Greiningardeild Arion: Móttaka flóttamanna kostnaðarsöm en langtímaáhrifin jákvæð

rsz_h_52200769.jpg
Auglýsing

„Í stuttu máli má segja að mót­taka flótta­manna í stórum stíl væri stórt og ærið verk­efni sem mun verða kostn­að­ar­samt og krefj­ast sam­vinnu margra. Til lengri tíma virð­ast þó áhrifin vera jákvæð fyrir efna­hags­líf­ið.“

Þetta segir í mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deildar Arion banka í dag þar sem fjallað er um mót­töku flótta­fólks út frá efnags­legu sjón­ar­horni. Í grein­ing­unni segir að þegar stór hópur fólks komi til lands­ins, eins og líkur hafa auk­ist á að verði, þá hafi hann efna­hags­leg áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. „­Staða flótta­manna er fyrst og fremst mann­úð­ar­mál og þröngt efna­hags­legt sjón­ar­horn verður aldrei ráð­andi þáttur í ákvarð­ana­töku um mót­töku þeirra. Þar munu aðrir og mik­il­væg­ari þættir ráða. Engu að síður er áhuga­vert og mik­il­vægt að skoða hver efna­hags­legu áhrifin geta verið af mót­töku flótta­manna og er það efni þessa mark­aðs­punkt­ar,“ segir grein­ing­ar­deild­in.

Mót­töku flótta­fólks myndi fylgja tals­verður kostn­aður fyrst um sinn og nefnir grein­ing­ar­deildin sem dæmi kostnað við ferða­lagið til Íslands, útvegun húsa­skjóls, koma börnum í skóla og stuðn­ingur af ýmsu tagi. Til lengri tíma sé hins vegar um að ræða nýja íbúa á Íslandi sem eftir atvikum skili verð­mætum til þjóð­ar­bús­ins líkt og aðr­ir.

Auglýsing

Lýð­fræði­legur munur á Sýr­landi og ÍslandiLýð­fræði­legar aðstæður á Íslandi og í Sýr­landi eru bornar saman í grein­inni, en gert er ráð fyrir að handa­hófs­kenndur hópur Sýr­lend­inga kæmi til lands­ins. Ald­urs­sam­setn­ing hans yrði þá tals­vert önnur en Íslend­inga. „Rúm­lega 30% þeirra væru börn 0-14 ára, en á Íslandi er hlut­fallið 20%. Aftur á móti væri mjög lít­ill hluti flótta­manna 65 ára og eldri, eða 4%. Í sam­an­burði við Ísland er Sýr­land fátækt land og var lands­fram­leiðsla á mann áður en stríðið braust út ein­ungis einn átt­undi af því sem ger­ist á Íslandi. Mennta­stig er einnig tals­vert lægra en á Íslandi og er 80% þjóð­ar­innar læs. Aftur á móti var skóla­sókn almenn fyrir stríð og gátu börn vænst að ganga í skóla í 12 ár. Þó er mennta­stig þjóð­ar­innar frekar lágt miðað við það sem ger­ist á Íslandi. Sam­an­dregið má því segja að hingað kæmi ungt fólk með frekar litla mennt­un.“

Sé gert ráð fyrir að hingað komi til lands flótta­menn sem þegar eru komnir til Evr­ópu, þá má búast við að hóp­ur­inn yrði að jafn­aði mennt­aðri og efn­aðri en meiri­hluti Sýr­lend­inga. Ástæðan er sú að ferða­lag þeirra frá heima­landi sínu til Evr­ópu er afar dýrt og ekki á allra færi.

Á Íslandi mun vanta vinnu­aflGrein­ing­ar­deildin rifjar upp fyrri grein­ingu sína um þörf á erlendu vinnu­afli á Íslandi á kom­andi árum ef hag­vaxt­ar­spár ræt­ast og ekki hægir veru­lega á straumi ferða­manna til lands­ins. Kjarn­inn fjall­aði um málið í ágúst síð­ast­liðnum.

„Að óbreyttu er því lík­legra að fremur verði skortur á vinnu­afli en störfum á Íslandi í nán­ustu fram­tíð. Aftur á móti gæti það tekið tíma og stuðn­ing að koma fólki á vinnu­mark­að, ekki síst til að hæfi­leikar og menntun hvers og eins nýt­ist. Einnig er ólík­legt að flótta­menn myndu hafa nákvæm­lega þá þekk­ingu og reynslu sem íslenskt atvinnu­líf mun krefj­ast á næstu árum. Fjölgun starfa á næstu árum mun lík­lega að miklu leyti verða í ýmsum störfum tengdum ferða­þjón­ustu, sem eru fjöl­breytt en krefj­ast ekki alltaf sér­þekk­ingar eða reynslu. Þá er einnig kostur að fólkið sem hingað kæmi yrði lík­lega ungt, á meðan íslenska þjóðin er að eldast, sem að óbreyttu mun reyna mjög á líf­eyr­is­kerfið á næstu ára­tugum eins og við höfum bent á. Yngra vinnu­afl myndi vafa­laust hjálpa til við að leysa þann vanda.“

Sér­fræð­ingar grein­ing­ar­deildar Arion banka segja að hægt sé að fara í óend­an­legar vanga­veltur um þýð­ingu þess fyrir efna­hags­lífið ef hingað komi flótta­menn í þús­unda­tali. Slíkar vanga­veltur séu aftur á móti þýð­ing­ar­litlar ef ekki er stuðst við rann­sóknir sem liggja fyr­ir. Bent er á skýrslu Alþjóða­vinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar, útgefin fyrr í þessum mán­uði, þar sem fram kemur að inn­flytj­endur hafi almennt jákvæð áhrif á efna­hags­líf í þeim löndum sem þeir flytj­ast til. „Inn­flytj­endur greiða almennt skatta og opin­ber gjöld umfram það sem þeir fá frá hinu opin­bera (þetta styðja fleiri rann­sóknir) auk þess að koma með ýmsa færni og þekk­ingu inn í land­ið. Einnig hafa flótta­menn jákvæð áhrif á heima­lönd sín, m.a. með því að senda pen­ing heim og öðl­ast færni í nýju  landi sem ekki er í boði í heima­land­inu. Þá sýnir nýleg rann­sókn frá Ástr­alíu að flótta­menn þar í landi hafi jákvæð efna­hags­leg áhrif, auk þess sem farið er yfir ýmsar aðrar rann­sóknir þar sem nið­ur­staðan er að flótta­menn séu ekki byrði til lengri tíma, ólíkt því sem oft er haldið fram,“ segir í mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deild­ar­innar í dag.

Í lok grein­ar­innar er vitnað í nýlegan leið­ara tíma­rits­ins The Economist, þar sem fjallað var um mál­efni flótta­manna. Þar sagði, í þýð­ingu grein­ing­ar­deildar Arion banka: „Fólk sem ferð­ast yfir eyði­merkur og úthöf til að kom­ast til Evr­ópu er ólík­legt til að vera slugs­arar þegar það kem­ur. Þvert á móti hafa rann­sóknir sýnt að inn­flytj­endur um allan heims séu lík­legri til að stofna fyr­ir­tæki heldur en heima­menn og ólík­legri til að fremja alvar­lega glæpi, auk þess að vera nettó greið­endur í rík­is­kass­ann. Ótt­inn um að þeir steli störfum og lækki laun á sér einnig litla stoð. Vegna þess að inn­flytj­endur koma með öðru­vísi færni, hug­myndir og tengsl, reyn­ast þeir jafnan hækka laun heima­manna, þó laun lítið mennt­að­ara heima­manna lækki lít­il­lega.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None