Guðmundur Pálsson hættir á RÚV og gengur til liðs við Kjarnann

gummipals1.jpg
Auglýsing

Guð­mundur Páls­son, fjöl­miðla­maður og Baggalút­ur, sagð­i ný­ver­ið ­upp störfum hjá RÚV og hélt af landi brott ásamt fjöl­skyldu sinni, og ferð­ast nú um Evr­ópu á fjöl­skyldu­bíln­um. Guð­mundur var einn umsjón­ar­manna Morg­un­út­varps­ins á Rás 2 um ára­bil, en síð­ustu mán­uði hefur hann unnið að dag­skrár­gerð fyrir sjón­varps­þátt­inn Land­ann á RÚV.

Guð­mundur ferð­ast nú um þjóð­vegi Evr­ópu, ásamt eig­in­konu sinni og fjórum börn­um. Hann mun halda úti viku­legum þáttum í Hlað­varpi Kjarn­ans, þar sem hann mun færa ferða­sögu fjöl­skyld­unnar til heim­ilda, en þætt­irnir hafa hlotið nafn­ið: "Pabbi þarf að keyra." Í sam­tali við Kjarn­ann segir Guð­mund­ur: "Við vorum bara orðin þreytt á mik­illi vinnu og hinu dag­lega arga­þrasi á Íslandi, og þurftum á til­breyt­ingu að halda. Við erum sann­færð um að ferðin muni bara styrkja fjöl­skyldu­bönd­in, og varla er hægt að hugsa sér betri fjár­fest­ingu en það."

Guðmundur Pálsson og fjölskylda við fjölskyldubílinn í Lúxemborg. Guð­mundur Páls­son og fjöl­skylda við fjöl­skyldu­bíl­inn í Lúx­em­borg, en myndin var tekin á sunnu­dag­inn.

Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir Guð­mund vera mik­inn feng fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið. "Við erum í skýj­unum yfir að hafa fengið Guð­mund Páls­son til liðs við okk­ur. Hann er drengur góð­ur, mik­ill fag­mað­ur, og ég er viss um að þjóðin hefur áhuga á að heyra hvað hann og fjöl­skylda hans eru að bauka á meg­in­land­inu. Hann hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóð­ar­innar með Baggalúti, og fág­aðri fram­komu á öldum ljós­vakans á und­an­förnum árum."

Fyrsti þátt­ur­inn um ferða­lag Gumma Páls og fjöl­skyldu verður aðgengi­legur í Hlað­varpi Kjarn­ans á morgun klukkan 13:00, og verður fram­vegis viku­lega á dag­skrá á sama tíma.

 

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None