Guðmundur Pálsson hættir á RÚV og gengur til liðs við Kjarnann

gummipals1.jpg
Auglýsing

Guð­mundur Páls­son, fjöl­miðla­maður og Baggalút­ur, sagð­i ný­ver­ið ­upp störfum hjá RÚV og hélt af landi brott ásamt fjöl­skyldu sinni, og ferð­ast nú um Evr­ópu á fjöl­skyldu­bíln­um. Guð­mundur var einn umsjón­ar­manna Morg­un­út­varps­ins á Rás 2 um ára­bil, en síð­ustu mán­uði hefur hann unnið að dag­skrár­gerð fyrir sjón­varps­þátt­inn Land­ann á RÚV.

Guð­mundur ferð­ast nú um þjóð­vegi Evr­ópu, ásamt eig­in­konu sinni og fjórum börn­um. Hann mun halda úti viku­legum þáttum í Hlað­varpi Kjarn­ans, þar sem hann mun færa ferða­sögu fjöl­skyld­unnar til heim­ilda, en þætt­irnir hafa hlotið nafn­ið: "Pabbi þarf að keyra." Í sam­tali við Kjarn­ann segir Guð­mund­ur: "Við vorum bara orðin þreytt á mik­illi vinnu og hinu dag­lega arga­þrasi á Íslandi, og þurftum á til­breyt­ingu að halda. Við erum sann­færð um að ferðin muni bara styrkja fjöl­skyldu­bönd­in, og varla er hægt að hugsa sér betri fjár­fest­ingu en það."

Guðmundur Pálsson og fjölskylda við fjölskyldubílinn í Lúxemborg. Guð­mundur Páls­son og fjöl­skylda við fjöl­skyldu­bíl­inn í Lúx­em­borg, en myndin var tekin á sunnu­dag­inn.

Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir Guð­mund vera mik­inn feng fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið. "Við erum í skýj­unum yfir að hafa fengið Guð­mund Páls­son til liðs við okk­ur. Hann er drengur góð­ur, mik­ill fag­mað­ur, og ég er viss um að þjóðin hefur áhuga á að heyra hvað hann og fjöl­skylda hans eru að bauka á meg­in­land­inu. Hann hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóð­ar­innar með Baggalúti, og fág­aðri fram­komu á öldum ljós­vakans á und­an­förnum árum."

Fyrsti þátt­ur­inn um ferða­lag Gumma Páls og fjöl­skyldu verður aðgengi­legur í Hlað­varpi Kjarn­ans á morgun klukkan 13:00, og verður fram­vegis viku­lega á dag­skrá á sama tíma.

 

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None