Hagkerfi Bandaríkjanna óx um fimm prósent á þriðja ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil í fyrra. Þessar tölur eru heldur betri en spár flestra sérfræðinga á markaði gerðu ráð fyrir, og þykja sýna að bandaríska hagkerfið er í sókn um þessar mundir.
Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu á undanförnum mánuðum hefur haft jákvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, á heildina litið. Þessi hagvöxtur milli ára er sá hraðasti og mesti sem mælst hefur í ellefu ár í Bandaríkjunum, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá.
Eftirspurn á smásölumarkaði hefur verið að aukast hratt að undanförnu í Bandaríkjunum og mældist 3,2 prósent vöxtur milli ára, á þriðja ársfjórðungi.
Þessar hagtölur þykja vera góðar fréttir fyrir ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, og til marks um að aðgerðir sem ríkisstjórnin greip til, ásamt Seðlabanka Bandaríkjann, til þess að örva hagvöxt, hafi heppnast vel.
Obama fagnaði þessum tölum á Twitter aðgangi sínum, sem er sá þriðji vinsælasti í heiminum með um 52 milljónir fylgjenda um allan heim.
In the third quarter, the U.S. economy grew at its strongest rate in over a decade. Read more: http://t.co/RvRppypYH2
— Barack Obama (@BarackObama) December 23, 2014