Heppilegasta leið Borgarlínu frá Hamraborg í Smáralind liggi um íþróttasvæði Breiðabliks

Samkvæmt minnisblaði frá verkefnastofu Borgarlínu er heppilegra að Borgarlína fari um Hafnarfjarðarveg og Fífuhvammsveg en að leið hennar komi til með liggja um Digranesveg og Dalveg.

Á þessari mynd sjást valkostirnir tveir sem hafa verið rýndir að beiðni Kópavogsbæjar.
Á þessari mynd sjást valkostirnir tveir sem hafa verið rýndir að beiðni Kópavogsbæjar.
Auglýsing

Verk­efna­stofa Borg­ar­línu rýndi í haust í kosti og galla tveggja mis­mun­andi leiða sem varða legu Borg­ar­línu á milli Hamra­borgar og Smára­lind­ar. Ein­dregin nið­ur­staða þeirrar vinnu var sú að betra sé að borg­ar­línu­leiðin á þessu svæði í Kópa­vogi komi til með að liggja um Hafn­ar­fjarð­ar­veg og Fífu­hvamms­veg í stað þess að liggja um Digra­nes­veg og Dal­veg.

Þetta kemur fram í minn­is­blaði verk­efna­stofu Borg­ar­línu um fram­kvæmd­ina, sem lagt var fram á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Kópa­vogs­bæjar í síð­ustu viku, en það var unnið að beiðni umhverf­is­sviðs Kópa­vogs­bæj­ar.

Í minn­is­blað­inu segir að allt frá því að byrjað var að greina mögu­lega legu Borg­ar­línu í Kópa­vogi hafi þessir tveir val­kostir helst þótt koma til greina. Hafn­ar­fjarð­ar­vegur og Fífu­hvamms­vegur þóttu einnig fýsi­legri kostu í fyrri sam­an­burði, sem Strætó hafði látið vinna.

Umræddur kafli er hluti af annarri lotu Borg­ar­línu, en frum­drög að þeirri lotu eru á fyrstu stigum hönn­un­ar­vinnu, sam­kvæmt því sem fram kemur í minn­is­blað­inu.

Meira pláss fyrir sér­rými og stór skipti­stöð við Fíf­una

Helstu kostir þess að láta Borg­ar­línu aka um Hafn­ar­fjarð­ar­veg og Fífu­hvamms­veg eru sagðir þeir að það samnýti borg­ar­línu­fram­kvæd­mir á Hafn­ar­fjarð­ar­vegi, samnýti fram­kvæmdir við stofn­stíg á hjól­reiða á Fífu­hvamms­vegi, rými í götu­snið­inu sé gott fyrir sér­rými Borg­ar­línu, hjóla­stíga og gang­stéttar og að hægt yrði að tryggja sér­rýmið alla leið, sem myndi skila sér í styttri ferða­tíma á milli Hamra­borg og Smára­linda.

Þá er bein teng­ing við Fíf­una sögð kost­ur, en þar meg­in­mið­stöð íþrótta­fé­lags­ins Breiða­bliks stað­sett og oft blásið til mann­margra við­burða. Einnig segir að þessi val­kostur tengi Garðabæ og Hafn­ar­fjörð betur við Smára­lind, með skipti­stöð í Fíf­unni.

Borgarlínustöð í Fífunni er sögð æskileg vegna nálægðar við íþróttamannvirki Breiðabliks, þar sem fjölmennir viðburðir fara oft fram. Mynd: Markaðsstofa Kópavogs

Það er einnig talið þessum val­kosti til tekna að hægt yrði að setja upp svo­kallað „commuter“- bíla­stæði við Fíf­una, eða bíla­stæði þar sem hægt væri að skilja bíl­inn eftir og hag­nýta sér svo almenn­ings­sam­göngur í fram­hald­inu.

Betri teng­ing við MK ef farið væri um Digra­nes­veg

Það eru þannig taldir upp fjöl­margir kostir við að fara Hafn­ar­fjarð­ar­veg­inn og Fífu­hvamms­veg­inn í stað Digra­nes­vegar og Dal­veg­ar, en einnig eru gallar dregnir fram. Bæði eru fram­kvæmdir sagðar flóknar við Hamra­borg og í botni Kópa­vogs­dals, auk þess sem göngu­leið frá borg­ar­línu­stöð að Mennta­skól­anum í Kópa­vogi (MK) yrði lengri ef þessi leið yrði fyrir val­inu.

Auglýsing

Verk­efna­stofan seg­ist þó telja að sá galli sé „hverf­andi“ þar sem göngu­leiðin frá Hamra­borg að MK sé um 600 metrar og að áform séu uppi um að bæta umhverfi bæði gang­andi og hjólandi til aust­urs frá Hamra­borg. Aukið aðgengi örflæði­tækja eins og raf­hlaupa­hjóla muni hjálpa við að stytta þá leið fyrir stóran hóp.

„Teng­ing milli Hamra­borgar og Fíf­unnar verður áskorun en undan henni verður ekki kom­ist þar sem hún er hluti af leið Borg­ar­línu suður til Hafn­ar­fjarð­ar. Það verk­efni er hægt að leysa og mun það verða megin við­fangs­efni í frum­draga­vinnu fyrir lotu 2,“ segir einnig í nið­ur­stöðukafla minn­is­blaðs­ins frá verk­efna­stof­unni.

Þröngt um Digra­nes­veg­inn

Sem áður segir er það dregið fram sem kostur þegar horft er á þann val­kost að leggja Borg­ar­línu eftir Digra­nes­vegi og Dal­vegi að vagnar gætu þá stoppað við MK, en einnig er það sagt kostur að sú lega myndi mynda skýran ás eftir öllum Digra­nes­hálsi, á Borg­ar­holts­braut og Digra­nes­vegi sem skil­greindar séu sem bæj­ar­götur í til­lögu að aðal­skipu­lagi Kópa­vogs.

Gall­arnir eru þó þeir að á þessum slóðum eru þrengsli í götu­sniði og að sé nægt rými fyrir fullt sér­rými, hjóla­stíga og gang­stétt­ar. Þá væru fram­kvæmdir á Dal­vegi fyr­ir­sjá­an­lega flókn­ar, auk þess sem erf­iðar beygjur séu á þess­ari leið sem kalli á skerð­ingu á lóð­um. Einnig myndi ferða­tími far­þega Borg­ar­línu á milli Smára­lindar og Hamra­borgar líða fyrir það að fara Dal­veg og Digra­nes­veg í stað þess að halda niður í Fífu og þaðan upp í Hamra­borg.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent