Listi yfir tíu mest spiluðu lögin hjá íslenskum notendum Spotify þessa dagana inniheldur aðeins einn íslenskan tónlistarmann og jólahátíðin setur verulega mark sitt á tónlistarvalið, það leynir sér ekki. Það er Helgi Björnsson, hinn eini sanni, sem kemst á listann með jólalagið vinsæla Ef ég nenni. Það er í fjórða sæti listans, en næstur á eftir Helga af íslenskum tónlistarmönnum kemur Laddi með lagið Snjókorn falla, en það er í ellefta sæti.
Vinsælasta lagið hjá íslenskum notendum samkvæmt lista Spotify er lagið Take me to Church með írska tónlistarmanninum Hozier, Stay With Me með Sam Smith er í öðru sæti og All I Want for Christmas með Marihu Carey í þriðja sæti. Í fimmta sæti, á eftir Helga Björns er Its Beginning To Look A lot Like Christmas með Michael Bublé, Im Not the Only One með Sam Smith í því sjötta, Uptown Funk með Mark Ronson í því sjöunda, I Am an Albratoz með Aron Chupa í átunda, Chandelier með Siu í því níunda, 7/11 með Beyoncé í því tíunda. Laddi kemur svo á eftir henni með Snjókorn falla, ein sog áður segir.
https://www.youtube.com/watch?v=K5r68gNkqMQ