Hæstiréttur: Alvarlegustu efnahagsbrot Íslandssögunnar

domsmal-sigurdur.03-1.jpg
Auglýsing

Í dómi Hæsta­réttar Íslands þar sem Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son, einn stærsti hlut­hafi Kaup­þings, voru sak­felldir fyrir aðild sína að Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða, er farið hörðum orðum um athæfi hinna dæmdu.

Með dómi sínum stað­festi Hæsti­réttur dóm Hæsta­réttar Reykja­víkur yfir fjór­menn­ing­un­um, en auk þess ­þyngdi Hæsti­rétt­ur fang­els­is­dóma yfir Ólafi og Magn­úsi, og mild­aði dóm­inn yfir Sig­urði Ein­ars­syni. Ólafur og Magnús voru dæmdir til fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti í dag, en Ólafur hlaut þriggja og hálfs árs dóm í Hér­aðs­dómi og Magnús þrjú ár. Þá var fimm ára fang­els­is­dómur Hér­aðs­dóms yfir Sig­urði mild­aður um eitt ár.

Engin dæmi um jafn alvar­leg efna­hags­brotÍ dómi Hæsta­réttar um ákvörðun refs­ingar seg­ir: „Hátt­semi ákærðu sam­kvæmt þessum köflum ákæru fól í sér alvar­legt trún­að­ar­brot gagn­vart stóru almenn­ings­hluta­fé­lagi og leiddi til stór­fellds fjár­tjóns. Brotin sam­kvæmt III. og IV. kafla ákæru beindust í senn að öllum almenn­ingi og fjár­mála­mark­að­inum hér á landi í heild og verður tjón­ið, sem leiddi af þeim beint og óbeint, ekki metið til fjár. Þessi brot voru stórum alvar­legri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot.“

Ofan­greindur III. kafli ákæru sér­staks sak­sókn­ara á hendur fjór­menn­ing­unum laut að meintri mark­aðs­mis­notkun í við­skiptum með hluta­bréf í Kaup­þingi, með því að láta rang­lega líta svo út að þekktur fjár­festir hefði keypt 5,01 pró­sent hluta­fjár í bank­an­um. Þá laut IV. kafli ákærunnar að meintri mark­aðs­mis­notkun fjór­menn­ing­anna með því að hafa í frétta­til­kynn­ing­u ­sem birt var á vef Kauhallar Íslands og í fjöl­miðlum gefið mis­vísandi upp­lýs­ingar og vís­bend­ingar um að hluta­bréfa­við­skipt­in.

Auglýsing

„Kjarn­inn í hátt­semi ákærðu fólst í þeim brot­um, sem III. kafli ákærunnar snýr að, en þau voru þaul­skipu­lögð, drýgð af ein­beittum ásetn­ingi og ein­dæma ófyr­ir­leitni og skeyt­ing­ar­leysi. Öll voru brotin framin í sam­verkn­aði og beindust að mik­il­vægum hags­mun­um. Verður og að líta til þess að af broti sam­kvæmt III. kafla ákæru hafði ákærði Ólafur óbeina fjár­hags­lega hags­muni gegnum félag, sem eins og fyrr greinir var næst stærsti hlut­haf­inn í Kaup­þingi banka hf. Ákærðu, sem ekki hafa sætt refs­ingu fyrr, eiga sér engar máls­bæt­ur.“

 

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None