Hagkvæmnisathugun á sæstreng til Evrópu þokast áfram

1.BritNed.cable-.jpg
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið vinnur nú að gerð útboðs­lýs­inga til að bjóða út ákveðna þætti varð­andi hag­kvæmn­is­at­hugun á lagn­ingu sæstrengs milli Íslands og Bret­landseyja. Þetta kom fram í svari Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, á fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í síð­ustu viku.

Þverpóli­tískur ráð­gjafa­hóp­ur um raf­orku­streng til til Evr­ópu, sem skip­aður var í júní 2012 af Katrínu Júl­í­us­dóttur þáver­andi iðn­að­ar­ráð­herra, var falið að kanna hag­kvæmni þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evr­ópu. Í nið­ur­stöðum og til­ögum hóps­ins, sem kynntar voru í lok júní í fyrra, var hóp­ur­inn sam­dóma um að frek­ari upp­lýs­ingar þurfi að liggja fyrir áður en unnt sé að full­yrða um þjóð­hags­lega hag­kvæmni verk­efn­is­ins. Hóp­ur­inn tók því ekki afstöðu til fram­kvæmd­ar­inn­ar, en lagði til að ráð­ist yrði í frek­ari rann­sóknir á arð­semi strengs, sem og umhverf­is­á­hrifum og hafnar yrðu við­ræður við Breta um mál­ið.

Ráð­gjafa­hópur lagði til frek­ari athugun í sjö liðumÍ skýrslu hóps­ins gerir hann sjö til­lögur til ráð­herra. Að áfram verði unnið að grein­ingu á þjóð­hags­legri hag­kvæmni verk­efn­is­ins, að greindar verði sviðs­myndir orku­öfl­unar og virkj­anar­að­ar, að Lands­neti í sam­starfi við Lands­virkj­un, og ef til vill fleiri, verði veitt heim­ild til að hefja við­ræður við rekstr­ar­að­ila flutn­ings­kerfis í Bret­landi og eftir atvikum bresku orku­stofn­un­ina, að ráðu­neytið leiti leiða til að afla upp­lýs­inga með það að mark­miði að kanna með hvaða hætti sala á íslenskri orku gæti fallið undir breska lög­gjöf um íviln­anir fyrir end­ur­nýj­an­lega orku, að skil­greind verði skila­leið auð­lind­arentu sem mynd­ast kunni af raf­orku­sölu um sæstreng, að metin verði áhrif eign­ar­halds á sæstrengnum með til­liti til afhend­inga­ör­yggis raf­orku innan lands, og að ráðu­neytið kanni hvaða lögum og reglu­gerðum þurfi að breyta komi til þess að ráð­ist verði í lagn­ingu sæstrengs til Evr­ópu.

Álit ráð­gjafa­hóps­ins fór til með­ferðar í atvinnu­vega­nefnd, efna­hags- og við­skipta­nefnd og umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is. Nefndir Alþingis voru sam­mála nið­ur­stöðum ráð­gjafa­hóps­ins og fólu iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra að fylgja mál­inu eft­ir.

Auglýsing

Engar form­legar samn­inga­við­ræður átt sér stað við BretaIðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra fund­aði með­ Mich­ael Fallon, orku­mála­ráð­herra Bret­lands, í mars­mán­uði síð­ast­liðn­um. Sæstrengur á milli Íslands og Bret­landseyja var sér­stak­lega ræddur á fund­in­um, en bresk stjórn­völd hafa lýst yfir áhuga sínum á verk­efn­inu til að gera hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa þar í landi.

Í svari iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra í fyr­ir­spurna­tíma Alþingis í síð­ustu viku kom fram að engar form­lega samn­inga­við­ræður hafi átt sér stað við Breta. "Enda hef ég lýst því yfir að það sé ekki rétt að fara í samn­inga­við­ræður fyrr en við vitum um hvað við erum að fara að semja," sagði Ragn­heiður Elín í ræðu­stól Alþing­is.

Þá kom fram í svari ráð­herra að ráðu­neytið og und­ir­stofn­anir þess, svo sem Orku­mála­stofnun og Orku­spár­nefnd, vinni nú að fjórum verk­efnum sem lögð voru til grund­vallar afstöðu til sæstrengs í skýrslu ráð­gjafa­hóps­ins og skil­greind eru á verk­sviði ráðu­neyt­is­ins. Þá sé þessa dag­anna verið að leggja loka­hönd á útboðs­lýs­ingar í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu svo hægt verði að bjóða út aðra þætti sem nefndir voru í skýrsl­unni.

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hefur lýst því yfir að lagn­ing sæstrengs gæti verið eitt stærsta við­skipta­tæki­færi sem Íslend­ingar stæðu frammi fyr­ir. Fram hefur komið að rann­sóknir á lagn­ingu sæstrengs frá Íslandi til Evr­ópu taki tvö til þrjú ár, og lagn­ing hans geti tekið fjögur ári til við­bót­ar. Þá hef­ur ­kostn­aður við lagn­ingu sæstrengs verið met­inn á um 300 millj­arða króna.

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None