Hagkvæmnisathugun á sæstreng til Evrópu þokast áfram

1.BritNed.cable-.jpg
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið vinnur nú að gerð útboðs­lýs­inga til að bjóða út ákveðna þætti varð­andi hag­kvæmn­is­at­hugun á lagn­ingu sæstrengs milli Íslands og Bret­landseyja. Þetta kom fram í svari Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, á fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í síð­ustu viku.

Þverpóli­tískur ráð­gjafa­hóp­ur um raf­orku­streng til til Evr­ópu, sem skip­aður var í júní 2012 af Katrínu Júl­í­us­dóttur þáver­andi iðn­að­ar­ráð­herra, var falið að kanna hag­kvæmni þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evr­ópu. Í nið­ur­stöðum og til­ögum hóps­ins, sem kynntar voru í lok júní í fyrra, var hóp­ur­inn sam­dóma um að frek­ari upp­lýs­ingar þurfi að liggja fyrir áður en unnt sé að full­yrða um þjóð­hags­lega hag­kvæmni verk­efn­is­ins. Hóp­ur­inn tók því ekki afstöðu til fram­kvæmd­ar­inn­ar, en lagði til að ráð­ist yrði í frek­ari rann­sóknir á arð­semi strengs, sem og umhverf­is­á­hrifum og hafnar yrðu við­ræður við Breta um mál­ið.

Ráð­gjafa­hópur lagði til frek­ari athugun í sjö liðumÍ skýrslu hóps­ins gerir hann sjö til­lögur til ráð­herra. Að áfram verði unnið að grein­ingu á þjóð­hags­legri hag­kvæmni verk­efn­is­ins, að greindar verði sviðs­myndir orku­öfl­unar og virkj­anar­að­ar, að Lands­neti í sam­starfi við Lands­virkj­un, og ef til vill fleiri, verði veitt heim­ild til að hefja við­ræður við rekstr­ar­að­ila flutn­ings­kerfis í Bret­landi og eftir atvikum bresku orku­stofn­un­ina, að ráðu­neytið leiti leiða til að afla upp­lýs­inga með það að mark­miði að kanna með hvaða hætti sala á íslenskri orku gæti fallið undir breska lög­gjöf um íviln­anir fyrir end­ur­nýj­an­lega orku, að skil­greind verði skila­leið auð­lind­arentu sem mynd­ast kunni af raf­orku­sölu um sæstreng, að metin verði áhrif eign­ar­halds á sæstrengnum með til­liti til afhend­inga­ör­yggis raf­orku innan lands, og að ráðu­neytið kanni hvaða lögum og reglu­gerðum þurfi að breyta komi til þess að ráð­ist verði í lagn­ingu sæstrengs til Evr­ópu.

Álit ráð­gjafa­hóps­ins fór til með­ferðar í atvinnu­vega­nefnd, efna­hags- og við­skipta­nefnd og umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is. Nefndir Alþingis voru sam­mála nið­ur­stöðum ráð­gjafa­hóps­ins og fólu iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra að fylgja mál­inu eft­ir.

Auglýsing

Engar form­legar samn­inga­við­ræður átt sér stað við BretaIðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra fund­aði með­ Mich­ael Fallon, orku­mála­ráð­herra Bret­lands, í mars­mán­uði síð­ast­liðn­um. Sæstrengur á milli Íslands og Bret­landseyja var sér­stak­lega ræddur á fund­in­um, en bresk stjórn­völd hafa lýst yfir áhuga sínum á verk­efn­inu til að gera hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa þar í landi.

Í svari iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra í fyr­ir­spurna­tíma Alþingis í síð­ustu viku kom fram að engar form­lega samn­inga­við­ræður hafi átt sér stað við Breta. "Enda hef ég lýst því yfir að það sé ekki rétt að fara í samn­inga­við­ræður fyrr en við vitum um hvað við erum að fara að semja," sagði Ragn­heiður Elín í ræðu­stól Alþing­is.

Þá kom fram í svari ráð­herra að ráðu­neytið og und­ir­stofn­anir þess, svo sem Orku­mála­stofnun og Orku­spár­nefnd, vinni nú að fjórum verk­efnum sem lögð voru til grund­vallar afstöðu til sæstrengs í skýrslu ráð­gjafa­hóps­ins og skil­greind eru á verk­sviði ráðu­neyt­is­ins. Þá sé þessa dag­anna verið að leggja loka­hönd á útboðs­lýs­ingar í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu svo hægt verði að bjóða út aðra þætti sem nefndir voru í skýrsl­unni.

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hefur lýst því yfir að lagn­ing sæstrengs gæti verið eitt stærsta við­skipta­tæki­færi sem Íslend­ingar stæðu frammi fyr­ir. Fram hefur komið að rann­sóknir á lagn­ingu sæstrengs frá Íslandi til Evr­ópu taki tvö til þrjú ár, og lagn­ing hans geti tekið fjögur ári til við­bót­ar. Þá hef­ur ­kostn­aður við lagn­ingu sæstrengs verið met­inn á um 300 millj­arða króna.

 

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None