Hilmar Björnsson ráðinn íþróttastjóri hjá RÚV - Einar Örn hættir í sátt

15811520029_71ddca3522_c.jpg
Auglýsing

Hilmar Björns­son, fyrr­ver­andi sjón­varps­stjóri Sýnar og dag­skrár­stjóri Skjás eins, hefur verið ráð­inn íþrótta­stjóri RÚV. Hilmar tekur við stöð­unni af Ein­ari Erni Jóns­syni, íþrótta­f­rétta­manni, sem hefur gegnt henni síðan í sept­em­ber eða síðan Kristín H. Hálf­dán­ar­dóttir lét af störfum hjá RÚV. Hilmar var ráð­inn án aug­lýs­ing­ar.

Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri Sjón­varps­ins, til­kynnti starfs­mönnum um ráðn­ing­una á dög­unum í tölvu­pósti, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Einar Örn aftur af fullum krafti í íþrótt­irnarÞar seg­ir: „Eins og ein­hver ykkar hafa nú þegar kom­ist á snoðir um þá standa fyrir dyrum breyt­ingar hjá íþrótta­deild. Nú í ágúst tekur Hilmar Björns­son við af Ein­ari Erni Jóns­syni sem íþrótta­stjóri. Þá mun Einar Örn á ný ná að ein­beita sér af fullum krafti að íþrótta­f­réttum og íþrótta­tengdri dag­skrár­gerð í öllum miðlum okkar - sem eru frá­bærar frétt­ir.“

Hilmar ætti að vera flestum hnútum kunn­ugur á RÚV, en hann hefur komið að nokkrum stórum verk­efnum hjá félag­inu að und­an­förnu. Nægir þar að nefna HM karla 2014 í fót­bolta, HM karla 2015 í hand­bolta, þátta­röð­ina Hand­boltalið Íslands og HM kvenna 2015 í fót­bolta. Hann vinnur nú að þátta­röð um karla­lands­lið Íslands í körfu­bolta, sem tekin verður til sýn­inga innan tíð­ar.

Auglýsing

Stígur sáttur til hliðar„Hilmar er mik­ill reynslu­bolti. Var áður sjón­varps­stjóri Sýn­ar, dag­skrár­stjóri Skjás eins og á að baki langan feril sem pródúsent og dag­skrár­gerð­ar­maður - auk þess að hafa verið þokka­leg­asti fót­bolta­maður fyrir merki­lega löngu síð­an. Hér er því á ferð frá­bær liðs­styrkur sem við bjóðum vel­kom­inn í hóp­inn,“ skrifar Skarp­héð­inn Guð­munds­son í áður­nefndum tölvu­pósti til starfs­manna.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Einar Örn Jóns­son að hann láti sáttur af störfum sem íþrótta­stjóri RÚV. Staðan hafi lent í fang­inu á honum eftir að fyrri íþrótta­stjóri hætti störf­um, og hann hafi ekki sóst eftir að gegna henni til fram­búð­ar. Hann hafi viljað losna úr starf­inu og bent RÚV á Hilmar sem heppi­legan arf­taka. „Ég hef lít­inn metnað fyrir því að stýra, mitt fag og minn metn­aður er frétta- og dag­skrár­gerð,“ segir Einar Örn í sam­tali við Kjarn­ann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None