Hallgrímur Helgason, rithöfundur, segir á Twitter aðgangi sínum að Facebook síðu sinni hafi nú verið lokað, vegna myndar sem hann birti þar, af berbrjósta stúlkum sem eru nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð, í tengslum við #FreeTheNipple daginn fyrr í vikunni.
Við myndina segir hann: „Grunar að þessar myndir fari í Íslandssöguna. Kannski verður helstið um okkar tíma bara hrunið 2008 og brjóstabyltingin 2015.“
Jæja, Facebook-síðunni minni hefur þá verið lokað, út af þessu sem ég póstaði í gærkv. Silly me. pic.twitter.com/hYljxG8i3x— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) March 28, 2015
Auglýsing
Svo virðist sem Facebook síðunni hafi verið lokað vegna nektarinnar sem birtist í myndinni, að því er fram kemur á Twitter aðgangi Hallgríms. „Jæja, Facebook-síðunni minni hefur þá verið lokað, út af þessu sem ég póstaði í gærkv. Silly me,“ segir Hallgrímur.