Hlín: Fjárhagserfiðleikar ástæða fjárkúgunar - kröfðust átta milljóna króna af Sigmundi Davíð

hlin.jpg
Auglýsing

Hlín Ein­ars­dótt­ir, sem hefur játað að hafa reynt að kúga fé út úr for­sæt­is­ráð­herra, skrif­aði fjár­kúg­un­ar­bréfið á tölvu, stíl­aði það á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son sjálfan og systir hennar prent­aði það út á skrif­stofu Morg­un­blaðs­ins, þar sem hún starf­aði. Hlín segir systur sína hafa tekið fullan þátt í fjár­kúg­un­inni og að ástæðan fyrir henni hafi verið fjár­hags­vand­ræði þeirra systra. Þetta kemur fram í við­tali við Hlín í DV í dag. Þar kemur einnig fram að þegar syst­urnar voru hand­teknar hafi þær ætlað að sækja tösku sem inni­hélt átta millj­ónir króna í reiðu­fé. Hlín segir í við­tal­inu að hún hafi glímt við miklar geð­rask­anir á þessum tíma og að hún hafi verið lögð inn á geð­deild í kjöl­far atburð­anna.

Þar vill hún ekki greina frá inni­haldi fjár­kúg­un­ar­bréfs­ins og segir að sú ákvörðun hafi verið tekin í sam­ráði við lög­fræð­ing sinn. Hlín segir þó að fyrstu fréttir af inni­hald­inu, sem frétta­vef­ur­inn Vísir birti, hafi verið bók­staf­lega fabúler­að­ar. "Frétta­flutn­ingur um að það tengd­ist yfir­töku á DV er upp­spuni frétta­manna." Aðspurð um hvort seinni tíma frétta­flutn­ingur af inni­hald­inu, að það snú­ist um að for­sæt­is­ráð­herra hafi átt að hafa beitt sér fyrir ein­hvers­konar fjár­hags­legri fyr­ir­greiðslu fyrir Björn Inga Hrafns­son, fyrrum sam­býl­is­mann Hlínar og aðal­eig­anda DV, vill hún ekki svara því fyrr en rann­sókn máls­ins lýk­ur.

Segir Malín hafa tekið fullan þátt í fjár­kúg­un­inniHlín segir systur sína, Malín Brand, hafa komið að báðum þeim málum sem henni tengj­ast og hafa verið í umræð­unnni und­an­farnar vik­ur. Hitt málið snýst um meinta nauðgun sem Hlín hafi átt að hafa orðið fyr­ir. Sá sem hefur verið kærður fyrir nauðg­un­ina, fyrrum sam­starfs­maður henn­ar, hefur kært syst­urnar fyrir fjár­kúgun en hann greiddi þeim nokkur hund­ruð þús­und krónur fyrir að kæra sig ekki. Mað­ur­inn neitar sök.

Malín hef­ur, í við­tölum og yfir­lýs­ingu sem hún sendi á fjöl­miðla, varpað sök­inni í þessum málum yfir á Hlín. Hlín segir hins vegar að systir sín hafi komið jafn mikið að báðum mál­unum og hún sjálf. "Það eru hrein ósann­indi af hennar hálfu að ég hafi ein staðið í þessu og að hún hafi ein­hvern veg­inn dreg­ist inn í þetta út af mér. Það segir sig bara sjálft þegar hún kemur með mér í Hafn­ar­fjörð að sækja tösk­una,“ en í fjár­kúg­un­ar­bréf­inu báðu þær um að pen­ing­arnir sem þær vildu að for­sæt­is­ráð­herra greiddi yrðu afhentir í Hafn­ar­firði.

Auglýsing

Hug­myndin að fjár­kúg­un­inni hafi kviknað eina kvöld­stund þegar Malín gisti hjá Hlín. "Ma­lín átti í miklum fjár­hags­erf­ið­leikum og ég líka. Þessi hug­mynd kom út frá þess­ari stöðu sem við vorum í. Malín gisti hjá mér eitt kvöldið og þessi hug­mynd kvikn­að­i."

Skrifað á tölvu og prentað út í Hádeg­is­móumHlín segir margt í frétta­flutn­ingi af bréf­inu einnig vera rangt. Það hafi ekki verið búið til úr útklipptum bók­stöfum úr gömlum frétta­blöðum heldur verið skrifað í tölvu. Bréfið hafi ekki verið stílað á eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs heldur hann sjálfan þó að nafn eig­in­konu hans hafi verið ritað á umslagið sem bréfið var sent í og það var prentað út á skrif­stofum Morg­un­blaðs­ins þar sem Malín starf­aði. Hlín segir að syst­urnar hafi skrifað bréfið í sam­ein­ingu, keyptu frí­merki og umslag og sent bréf­ið. "Systir mín tók þátt í þessu öllu og því var mér brugðið þegar hún kom fram í fjöl­miðlum og skellti skuld­inni á mig og minn sjúk­dóm". Syst­urnar hafa ekki talað saman síðan þær voru hand­teknar í hraun­inu í Hafn­ar­firði þann 29. maí.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None