Það komu fram áhugaverðar upplýsingar á vef Alþingis í gær, þegar sjá mátti svar Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, um sölu á ríkiseignum og innborgaðar greiðslur þeirra sem keyptu eignirnar.
Eitt rak bréfritari augun í sem virðist við fyrstu sýn vera stórundarlegt. Það er sala ríkisins á Sementverksmiðju ríksins. Samþykkt var að selja hana árið 2003, en engar greiðslur koma í ríkiskassann við undirritun. Það er ekki í fyrr en árið 2011 sem Íslenskt sement hf. greiðir 11,6 milljónir króna, líklega lítinn hluta af heildarverðinu, í ríkiskassann vegna þessara viðskipta. Þarna vantar eiginlega frekari skýringar. Hvernig stendur á þessu? Spyr sá sem ekki veit, en hyggst kanna málið...