Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi lagt fram "forgangslista" þingmála á fundi í dag. Listinn hafi innihaldið öll ríkisstjórnarinnar, um 70 að tölu, "með virkjanadraumum og öllu draslinu, makrílfrumvarpi, ókláruðu málunum í nefndum og málum sem eru ekki einu sinni komin í þingið, hvað þá meira". Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Guðmundur setti á Facebook í kvöld.
Guðmundur segir að listinn hafi verið lagður fram nú þegar þingið á samkvæmt áætlun að hafa lokið störfum og starfstími þess er í raun á þrotum. Það sé hins vegar vilji leiðtoga ríkisstjórnarinnar að stjórnarandstaðan samþykki "þetta dót og ljúka þessu...".
Guðmundur segir í stöðuuppfærslunni að hann hafi hugsað hversu rosalega hægt væri að hafa þingið betra "ef menn hættu þessum leikaraskap og byrjuðu að tala saman af alvöru, af virðingu og raunsæi, og leystu málin eins og fullorðið fólk.
Að lokum legg ég til að fundir formanna flokkanna verði alla jafna opnir."
Svona var þingið í dag: Höskuldur Þórhallsson hóf tilburði sína til að bola í gegn frumvarpi þar sem skipulagsvald er...Posted by Guðmundur Steingrímsson on Monday, June 1, 2015