Gylfi Arnbjörns: Býst ekki við neinu frá stjórnvöldum

A121425-1.jpg
Auglýsing

„Ég býst ekki við neinu frá stjórn­völd­um. Í fyrsta skipti, á þeim ald­ar­fjórð­ungi sem ég hef komið að kjara­samn­ings­við­ræð­um, þá er eng­inn að horfa til stjórn­valda með vonir um mik­il­vægt fram­lag það­an,“ segir Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands.

Ólíkir hags­munirHann segir ólíka hags­muni veg­ast á í kjara­samn­ings­við­ræð­um, og erfitt sé að segja til um í hvaða far­veg fram­haldið muni fara. „Eru ekki stjórn­ar­menn hjá VÍS með 350 þús­und á mán­uði? Og stjórn­ar­for­mað­ur­inn með 600 þús­und? Ég veit ekki hvað stjórn­irnar hitt­ast oft, en það ætti ekki að koma neinum á óvart að verka­fólk og fólkið á gólf­inu, vilji fá betri laun, þegar svona er staðið að mál­u­m,“ segir Gylfi. Hann segir það vera veik­burða rök­semd­ar­færslu, að stjórn­endur í atvinnu­líf­inu séu með marg­föld laun fólks­ins á gólf­inu, og ein­kenni­lega lítil umræða fari fram um það hvort þetta hafi skilað ein­hverjum árangri. „Satt best að segja, hélt ég nú að þetta fólk hefði velt því fyrir sér hver árang­ur­inn hefði verið af þessu skipu­lagi, hér fyrir nokkrum árum,“ segir Gylfi. Hann segir þær þjóð­ir, þar sem þessum hlutum er haldið í hófi, það er launa­mun á milli fólks­ins á gólf­inu og stjórnarmanna og stjórn­enda, vera lík­legri til þess að ná efna­hags­legum árangri fyrir allar stétt­ir.

Þrjá­tíu þús­und manns krefj­ast 20 til 30 pró­sent hækkunStétt­ar­fé­lög iðn­að­ar­manna, Raf­iðn­að­ar­sam­band­ið, Samiðn og fleiri sér­sam­bönd iðn­að­ar­manna hér á landi, krefj­ast þess að laun þeirra verði hækkuð um 20 pró­sent, en krafa þess efnis var kynnt fyrir Sam­tökum atvinnu­lífs­ins á föstu­dag­inn. Um átján þús­und manns til­heyra þessum hópi. Starfs­greina­sam­bandið (SGS) hefur form­lega slitið við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins, og er búist við að verk­falls­að­gerðir hefj­ist í kringum 10. apr­íl, eins og Kjarn­inn greindi frá. Innan SGS  eru um tólf þús­und manns, og því ná kröfur þess­ara stétt­ar­fé­laga til um þrjá­tíu þús­und manns. Meg­in­krafan þar er að hækka lægstu laun úr 214 þús­und í 300 þús­und.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins telja kröf­urnar sem fram hafa komið hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni vera óraun­hæf­ar, og hafa ekki viljað ræða samn­inga á grund­velli þeirra ­til­lagna sem fram hafa kom­ið. Við­ræð­urnar eru því nær alveg stál í stál í augna­blik­inu, og lítið sem bendir til þess að það sé að breyt­ast.

Ekk­ert sem bendir til kröfu um stöð­ug­leikaGylfi segir að samn­ingar sem ríki og sveit­ar­fé­lög hafa gert að und­an­förnu, meðal ann­ars við kenn­ara­stéttir á öllum skóla­stigum og síðan nú síð­ast við lækna, þar sem samið var um 20 til 30 pró­sent launa­hækk­un, hafi skapað vænt­ingar sem kjara­samn­ings­við­ræð­urnar mið­ast við að miklu leyti. „Það er ekk­ert óeðli­legt að kjara­bar­áttan taki við af þessum samn­ing­um. Fólk spyr eðli­lega, hvort það ekki að fá sömu hækk­anir og stjórn­völd eru að semja um við sitt starfs­fólk,“ segir Gylfi. Hann segir enn fremur að krafan um að það náist að koma á stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu, sem allar stéttir njóti góðs af, sé í raun­inni ekki fyrir hendi í við­ræð­unum í augna­blik­inu. Stjórn­völd gefi þar tón­inn. „Það er engan sátta­tón að finna þar, og aðgerðir stjórn­valda hafa heldur ekki ein­kennst af því að stöð­ug­leiki sé eitt­hvert mark­mið. Þvert á mót­i,“ segir Gylfi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None