Háskóli Íslands stefnir fyrrum aðjúnkt vegna niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar

Reykjavik_Haskoli_Islands.jpg
Auglýsing

Háskóli Íslands hefur stefnt Frið­riki Eysteins­syni, fyrrum aðjúnkt við við­skipta­fræði­deild skól­ans, fyrir hér­aðs­dóm Reykja­víkur til að fá úrskurð úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál um að Frið­rik eigi að fá afhenta skýrslu um vinnu­um­hverfi Við­skipta­fræði­deildar skól­ans hnekkt.

Úrskurð­ar­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að Frið­rik eigi að fá skýrsl­una afhenta, en hann er á meðal þeirra sem fjallað er um í henni, í jan­úar síð­ast­liðn­um. Háskóli Íslands sendi frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem kom fram að hann ætli ekki að una úrskurð­inum heldur fara með málið fyrir dóm­stóla. Rétt­ar­á­hrifum ákvörð­un­ar­innar verður frestað á með­an.

Í til­kynn­ingu sem Frið­rik hefur sent Kjarn­anum greinir hann frá því að honum hafi verið stefnt fyrir dóm­stóla í gær vegna þessa. Þar segir einnig: „Mín eina sök í mál­inu er sú að hafa óskað eftir afriti af áveð­inni skýrslu eins og ég á rétt og og hafa kært síðan kært höfnun Háskóla Íslands á afhend­ingu hennar til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál!

Auglýsing

Hin raun­veru­lega ástæða Háskóla Íslands fyrir því að berj­ast gegn því með kjafti og klóm að ég fái afrit af umræddri skýrslu krist­all­ast í eft­ir­far­andi setn­ingu í bréfi hans til úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar, „Það kæmi sér mjög illa fyrir deild­ina og háskól­ann í heild ef skýrslan yrði gerð opin­ber.““

 

Til­kynn­ing Frið­riks Eysteins­son­ar:



„Í til­efni af frétta­til­kynn­ingu for­seta Félags­vís­inda­sviðs Háskóla Íslands í gær til fjöl­miðla þess efnis að Háskóli Íslands hafi synjað mér afhend­ingu afrits af skýrslu sál­fræði­stof­unnar Lífs og sálar ehf. er varð­aði m.a. vinnu­um­hverfi Við­skipta­fræði­deildar skól­ans sem ég átti rétt á skv. 14. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012 enda hefur skýrslan að geyma upp­lýs­ingar um mig sjálf­an.

Háskóli Íslands byggði m.a. synjun sína á því, eins og sagði í orð­rétt í bréfi hans til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, "Skýrslan varðar ekki upp­lýs­ingar um A (þ.e. mig - inn­skot mitt) í skiln­ingi 14. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012." Í úrskurði nefnd­ar­innar  segir hins veg­ar, líka orð­rétt, "Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál telur engum vafa und­ir­orpið að í skýrsl­unni sé fjallað sér­stak­lega um kær­anda eins og hann heldur í raun fram og því beri að afgreiða kæru hans á grund­velli 14. gr. upp­lýs­inga­laga."

Ljóst er af ofan­greindu að Háskóli Íslands reyndi vís­vit­andi að villa um fyrir úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál!

Háskóli Íslands vildi ekki una úrskurð­inum og krafð­ist þess að úrskurð­ar­nefndin tæki málið upp að nýju. Þeirri kröfu skól­ans var hafn­að.

Háskóli Íslands hefur m.a. borið fyrir sig trún­aði í þessu máli, það er notað hann sem skálka­skjól (ég nota þetta orð vís­vit­and­i). Hið rétta varð­andi trún­að­inn er eft­ir­far­andi. Í bréfi Háskóla Íslands til úrskurð­ar­nefnd­ar­innar segir m.a.,“... að í skýrsl­unni sem send yrði verk­beið­anda (þ.e. Háskóla Íslands – inn­skot mitt) myndi nafn þeirra (þ.e. starfs­manna – inn­skot mitt) ekki koma fram og ekki yrði heldur vitnað beint í frá­sögn þeirra.

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál athug­aði skýrsl­una. Hún taldi að almennt séð væri ekki, „af þeim upp­lýs­ingum einum sem þar koma fram, þ.e. án þess að við­bót­ar­upp­lýs­ingar kæmu til, unnt að bera kennsl á eða rekja ein­stök efn­is­at­riði til til­tek­inna nafn­greindra ein­stak­linga, jafn­vel þótt ein­hverjir stað­kunn­ugir kynnu að geta getið sér til um slík tengsl. Á stöku stað væru þó slíkar upp­lýs­ing­ar, þ.e. per­sónu­upp­lýs­ing­ar, en þær væru hvorki við­kvæmar né að öðru leyti þess eðlis að telja mætti hags­muni við­kom­andi (þ.e. Háskóla Íslands – inn­skot mitt) af því að upp­lýs­ing­unum væri haldið leynd­um, vega þyngra en en hags­munir kær­anda (þ.e. mín – inn­skot mitt) af því að fá aðgang að þeim.“

Að lokum sagði nefnd­in, „Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál þykir rétt að taka fram að lof­orð stjórn­valds um trúnað um gögn í vörslu þess gengur ekki framar þeim ákvæðum upp­lýs­inga­laga sem leiða til þess að aðgangur skuli heim­il­að­ur, þ.e.a.s. að lof­orð stjórn­valda eru mark­laus fari þau í bága við ákvæði upp­lýs­inga­laga um upp­lýs­inga­skyldur þeirra.“

Svo mörg voru ofan­greind orð og segja í raun allt sem segja þarf um rök Háskóla Íslands um trúnað eða rétt­ara sagt skort hans á þeim!

