Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, sendi Halldóri Auðar Svanssyni, borgarfulltrúa Pírata og formanni stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, bréf 9. mars síðastliðinn þar sem spurt er út í dagskrárrit Borgarbókasafns, sem dreift var með vikublaðinu Reykjavík í janúar. Í bréfinu segir Gunnlaugur að ábyrgðarmaður „vikuritsins Reykjavíkur“ sé Ámundi Ámundason, og að hann sé „þekktur fyrir störf á vettvangi Alþýðuflokks og Samfylkingar og ritstjóri blaðsins Ingimar Karl Helgason mun hafa verið í framboði fyrir VG í Reykjavík“.
Þá segir Gunnlaugur einnig: „Hinn 17. janúar s.l. var dreift til borgarbúa fjórblöðungi sem ber yfirskriftina „Bókaðu daginn“ sagt vera „Dagskrárrit Borgarbókasafns Reykjavíkur, gefið út annan hvern mánuð“. Á forsíðu er stór mynd af borgarstjóra Degi B. Eggertssyni ásamt ávarpi þvert yfir forsíðu.“
Gunnlaugur óskar eftir því að Halldór Auðar upplýsi hann um öll atriði sem snúa að því, hvers vegna dagskrárrit Borgarbókasafns Reykjavíkurborgar, hafi verið dreift með vikuritinu Reykjavík. Meðal annars er spurt að því hver hefði átt frumkvæði að því að samið hafi verið við vikuritið Reykjavík.
Orðrétt er fyrirspurn Gunnlaugs eftirfarandi, í sex liðum:
Samkvæmt fundargerð ráðsins var bréfið lagt fram á fundi 16. mars, en erindinu frestað og hefur því ekki verið svarað ennþá.
Hér má lesa bréf Gunnlaugs í heild sinni. Beiðni-um-upplýsingar-frá-Borgarbókasafni.