Halldór Harðarson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Arion banka. Halldór hefur síðastliðin tvö ár starfað sem framkvæmdastjóri markaðssviðs N1. Hann starfaði áður m.a. sem forstöðumaður markaðsdeildar Símans 2010-2013, framkvæmdastjóri markaðs- og framleiðsludeildar Latabæjar 2008-2009 og forstöðumaður markaðsdeildar Icelandair 2005-2008. Halldór er með B.Sc. gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands.
Halldór mun hefja störf hjá Arion banka nú í febrúar, að því er segir í tilkynningu.
Halldór tekur við starfinu af Elísabetu Grétarsdóttur, en hún réð sig á dögunum til EA Games í Svíþjóð, og verður markaðsstjóri tölvuleiksins Battlefield.
Auglýsing