Hæstiréttur: Alvarlegustu efnahagsbrot Íslandssögunnar

domsmal-sigurdur.03-1.jpg
Auglýsing

Í dómi Hæsta­réttar Íslands þar sem Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son, einn stærsti hlut­hafi Kaup­þings, voru sak­felldir fyrir aðild sína að Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða, er farið hörðum orðum um athæfi hinna dæmdu.

Með dómi sínum stað­festi Hæsti­réttur dóm Hæsta­réttar Reykja­víkur yfir fjór­menn­ing­un­um, en auk þess ­þyngdi Hæsti­rétt­ur fang­els­is­dóma yfir Ólafi og Magn­úsi, og mild­aði dóm­inn yfir Sig­urði Ein­ars­syni. Ólafur og Magnús voru dæmdir til fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti í dag, en Ólafur hlaut þriggja og hálfs árs dóm í Hér­aðs­dómi og Magnús þrjú ár. Þá var fimm ára fang­els­is­dómur Hér­aðs­dóms yfir Sig­urði mild­aður um eitt ár.

Engin dæmi um jafn alvar­leg efna­hags­brotÍ dómi Hæsta­réttar um ákvörðun refs­ingar seg­ir: „Hátt­semi ákærðu sam­kvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvar­legt trún­að­ar­brot gagn­vart stóru almenn­ings­hluta­fé­lagi og leiddi til stór­fellds fjár­tjóns. Brotin sam­kvæmt III. og IV. kafla ákæru beindust í senn að öllum almenn­ingi og fjár­mála­mark­að­inum hér á landi í heild og verður tjón­ið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki metið til fjár. Þessi brot voru stórum alvar­legri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot.“

Ofan­greindur III. kafli ákæru sér­staks sak­sókn­ara á hendur fjór­menn­ing­unum laut að meintri mark­aðs­mis­notkun í við­skiptum með hluta­bréf í Kaup­þingi, með því að láta rang­lega líta svo út að þekktur fjár­festir hefði keypt 5,01 pró­sent hluta­fjár í bank­an­um. Þá laut IV. kafli ákærunnar að meintri mark­aðs­mis­notkun fjór­menn­ing­anna með því að hafa í frétta­til­kynn­ing­u ­sem birt var á vef Kauhallar Íslands og í fjöl­miðlum gefið mis­vísandi upp­lýs­ingar og vís­bend­ingar um að hluta­bréfa­við­skipt­in.

Auglýsing

„Kjarn­inn í hátt­semi ákærðu fólst í þeim brot­um, sem III. kafli ákærunnar snýr að, en þau voru þaul­skipu­lögð, drýgð af ein­beittum ásetn­ingi og ein­dæma ófyr­ir­leitni og skeyt­ing­ar­leysi. Öll voru brotin framin í sam­verkn­aði og beindust að mik­il­vægum hags­mun­um. Verður og að líta til þess að af broti sam­kvæmt III. kafla ákæru hafði ákærði Ólafur óbeina fjár­hags­lega hags­muni gegnum félag, sem eins og fyrr greinir var næst stærsti hlut­haf­inn í Kaup­þingi banka hf. Ákærðu, sem ekki hafa sætt refs­ingu fyrr, eiga sér engar máls­bæt­ur.“

 

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None