Hæstiréttur: Alvarlegustu efnahagsbrot Íslandssögunnar

domsmal-sigurdur.03-1.jpg
Auglýsing

Í dómi Hæsta­réttar Íslands þar sem Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son, einn stærsti hlut­hafi Kaup­þings, voru sak­felldir fyrir aðild sína að Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða, er farið hörðum orðum um athæfi hinna dæmdu.

Með dómi sínum stað­festi Hæsti­réttur dóm Hæsta­réttar Reykja­víkur yfir fjór­menn­ing­un­um, en auk þess ­þyngdi Hæsti­rétt­ur fang­els­is­dóma yfir Ólafi og Magn­úsi, og mild­aði dóm­inn yfir Sig­urði Ein­ars­syni. Ólafur og Magnús voru dæmdir til fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti í dag, en Ólafur hlaut þriggja og hálfs árs dóm í Hér­aðs­dómi og Magnús þrjú ár. Þá var fimm ára fang­els­is­dómur Hér­aðs­dóms yfir Sig­urði mild­aður um eitt ár.

Engin dæmi um jafn alvar­leg efna­hags­brotÍ dómi Hæsta­réttar um ákvörðun refs­ingar seg­ir: „Hátt­semi ákærðu sam­kvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvar­legt trún­að­ar­brot gagn­vart stóru almenn­ings­hluta­fé­lagi og leiddi til stór­fellds fjár­tjóns. Brotin sam­kvæmt III. og IV. kafla ákæru beindust í senn að öllum almenn­ingi og fjár­mála­mark­að­inum hér á landi í heild og verður tjón­ið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki metið til fjár. Þessi brot voru stórum alvar­legri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot.“

Ofan­greindur III. kafli ákæru sér­staks sak­sókn­ara á hendur fjór­menn­ing­unum laut að meintri mark­aðs­mis­notkun í við­skiptum með hluta­bréf í Kaup­þingi, með því að láta rang­lega líta svo út að þekktur fjár­festir hefði keypt 5,01 pró­sent hluta­fjár í bank­an­um. Þá laut IV. kafli ákærunnar að meintri mark­aðs­mis­notkun fjór­menn­ing­anna með því að hafa í frétta­til­kynn­ing­u ­sem birt var á vef Kauhallar Íslands og í fjöl­miðlum gefið mis­vísandi upp­lýs­ingar og vís­bend­ingar um að hluta­bréfa­við­skipt­in.

Auglýsing

„Kjarn­inn í hátt­semi ákærðu fólst í þeim brot­um, sem III. kafli ákærunnar snýr að, en þau voru þaul­skipu­lögð, drýgð af ein­beittum ásetn­ingi og ein­dæma ófyr­ir­leitni og skeyt­ing­ar­leysi. Öll voru brotin framin í sam­verkn­aði og beindust að mik­il­vægum hags­mun­um. Verður og að líta til þess að af broti sam­kvæmt III. kafla ákæru hafði ákærði Ólafur óbeina fjár­hags­lega hags­muni gegnum félag, sem eins og fyrr greinir var næst stærsti hlut­haf­inn í Kaup­þingi banka hf. Ákærðu, sem ekki hafa sætt refs­ingu fyrr, eiga sér engar máls­bæt­ur.“

 

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None