Hagkvæmnisathugun á sæstreng til Evrópu þokast áfram

1.BritNed.cable-.jpg
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið vinnur nú að gerð útboðs­lýs­inga til að bjóða út ákveðna þætti varð­andi hag­kvæmn­is­at­hugun á lagn­ingu sæstrengs milli Íslands og Bret­landseyja. Þetta kom fram í svari Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, á fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í síð­ustu viku.

Þverpóli­tískur ráð­gjafa­hóp­ur um raf­orku­streng til til Evr­ópu, sem skip­aður var í júní 2012 af Katrínu Júl­í­us­dóttur þáver­andi iðn­að­ar­ráð­herra, var falið að kanna hag­kvæmni þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evr­ópu. Í nið­ur­stöðum og til­ögum hóps­ins, sem kynntar voru í lok júní í fyrra, var hóp­ur­inn sam­dóma um að frek­ari upp­lýs­ingar þurfi að liggja fyrir áður en unnt sé að full­yrða um þjóð­hags­lega hag­kvæmni verk­efn­is­ins. Hóp­ur­inn tók því ekki afstöðu til fram­kvæmd­ar­inn­ar, en lagði til að ráð­ist yrði í frek­ari rann­sóknir á arð­semi strengs, sem og umhverf­is­á­hrifum og hafnar yrðu við­ræður við Breta um mál­ið.

Ráð­gjafa­hópur lagði til frek­ari athugun í sjö liðumÍ skýrslu hóps­ins gerir hann sjö til­lögur til ráð­herra. Að áfram verði unnið að grein­ingu á þjóð­hags­legri hag­kvæmni verk­efn­is­ins, að greindar verði sviðs­myndir orku­öfl­unar og virkj­anar­að­ar, að Lands­neti í sam­starfi við Lands­virkj­un, og ef til vill fleiri, verði veitt heim­ild til að hefja við­ræður við rekstr­ar­að­ila flutn­ings­kerfis í Bret­landi og eftir atvikum bresku orku­stofn­un­ina, að ráðu­neytið leiti leiða til að afla upp­lýs­inga með það að mark­miði að kanna með hvaða hætti sala á íslenskri orku gæti fallið undir breska lög­gjöf um íviln­anir fyrir end­ur­nýj­an­lega orku, að skil­greind verði skila­leið auð­lind­arentu sem mynd­ast kunni af raf­orku­sölu um sæstreng, að metin verði áhrif eign­ar­halds á sæstrengnum með til­liti til afhend­inga­ör­yggis raf­orku innan lands, og að ráðu­neytið kanni hvaða lögum og reglu­gerðum þurfi að breyta komi til þess að ráð­ist verði í lagn­ingu sæstrengs til Evr­ópu.

Álit ráð­gjafa­hóps­ins fór til með­ferðar í atvinnu­vega­nefnd, efna­hags- og við­skipta­nefnd og umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is. Nefndir Alþingis voru sam­mála nið­ur­stöðum ráð­gjafa­hóps­ins og fólu iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra að fylgja mál­inu eft­ir.

Auglýsing

Engar form­legar samn­inga­við­ræður átt sér stað við BretaIðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra fund­aði með­ Mich­ael Fallon, orku­mála­ráð­herra Bret­lands, í mars­mán­uði síð­ast­liðn­um. Sæstrengur á milli Íslands og Bret­landseyja var sér­stak­lega ræddur á fund­in­um, en bresk stjórn­völd hafa lýst yfir áhuga sínum á verk­efn­inu til að gera hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa þar í landi.

Í svari iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra í fyr­ir­spurna­tíma Alþingis í síð­ustu viku kom fram að engar form­lega samn­inga­við­ræður hafi átt sér stað við Breta. "Enda hef ég lýst því yfir að það sé ekki rétt að fara í samn­inga­við­ræður fyrr en við vitum um hvað við erum að fara að semja," sagði Ragn­heiður Elín í ræðu­stól Alþing­is.

Þá kom fram í svari ráð­herra að ráðu­neytið og und­ir­stofn­anir þess, svo sem Orku­mála­stofnun og Orku­spár­nefnd, vinni nú að fjórum verk­efnum sem lögð voru til grund­vallar afstöðu til sæstrengs í skýrslu ráð­gjafa­hóps­ins og skil­greind eru á verk­sviði ráðu­neyt­is­ins. Þá sé þessa dag­anna verið að leggja loka­hönd á útboðs­lýs­ingar í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu svo hægt verði að bjóða út aðra þætti sem nefndir voru í skýrsl­unni.

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hefur lýst því yfir að lagn­ing sæstrengs gæti verið eitt stærsta við­skipta­tæki­færi sem Íslend­ingar stæðu frammi fyr­ir. Fram hefur komið að rann­sóknir á lagn­ingu sæstrengs frá Íslandi til Evr­ópu taki tvö til þrjú ár, og lagn­ing hans geti tekið fjögur ári til við­bót­ar. Þá hef­ur ­kostn­aður við lagn­ingu sæstrengs verið met­inn á um 300 millj­arða króna.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None