Hæstiréttur staðfesti sýknudóm og skammaði saksóknara fyrir tafir

10016343694_84d396d26e_z.jpg
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands stað­festi í dag sýknu­dóm Hér­aðs­dóms Aust­ur­lands yfir lög­reglu­manni sem ákærður var fyrir vörslu barnakláms. Í dómnum er ákæru­valdið gagn­rýnt fyrir óþarfa seina­gang í mál­inu.

Ell­efu mynd­skeið sem sýndu börn á kyn­ferð­is­legan og klám­feng­inn hátt fund­ust á uta­n­áliggj­andi hörðum disk í eigu lög­reglu­manns­ins sem hald­lagður var við hús­leit sem fram­kvæmd var á heim­ili hans í októ­ber árið 2012, í kjöl­far kæru á hendur honum þar sem hann var sak­aður um kyn­ferð­is­brot gegn barni. Rann­sókn þess máls leiddi hins vegar ekki til ákæru.

Vildi aldrei kann­ast við mynd­skeiðinMynd­skeiðin sem um ræð­ir fund­ust í sér­stakri möppu sem bar heitið „Young“ en á tölvu­disk ákærða var að finna mikið magn klám­efn­is. ­Mað­ur­inn neit­aði ávallt að hafa haft vit­neskju um efn­ið, það hafi slæðst með öðru klám­efni sem hann hafi nið­ur­halað af tor­rent-­síð­unni The Pirate Bay. Auk harða disks­ins lagði lög­regla hald á þrjár tölvur sem fund­ust á heim­ili manns­ins.

Hér­aðs­dómur mat vitn­is­burð ákærða trú­verð­ugan og taldi að ákæru­valdið hefði ekki tek­ist að sanna að um ásetn­ing hafi verið að ræða og sýkn­aði því lög­reglu­mann­inn af ákæru um vörslu barnakláms.

Auglýsing

Sýknu­dóm­ur­inn í hér­aðs­dómi var kveð­inn upp 20. des­em­ber árið 2013, en ákæru­valdið áfrýj­aði nið­ur­stöð­unni til Hæsta­réttar þann 3. jan­úar 2014. Tæpum níu ­mán­uðum síð­ar, eða þann 23. sept­em­ber 2014, krafð­ist ákæru­valdið að dóm­kvaddur yrði sér­fróður maður til að svara ákveðnum spurn­ingum er vörð­uðu mynd­skeiðin ell­efu.

Engar vís­bend­ingar um að mynd­skeiðin hafi verið opnuðÁ meðal þeirra spurn­inga sem dóm­kvadda mats­mann­inum var ætlað að svara var hvort skrárnar hefðu ein­hvern tím­ann verið opn­að­ar, það er spil­að­ar, á fyrr­greindum hörðum diski. Í svari mats­manns­ins kemur fram að ekki hafi fund­ist vís­bend­ingar á tölvu­disknum né tölvunum þremur sem hald­lagðar voru á heim­ili hins ákærða um að skrárnar hefðu verið opn­að­ar.

Hæsta­rétti þótti vitn­is­burð­ur­ ­mats­manns­ins renna enn frek­ari stoðum undir sýknu­dóm hér­aðs­dóms, að mað­ur­inn hafi ekki náð sér í barnaklámið af ásetn­ingi. Þá segir í dómi Hæsta­rétt­ar: „Eins og áður greinir var þess kraf­ist af hálfu ákæru­valds­ins 23. sept­em­ber 2014 að dóm­kvaddur yrði mats­maður og hefur sú töf sem á því varð ekki verið skýrð. Þessi óþarfa dráttur á með­ferð máls­ins fyrir Hæsta­rétti er aðfinnslu­verð­ur.“

 

 

 

 

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None