Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, styður heilshugar hugmyndir Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, um að formenn stjórnmálaflokka setjist niður og ræði breytingar á þingstörfum. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Guðmundur að hann sé mjög reiðubúinn að fara í þá vinnu af krafti. "Við í BF höfum lagt miklar áherslu á breytta stjórnmálamenningu og bætt vinnubrögð".
Einar K. leggur til að formenn flokkanna setjist niður og ræði breytingar á þingstörfum. Ég styð það heilshugar og er mj...Posted by Guðmundur Steingrímsson on Saturday, July 4, 2015
Guðmundur telur síðan upp nokkur atriði í starfi þingsins sem hann myndi vilja ræða við hina flokksformennina um breytingar á. Á meðal þeirra er að þingið verði sjálfstæðara og embætti forseta þess sterkara, að tól minnihlutans til að hafa áhrif á gang mála verði endurskoðuð, að þingið setji meiri kraft í að fræða og upplýsa almenning um hlutverk sitt og starfið sem fer þar fram með því að notast við samfélagsmiðla, að þingmál verði lögð fram í upphafi þings og að fyrirkomulag umræðna í þingsal verði endurskoðað. Guðmundur rökstyður svo hverja tillögu fyrir sig og tiltekur hverju hún gæti skilað.
Í lokin slær hann á létta strengi og mælir með því að "það verði mögulegt að koma upp úr gólfinu eða niður úr loftinu í upphafi ræðu. Með tónlist. Og reyk.
Auglýsing
Djók. (og þó)
- Og hafa náttfatadag."