Hilmar Björnsson ráðinn íþróttastjóri hjá RÚV - Einar Örn hættir í sátt

15811520029_71ddca3522_c.jpg
Auglýsing

Hilmar Björns­son, fyrr­ver­andi sjón­varps­stjóri Sýnar og dag­skrár­stjóri Skjás eins, hefur verið ráð­inn íþrótta­stjóri RÚV. Hilmar tekur við stöð­unni af Ein­ari Erni Jóns­syni, íþrótta­f­rétta­manni, sem hefur gegnt henni síðan í sept­em­ber eða síðan Kristín H. Hálf­dán­ar­dóttir lét af störfum hjá RÚV. Hilmar var ráð­inn án aug­lýs­ing­ar.

Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri Sjón­varps­ins, til­kynnti starfs­mönnum um ráðn­ing­una á dög­unum í tölvu­pósti, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Einar Örn aftur af fullum krafti í íþrótt­irnarÞar seg­ir: „Eins og ein­hver ykkar hafa nú þegar kom­ist á snoðir um þá standa fyrir dyrum breyt­ingar hjá íþrótta­deild. Nú í ágúst tekur Hilmar Björns­son við af Ein­ari Erni Jóns­syni sem íþrótta­stjóri. Þá mun Einar Örn á ný ná að ein­beita sér af fullum krafti að íþrótta­f­réttum og íþrótta­tengdri dag­skrár­gerð í öllum miðlum okkar - sem eru frá­bærar frétt­ir.“

Hilmar ætti að vera flestum hnútum kunn­ugur á RÚV, en hann hefur komið að nokkrum stórum verk­efnum hjá félag­inu að und­an­förnu. Nægir þar að nefna HM karla 2014 í fót­bolta, HM karla 2015 í hand­bolta, þátta­röð­ina Hand­boltalið Íslands og HM kvenna 2015 í fót­bolta. Hann vinnur nú að þátta­röð um karla­lands­lið Íslands í körfu­bolta, sem tekin verður til sýn­inga innan tíð­ar.

Auglýsing

Stígur sáttur til hliðar„Hilmar er mik­ill reynslu­bolti. Var áður sjón­varps­stjóri Sýn­ar, dag­skrár­stjóri Skjás eins og á að baki langan feril sem pródúsent og dag­skrár­gerð­ar­maður - auk þess að hafa verið þokka­leg­asti fót­bolta­maður fyrir merki­lega löngu síð­an. Hér er því á ferð frá­bær liðs­styrkur sem við bjóðum vel­kom­inn í hóp­inn,“ skrifar Skarp­héð­inn Guð­munds­son í áður­nefndum tölvu­pósti til starfs­manna.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Einar Örn Jóns­son að hann láti sáttur af störfum sem íþrótta­stjóri RÚV. Staðan hafi lent í fang­inu á honum eftir að fyrri íþrótta­stjóri hætti störf­um, og hann hafi ekki sóst eftir að gegna henni til fram­búð­ar. Hann hafi viljað losna úr starf­inu og bent RÚV á Hilmar sem heppi­legan arf­taka. „Ég hef lít­inn metnað fyrir því að stýra, mitt fag og minn metn­aður er frétta- og dag­skrár­gerð,“ segir Einar Örn í sam­tali við Kjarn­ann.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None