Hagspá ASÍ: Meiri hagvöxtur drifinn áfram af vaxandi einkaneyslu

PA212292-1.jpg
Auglýsing

Horfur í íslensku efna­hags­lífi eru bjart­ari en um langt ára­bil, sam­kvæmt nýrri spá hag­deildar Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). Þar segir að framundan sé ágætur vöxtur lands­fram­leiðslu, en spáin gerir ráð fyrir að hag­vöxtur hér á landi verði 3,1 til 3,5 pró­sent fram til árs­ins 2016. Hag­vöxtur verði 3,1 pró­sent á þessu ári, 3,3 pró­sent á næsta ári og 3,5 pró­sent árið 2016.

Skulda­nið­ur­fell­ingar og skatt­kerf­is­breyt­ingar kynda undir einka­neysluSam­kvæmt spánni verður vöxtur einka­neyslu á bil­inu 3,4 til 4,3 pró­sent og vex í takt við batn­andi stöðu heim­il­anna, en gert er ráð fyrir að kaup­máttur launa vaxi, skuldir lækki og vænt­ingar almenn­ings verði góð­ar. Sam­hliða þessu muni skulda­nið­ur­fell­ingar stjórn­valda og skatt­kerf­is­breyt­ing­ar, ýta undir tölu­verðan vöxt einka­neysl­unnar á tíma­bil­inu, eða 3,7 pró­sent á ári að jafn­aði.

Í hag­spá ASÍ segir orð­rétt. "Þannig eru for­sendur fyrir frek­ari aukn­ingu einka­neysl­unnar á næstu miss­erum þar sem fyrr­nefndir þætt­ir, auk skulda­lækk­un­ar­að­gerða stjórn­valda, frek­ari heim­ilda til úttektar á sér­eign­ar­sparn­aði á þessu ári og afnáms vöru­gjalda, verða meg­in­drif­kraftar auk­innar neyslu. Þrátt fyrir ágætan vöxt und­an­farið er einka­neyslan engu að síður mun minni en á

ár­unum 2007–2008 og á fyrri hluta þess árs var einka­neysla svipuð og á fyrri helm­ingi árs­ins 2005. Þannig er lík­legt að heim­ilin nýti bætt­fjár­hags­legt svig­rúm til að auka neyslu á var­an­legri neyslu­vörum á kom­andi árum en þá þróun má greina nú þegar í veltu­tölum smá­söl­unn­ar."

Hag­deild ASÍ spáir því að einka­neysla auk­ist um 4,3 pró­sent á þrssu ári og búast megi við svip­aðri aukn­ingu út spá­tím­ann eða 3,5 pró­sent á næsta ári og 3,4 pró­sent árið 2016.

Auglýsing

Þá gerir spáin ráð fyrir að fjár­fest­ingar muni taka við sér og aukast á tíma­bil­inu um 14,8 til 17,2 pró­sent, en gert er ráð fyrir að ráð­ist verði í bygg­ingu þriggja nýrra kís­il­verk­smiðja og íbúð­ar­fjár­fest­ing auk­ist um rúm 20 pró­sent á ári. Gangi spáin eftir fer hlut­fall fjár­fest­inga af lands­fram­leiðslu yfir 20 pró­sent á árinu 2016 og atvinnu­leysi minnka.

Vax­andi verð­bólga áhyggju­efniASÍ hefur þó áhyggjur af því að verð­bólga fari vax­andi og spáir því að hún verði yfir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands næstu tvö árin og því megi búast við því að Seðla­bank­inn bregð­ist við með því að hækka vexti. Þá segir í spánni að þrátt fyrir að dragi úr atvinnu­leysi og atvinnu­þát­taka aukist, virð­ist meira atvinnu­leysi en þekkt­ist fyrir hrun vera að festa sig í sessi hér á landi. Spá ASÍ gerir ráð fyrir 3,7 pró­senta atvinnu­leysi á þessu ári, og 3,5 pró­senta atvinnu­leysi á ári að jafn­aði út spá­tím­ann.

Þrátt fyrir batn­andi stöðu eru ýmsir und­ir­liggj­andi veik­leikar í íslenska hag­kerf­inu, sem brýnt er að taka á að mati ASÍ. Gjald­eyr­is­höftin séu enn til staðar og ekki miklar líkur á að þau hverfi í bráð. Ekk­ert bóli á til­lögum rík­is­stjórn­ar­innar um geng­is- og pen­inga­mála­stefnu sem áttu að liggja fyrir í byrjun sum­ars. "Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu skað­legt það er að ekki liggi fyrir stefna í þessum lyk­il­þáttum efna­hags­lífs­ins sex árum eftir hrun. Þá er útlit fyrir að hag­vöxtur verði nú bor­inn uppi af vexti þjóð­ar­út­gjalda í stað þess að útflutn­ingur dragi vagn­inn," eins og stendur orð­rétt í hag­spá ASÍ.

Versn­andi vöru­skipta­jöfn­uður við útlöndSpáin gerir því ráð fyrir að jöfn­uður á við­skiptum við útlönd versni á kom­andi árum. Þrátt fyrir að rík­is­sjóður verði rek­inn með afgangi sé ekki sjá­an­legt að rík­is­fjár­málin muni styðja við það sem hljóti að vera eitt helsta markið efna­hags­stjórn­ar­inn­ar, að við­halda stöð­ug­leika. "Þvert á móti virð­ast stjórn­völd ætla að gera sömu hag­stjórn­ar­mis­tök og gerð voru á árunum fyrir hrun þegar rík­is­fjár­málin unnu bein­línis gegn við­leitni Seðla­bank­ans til að koma á stöð­ug­leika. Þá má gera ráð fyrir að sú hrina launa­leið­rétt­inga, sem hófst í upp­hafi árs, muni halda áfram þannig að taktur launa­breyt­inga verði svip­aður næstu árin og á yfir­stand­andi ári."

 

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None