Guðni Ágústsson líkir Pírötum við Ragnar Reykás

Guðni-Ágústsson.jpg
Auglýsing

Guðni Ágústs­son, fyrrum for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir Pírata oft minna „á okkar mesta stjórn­mála­mann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefni­lega skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vit­leys­una – sem er svo ein­lægt og ynd­is­leg­t“. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag. Fyrir þá sem ekki þekkja til Ragn­ars Reykás þá var hann per­sóna í þáttum Spaug­stof­unnar sem skipti ítrekað um skoðun á öllu milli him­ins og jarðar á auga­bragði.

Guðni segir Pírata, sem nú mæl­ast með 36 pró­sent fylgi, vera Veð­ur­stof­una í flokka­flór­unni og póli­tík­inni og að þeir séu „á furðu­flugi í vin­sæld­um“. „Þar safn­ast óánægðir kjós­endur saman til að gá til veð­urs í póli­tík­inni. En mikil mis­tök yrðu það hjá Píröt­unum að ætla að fara að hnoða saman stefnu í öllum stórum mál­um, þar með yrðu þeir venju­legur „hall­æris­leg­ur,“ stjórn­mála­flokk­ur. Þá fara þeir að berj­ast inn­byrðis og takast á um punkta og komm­ur. Það sem flestum finnst lang­snjall­ast hjá þeim er að vera eins og Veð­ur­stofan eða mað­ur­inn á göt­unni, tala bara um veðrið og atburði líð­andi stundar eins og Jón og Gunna gera upp á hvern ein­asta dag. Pírat­arnir eiga orðið fylgi þriðja hvers manns í land­inu sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum án þess að nokkur viti hverjir þeir eru eða hvert þeir eru að fara, galopnir í báða enda í hverju máli. Og oft minna þeir mann á okkar mesta stjórn­málamann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefni­lega á einu auga­bragði skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vit­leys­una - sem er svo ein­lægt og ynd­is­leg­t.“

Segir Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokk þá einu með gras­rót og bak­landAð mati Guðna væri alls ekki víst að Björt fram­tíð væri nú að deyja drottni sínum ef flokk­ur­inn, sem hann kallar Litlu-­Sam­fylk­ingin­una, hefði sleppt því að taka upp stefnu „sem þeir reyndar ljós­rit­uðu úr stefnu­skrá Stóru-­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar“.

Guðni gerir mikið úr því að stefna sé í dag orðið til bölv­unar í póli­tík. „Hugsið ykk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafa setið í fast að eitt hund­rað árum með ein­hverju „þver­móðsku“-­fólki að ríf­ast um auka­at­riði í póli­tík, ein­hverja stefnu­skrá og svo er rif­ist um hvert smá­at­riði, að vísu eru þetta einu flokk­arnir sem eiga sér gras­rót og bak­land.“

Auglýsing

Hann snýr sér síðan aftur að Pírötum og segir þá nú vilja að næsta kjör­tíma­bil verði notað til að semja sig inn í Evr­ópu­sam­band­ið. Þar er Guðni að vísa í þá sam­þykkt aðal­fundar Pírata að þjóðin fái að kjósa um Evr­ópu­sam­bands­við­ræður á næsta kjör­tíma­bili. „Sann­ar­lega taldi ég víst að Pírat­arnir vildu áfram vera flokkur sem ætti sér enga stefnu og væru svona eins og anda­trú­in, frjálsir og dul­ar­fullir eða eins og segir í hinni helgu bók, „svar þitt skal vera já, já og nei, nei,“ þótt þeir seg­ist að vísu vera trú­laus­ir. Pírat­arnir segja svo hik­laust að það sé skemmti­legra að vera í tjör­unni en á Alþingi, svona tal nær eyrum almenn­ings og þykir flott. Og þegar flokks­hest­arnir í hefð­bundnum stjórn­mála­flokkum með þvælda stefnu­skrá fara í fýlu er svo auð­velt í gleði sinni eða reiði að segj­ast vera Pírati og ætla að kjósa þá. Því vilja margir bara hafa Píratana eins og þeir eru. Nú hefur eng­inn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíld­ar­heim­ili fyrir þá sem eru á milli vita í póli­tík­inni. Í dag eru þeir öðru­vísi flokk­ur, stefnu­lausir mæl­ast hátt, hvað svo?“

Píratar mæld­ust með 36 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun Gallup sem gerð var í ágúst. Flokkur Guðna, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, mælist með ell­efu pró­sent fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem situr í rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og er hinn flokk­ur­inn sem á sér gras­rót og bak­land að mati Guðna, mælist með 22 pró­sent fylgi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None