Guðni Ágústsson líkir Pírötum við Ragnar Reykás

Guðni-Ágústsson.jpg
Auglýsing

Guðni Ágústs­son, fyrrum for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir Pírata oft minna „á okkar mesta stjórn­mála­mann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefni­lega skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vit­leys­una – sem er svo ein­lægt og ynd­is­leg­t“. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag. Fyrir þá sem ekki þekkja til Ragn­ars Reykás þá var hann per­sóna í þáttum Spaug­stof­unnar sem skipti ítrekað um skoðun á öllu milli him­ins og jarðar á auga­bragði.

Guðni segir Pírata, sem nú mæl­ast með 36 pró­sent fylgi, vera Veð­ur­stof­una í flokka­flór­unni og póli­tík­inni og að þeir séu „á furðu­flugi í vin­sæld­um“. „Þar safn­ast óánægðir kjós­endur saman til að gá til veð­urs í póli­tík­inni. En mikil mis­tök yrðu það hjá Píröt­unum að ætla að fara að hnoða saman stefnu í öllum stórum mál­um, þar með yrðu þeir venju­legur „hall­æris­leg­ur,“ stjórn­mála­flokk­ur. Þá fara þeir að berj­ast inn­byrðis og takast á um punkta og komm­ur. Það sem flestum finnst lang­snjall­ast hjá þeim er að vera eins og Veð­ur­stofan eða mað­ur­inn á göt­unni, tala bara um veðrið og atburði líð­andi stundar eins og Jón og Gunna gera upp á hvern ein­asta dag. Pírat­arnir eiga orðið fylgi þriðja hvers manns í land­inu sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum án þess að nokkur viti hverjir þeir eru eða hvert þeir eru að fara, galopnir í báða enda í hverju máli. Og oft minna þeir mann á okkar mesta stjórn­málamann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefni­lega á einu auga­bragði skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vit­leys­una - sem er svo ein­lægt og ynd­is­leg­t.“

Segir Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokk þá einu með gras­rót og bak­landAð mati Guðna væri alls ekki víst að Björt fram­tíð væri nú að deyja drottni sínum ef flokk­ur­inn, sem hann kallar Litlu-­Sam­fylk­ingin­una, hefði sleppt því að taka upp stefnu „sem þeir reyndar ljós­rit­uðu úr stefnu­skrá Stóru-­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar“.

Guðni gerir mikið úr því að stefna sé í dag orðið til bölv­unar í póli­tík. „Hugsið ykk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafa setið í fast að eitt hund­rað árum með ein­hverju „þver­móðsku“-­fólki að ríf­ast um auka­at­riði í póli­tík, ein­hverja stefnu­skrá og svo er rif­ist um hvert smá­at­riði, að vísu eru þetta einu flokk­arnir sem eiga sér gras­rót og bak­land.“

Auglýsing

Hann snýr sér síðan aftur að Pírötum og segir þá nú vilja að næsta kjör­tíma­bil verði notað til að semja sig inn í Evr­ópu­sam­band­ið. Þar er Guðni að vísa í þá sam­þykkt aðal­fundar Pírata að þjóðin fái að kjósa um Evr­ópu­sam­bands­við­ræður á næsta kjör­tíma­bili. „Sann­ar­lega taldi ég víst að Pírat­arnir vildu áfram vera flokkur sem ætti sér enga stefnu og væru svona eins og anda­trú­in, frjálsir og dul­ar­fullir eða eins og segir í hinni helgu bók, „svar þitt skal vera já, já og nei, nei,“ þótt þeir seg­ist að vísu vera trú­laus­ir. Pírat­arnir segja svo hik­laust að það sé skemmti­legra að vera í tjör­unni en á Alþingi, svona tal nær eyrum almenn­ings og þykir flott. Og þegar flokks­hest­arnir í hefð­bundnum stjórn­mála­flokkum með þvælda stefnu­skrá fara í fýlu er svo auð­velt í gleði sinni eða reiði að segj­ast vera Pírati og ætla að kjósa þá. Því vilja margir bara hafa Píratana eins og þeir eru. Nú hefur eng­inn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíld­ar­heim­ili fyrir þá sem eru á milli vita í póli­tík­inni. Í dag eru þeir öðru­vísi flokk­ur, stefnu­lausir mæl­ast hátt, hvað svo?“

Píratar mæld­ust með 36 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun Gallup sem gerð var í ágúst. Flokkur Guðna, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, mælist með ell­efu pró­sent fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem situr í rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og er hinn flokk­ur­inn sem á sér gras­rót og bak­land að mati Guðna, mælist með 22 pró­sent fylgi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None