með­ferð, til að mynda vegna hegð­un­ar­erf­ið­leika, vímu­efna­neyslu eða meintra afbrota. Þá segir í barna­vernd­ar­lögum að Barna­vernd­ar­stofa, í umboði vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins, geti falið öðrum rekstur með­ferð­ar­úr­ræða á grund­velli þjón­ustu­samn­ings og þá njóti við­kom­andi fræðslu, leið­bein­ingar og almennan fag­legan stuðn­ing frá Barna­vernd­ar­stofu.

Barna­vernd­ar­stofa vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leit­að, til að forð­ast mögu­legt van­hæfi við umfjöllun leyf­is­um­sókna vegna starf­semi Götu­smiðj­unn­ar. Lög­fræð­ingur stof­unnar stað­festi hins vegar við Kjarn­ann að þjón­usta sam­bæri­leg við þá sem Götu­smiðjan hyggst bjóða upp á, sé leyf­is­skyld starf­semi. Ekki sé heim­ilt að veita börnum mót­töku í bráða­til­vikum án samn­ings við Barna­vernd­ar­stofu.

Barna­vernd­ar­nefnd Reykja­víkur sinnir eft­ir­liti með þjón­ustu við börn og ung­linga í höf­uð­borg­inni lögum sam­kvæmt. Nefnd­in hefur ekki fengið neina kynn­ingu, hvorki form­lega né óform­lega, frá Götu­smiðj­unni um hvernig þjón­ust­unni sem sam­tökin hyggj­ast bjóða ung­mennum borg­ar­innar upp á verði hátt­að. Hall­dóra Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra nefnd­ar­inn­ar, furðar sig á því að Götu­smiðjan hafi ekki óskað eftir form­legu sam­starfi við barna­vernd­ar­yf­ir­völd og lög­reglu, í sam­tali við Kjarn­ann, og beinir þeirri spurn­ingu til for­eldra hvort þeim finn­ist við hæfi að ­sam­tök sem ekki hafi til­skylin leyfi sinni börnum þeirra með þessum hætti.

Telur sig ekki þurfa leyfi fyrir síma­þjón­ustuÍ sam­tali við Kjarn­ann full­yrðir for­stöðu­maður Götu­smiðj­unnar að síma­þjón­ust­an, það er að sækja ung­linga í vímu­efna­vanda og færa þá öruggt skjól, sé ekki leyf­is­skyld starf­semi. Lög­reglu og barna­vernd­ar­yf­ir­völdum verði alltaf gert við­vart, og hjá sam­tök­unum vinni fag­fólk sem muni sækja ung­mennin og sinna, til að mynda vímu­efna­ráð­gjafar og félags­fræð­ingar og annað menntað fag­fólk. Guð­mundur Týr hyggst hins vegar sækja um leyfi hjá barna­vernd­ar­fyr­ir­völdum fyrir starf­semi neyð­ar­at­hvarfs, þegar því verði hleypt af stokk­un­um.

„Ég er alveg til­bú­inn að sækja um öll þau leyfi sem til þarf, en þarf maður að sækja um leyfi til að sinna borg­ara­legri skyldu sinni? Það er alltaf skárri kostur að koma í Götu­smiðj­una en að sofa á göt­unni, þannig að ég skil ekki að fólk sé að agn­ú­ast út í þetta. Er skárri kostur að þau séu á göt­unni og selji sig fyrir nátt­stað?“ Segir Guð­mundur Týr í sam­tali við Kjarn­ann.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None