Hilmar Björnsson ráðinn íþróttastjóri hjá RÚV - Einar Örn hættir í sátt

15811520029_71ddca3522_c.jpg
Auglýsing

Hilmar Björns­son, fyrr­ver­andi sjón­varps­stjóri Sýnar og dag­skrár­stjóri Skjás eins, hefur verið ráð­inn íþrótta­stjóri RÚV. Hilmar tekur við stöð­unni af Ein­ari Erni Jóns­syni, íþrótta­f­rétta­manni, sem hefur gegnt henni síðan í sept­em­ber eða síðan Kristín H. Hálf­dán­ar­dóttir lét af störfum hjá RÚV. Hilmar var ráð­inn án aug­lýs­ing­ar.

Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri Sjón­varps­ins, til­kynnti starfs­mönnum um ráðn­ing­una á dög­unum í tölvu­pósti, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Einar Örn aftur af fullum krafti í íþrótt­irnarÞar seg­ir: „Eins og ein­hver ykkar hafa nú þegar kom­ist á snoðir um þá standa fyrir dyrum breyt­ingar hjá íþrótta­deild. Nú í ágúst tekur Hilmar Björns­son við af Ein­ari Erni Jóns­syni sem íþrótta­stjóri. Þá mun Einar Örn á ný ná að ein­beita sér af fullum krafti að íþrótta­f­réttum og íþrótta­tengdri dag­skrár­gerð í öllum miðlum okkar - sem eru frá­bærar frétt­ir.“

Hilmar ætti að vera flestum hnútum kunn­ugur á RÚV, en hann hefur komið að nokkrum stórum verk­efnum hjá félag­inu að und­an­förnu. Nægir þar að nefna HM karla 2014 í fót­bolta, HM karla 2015 í hand­bolta, þátta­röð­ina Hand­boltalið Íslands og HM kvenna 2015 í fót­bolta. Hann vinnur nú að þátta­röð um karla­lands­lið Íslands í körfu­bolta, sem tekin verður til sýn­inga innan tíð­ar.

Auglýsing

Stígur sáttur til hliðar„Hilmar er mik­ill reynslu­bolti. Var áður sjón­varps­stjóri Sýn­ar, dag­skrár­stjóri Skjás eins og á að baki langan feril sem pródúsent og dag­skrár­gerð­ar­maður - auk þess að hafa verið þokka­leg­asti fót­bolta­maður fyrir merki­lega löngu síð­an. Hér er því á ferð frá­bær liðs­styrkur sem við bjóðum vel­kom­inn í hóp­inn,“ skrifar Skarp­héð­inn Guð­munds­son í áður­nefndum tölvu­pósti til starfs­manna.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Einar Örn Jóns­son að hann láti sáttur af störfum sem íþrótta­stjóri RÚV. Staðan hafi lent í fang­inu á honum eftir að fyrri íþrótta­stjóri hætti störf­um, og hann hafi ekki sóst eftir að gegna henni til fram­búð­ar. Hann hafi viljað losna úr starf­inu og bent RÚV á Hilmar sem heppi­legan arf­taka. „Ég hef lít­inn metnað fyrir því að stýra, mitt fag og minn metn­aður er frétta- og dag­skrár­gerð,“ segir Einar Örn í sam­tali við Kjarn­ann.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None