Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að hann mæti ekki til Alþingis á þingsetningardaginn, í dag, né fyrstu vikur þingsins. Ástæðan er sú að um miðjan júlí greindist hann með krabbamein og slæst hann við meinið þessa dagana og vikurnar.
Ólína Þorvarðardóttir tekur sæti Guðbjarts í fjarveru hans.
Guðbjartur segist treysta því að Alþingi standi sig í erfiðum störfum framundan og leggi áherslu á afkomu þeirra sem minnst hafa og gæti barna, öryrkja og eldri borgara. „Þá leggi þingið áherslu á aukið samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu, en ég minni á að samstarf þýðir að leita saman að bestu lausnum, en ekki að meirihlutinn einn ráði,“ segir hann. Færslu Guðbjarts má lesa í heild hér fyrir neðan.
Kæra fjölskylda, vinir, félagar, samstarfsfólk og allir Fb félagar og vinir.Fljótt skipast veður í lofti og ljóst er a...Posted by Guðbjartur Hannesson on Monday, 7 September 2015