Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að nota andvirði sölu hlutabréfa í HS Veitum til að borga niður skuldir bæjarins. Ráðstöfunin var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í dag, sem er „í takt við áherslu bæjarstjórnarinnar að efla fjárhagsstöðu bæjarins,“ eins og haft er eftir Haraldi L. Haraldssyni bæjarstjóra Hafnarfjarðar í fréttatilkynningu sem var send fjölmiðlum síðdegis.
Um er að ræða 300 milljónir króna sem sveitarfélagið fær í sinn hlut fyrir sölu á hlutabréfum í HS Veitum til hluthafa veitufyrirtækisins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu hluthafafundar HS Veitna um að kaupa eigin hlutbréf af hluthöfum í samræmi samþykkt hluthafafundar 19. janúar 2015.
Samhliða var fjármálastjóra og bæjarstjóra falið að skoða hvernig fjárhæðin nýtist best með tilliti til vaxtakostnaðar og uppgreiðslugjalda sem eru mismunandi á lánaskuldbindingum sveitarfélagsins og gera tillögu til bæjarráðs um ráðstöfum fjárhæðarinnar.
Samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2013, námu skuldir og skuldbindingar Hafnarfjarðarbæjar í lok árs 2013, ríflega tæplega 4o,5 milljörðum króna.