Verðtryggingin var dæmd lögmæt í Hæstarétti í dag. Niðurstaða dómsins er að ákvæði um verðtryggingu húsnæðisláns sem tekið var hjá Glitni 2. maí 2007, en látið var á það reyna fyrir dómstólum hvort verðtrygging stæðist lög. Íslandsbanki tók síðan við láninu í hruninu, þegar bankinn var reistur á grunni innlendra eigna Glitnis banka.
Í málinu byggðu stefnendur á því að verðtryggingarákvæðið væri óréttmætur skilmáli samkvæmt Evróputilskipun þar sem kostnaður lántakanda af verðtryggingarákvæðinu var ekki tiltekinn í greiðsluáætlun þegar lánið var tekið.
Málið fór fyrir EFTA dómstólinn, sem veitti það ráðgefandi álit sitt að Evróputilskipun legði ekki almennt bann við verðtryggingu lána.
Það væri hlutverk dómstóla í hverju landi að meta hvort slíkir skilmálar væru óréttmætir. Fleiri mál eru rekin fyrir Hæstarétti þar sem tekist er á um lögmæti verðtryggingar.
Auglýsing
Eins og áður sagði dæmdi Hæstiréttur á þá leið að verðtryggingin stæðist lög.