Það er deg­inum ljós­ara að Háskóli Íslands reyndi að afvega­leiða úrskurð­ar­nefnd­ina varð­andi trúnað í bréfi sínu til hennar og nú fjöl­miðla og les­endur þeirra, áhorf­endur eða hlutstendur með álíka vill­andi frétta­til­kynn­ingu!

En að lokum varð­andi hinn meinta trún­að.

Í frétta­til­kynn­ingu Háskól­ans seg­ir, „Starfs­menn verða að geta tjáð sig opin­skátt um það sem þeir telja að betur megi fara á vinnu­staðnum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hver fái aðgang að upp­lýs­ing­un­um  eða hvernig þær verði not­að­ar. Af hálfu Lífs og sálar ehf. var lögð áhersla á að um skýrsl­una ríkti trún­aður enda voru við­töl við starfs­menn tekin í trún­aði. Var skýrslan því sér­stak­lega merkt sem trún­að­ar­mál og fengu þeir starfs­menn sem rætt var við ekki aðgang að henni heldur aðeins yfir­stjórn­end­ur.“

Og þarna stendur hníf­ur­inn aftur í kúnni í rök­semda­færslu Háskóla Íslands. Trún­að­ur­inn við starfs­menn átti nefni­lega að bein­ast að því að yfir­stjórn­endur gætu ekki rakið það sem kom fram í við­tölum við starfs­menn Við­skipta­fræði­deild­ar­innar til þeirra (sbr. nafn þeirra myndi ekki koma fram og ekki yrði heldur vitnað beint í frá­sögn þeirra). Með sömu rökum og notuð voru fyrir því að hafna því að ég fengi aðgang að skýrsl­unni hefði því átt að hafna því að yfir­stjórn­endur fengju hann!

Að síð­ustu og til hreinnar skemmt­un­ar.

Félags­vís­inda­svið telur „mik­il­vægt að fá end­an­lega úr því skorið hvort afhenda þurfi slík gögn (um­rædda skýrslu í þessu til­felli).“ Það hefur því ákveðið að bera málið undir dóm­stóla og óskað flýti­með­ferð­ar. Henni var hafn­að.

Mér var hins vegar stefnt í gær.

Í stefn­unni segir m.a." 

"Ás­gerður Ragn­ars­dóttir hdl. Lex, Borg­ar­túni 26, 105 Reykja­vík

GJÖRIR KUNN­UGT: Að hún þurfi fyrir hönd Háskóla Íslands, kt. 600169-2039, Suð­ur­götu, 101 Reykja­vík, að höfða mál fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur á hendur Frið­rik Eysteins­syni, kt. 120159-3999, Hamra­hlíð 23, 105 Reykja­vík, til ógild­ingar á úrskurði úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál frá 21. jan­úar 2015.

DÓM­KRÖF­UR: Stefn­andi krefst þess að felldur verði úr gildi úrskurður úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál nr. 566/2015 í máli ÚNU 13120003 frá 21. jan­úar 2015 þar sem stefn­anda var gert að verða við beiðni stefnda um aðgang að skýrslu, dags. 20. nóv­em­ber 2013, sem unnin var af Lífi og sál, sál­fræði­stofu ehf. fyrir Félags­vís­inda­svið Háskóla Íslands.

Stefn­andi krefst jafn­framt máls­kostn­aðar að skað­lausu úr hendi stefnda.

...

FYR­IR­KALL: Fyrir því stefn­ist hér með Frið­riki Eysteins­syni, kt. 120159-3999, Hamra­hlíð 23, 105 Reykja­vík, til að mæta á dóm­þingi Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, sem háð verður í dóm­sal nr. 102 í dóm­hús­inu við Lækj­ar­torg, þann 14. apríl 2015 kl. 10:00, til þess þar og þá að sjá skjöl og skil­ríki í rétt lögð, á dóm­kröfur og sókn sakar að hlýða og til að leggja fram gögn af sinni hálfu, en úti­vist­ar­dómur kanna að falla í mál­inu, sæki stefndi ekki þing."

Mín eina sök í mál­inu er sú að hafa óskað eftir afriti af áveð­inni skýrslu eins og ég á rétt og og hafa kært síðan kært höfnun Háskóla Íslands á afhend­ingu hennar til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál!

Hin raun­veru­lega ástæða Háskóla Íslands fyrir því að berj­ast gegn því með kjafti og klóm að ég fái afrit af umræddri skýrslu krist­all­ast í eft­ir­far­andi setn­ingu í bréfi hans til úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar, „Það kæmi sér mjög illa fyrir deild­ina og háskól­ann í heild ef skýrslan yrði gerð opin­ber.““

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None