Hlutabréfasjóðir á Íslandi eru dýrir

bankar_island.jpg
Auglýsing

Íslenskir hluta­bréfa­sjóðir fyrir almenn­ing eru flestir dýr­ari fyrir við­skipta­vini heldur en sam­bæri­legir verð­bréfa­sjóðir í Nor­egi. Upp­hafs­kostn­aður við að kaupa sig inn í íslensku sjóð­ina er hár í sam­an­burði, vegna hárrar þókn­unar sem sjóð­irnir rukka. Heild­ar­kostn­aður á fyrsta árinu getur verið hátt í fjögur pró­sent af fjár­fest­ing­unni.

Þetta sýnir sam­an­tekt Kjarn­ans á kostn­aði nokk­urra algengra hluta­bréfa­sjóða sem reknir eru af sjóð­stýr­ing­ar­fé­lögum Íslands­banka, Arion banka, Lands­bank­ans, MP Straumi auk sjóði Íslenskra verð­bréfa. Öll félögin bjóða almenn­ingi að fjár­festa í hluta­bréfa­sjóðum sem fjár­festa á inn­lendum hluta­bréfa­mark­aði.

Auglýsing

Kostar að kaupa

Í flestum til­vikum er tekin tveggja pró­senta þóknun við kaup á hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóð­un­um. Það þýðir að sá sem vill kaupa hlut­deild­ar­skír­teini í hluta­bréfa­sjóði fyrir 500 þús­und krónur greiðir tíu ­þús­und krónur í þókn­un. Kostn­aður við að fjár­festa í sjóði fyrir fimm millj­ónir króna er hund­rað þús­und krón­ur.Auk þess að taka tveggja pró­senta þóknun við kaup á hlut­deild­ar­skír­tein­um, þá er algengur umsýslu­kostn­aður um 1,7 pró­sent á ári. Það er þó mis­jafnt milli íslensku sjóð­anna, frá því að vera 0,5 pró­sent hjá kaup­hall­ar­sjóði Lands­bréfa, upp í 1,75 pró­sent hjá öðrum hluta­bréfa­sjóði Lands­bréfa.Heild­ar­kostn­aður þess sem fjár­festir í hlut­deild­ar­skír­teinum í  inn­lendum hluta­bréfa­sjóði getur þannig numið allt að 3,7 pró­sentum af fjár­fest­ing­unni. Það er tölu­vert hærra en í Nor­egi, þar sem algengt er að þóknun við kaup séu engin en árlegur umsýslu­kostn­aður um 1,5 til tvö pró­sent. Heild­ar­kostn­aður á fyrsta árinu er þar mun lægri en hér­lend­is.Sjóð­irnir sem hér eru til umfjöll­unar eru ætl­aðir almenn­ingi og lág­marks­fjár­fest­ing þarf sam­kvæmt reglum flestra sjóð­anna aðeins að vera nokkur þús­und krón­ur. Í töfl­unni hér að neðan má sjá kostnað við kaup og árlegan umsýslu­kostnað hjá nokkrum inn­lendum hluta­bréfa­sjóðum auk sam­bæri­legra sjóða í Nor­egi til sam­an­burð­ar. Athugið að taflan er ekki tæm­andi.

Hluta­bréfa­sjóð­ir, íslensk hluta­bréf*
Nafn á sjóði Þóknun við kaup** Árlegur umsýslu­kostn­aður Sam­tals kostn­aður á ári 1
Íslands­sjóð­ir: Úrvals­vísi­tala - Sjóður 6 2,00% 0,80% 2,80%
Íslands­sjóð­ir: Hluta­bréfa­sjóð­ur­inn 2,00% 1,70% 3,70%
Stefn­ir: ÍS-15 2,00% 1,71% 3,71%
Lands­bréf: Úrvals­bréf 2,00% 1,65% 3,65%
Lands­bréf: Önd­veg­is­bréf 2,00% 1,75% 3,75%
Lands­bréf: LEQ 0,00% 0,50% 0,50%
Júpiter: Inn­lend hluta­bréf 1,50% 1,70% 3,20%
Íslensk Verð­bréf: Hluta­bréfa­safn ÍV 2,00% 1,50% 3,50%
GAMMA: Equity  0,9%  1,5% 2,4%
Með­al­tal  3,10%
 *ís­lenskir hluta­bréfa­sjóðir með lága lág­marks­fjár­hæð við kaup **Eða geng­is­mun­ur.
Hluta­bréfa­sjóð­ir, nokkrir sam­an­burð­ar­sjóðir í Nor­eg­i**
Nafn á sjóði Þóknun við kaup Árlegur umsýslu­kostn­aður Sam­tals kostn­aður á ári 1
Stor­ebr­and: Verdi 0,0% 2,00% 2,00%
Stor­ebr­and: Norge 0,0% 1,50% 1,50%
Nor­dea: Norge Verdi 1,1% 1,50% 2,55%
Nor­dea: Vekst 1,1% 2,00% 3,05%
DNB: Norge 0,0% 1,80% 1,80%
Með­al­tal 2,18%
**Norskir hluta­bréfa­sjóðir með lága lág­marks­fjár­hæð við kaupStarfs­menn­irnir með yfir 1.300 þús­und á mán­uðiSjóð­stýr­ing­ar­fé­lögin skila eig­endum sín­um, sem eru við­skipta­bank­arnir nema í til­viki Íslenskra verð­bréfa, miklum tekjum auk þess sem þau eru rekin með hund­ruð millj­óna hagn­aði. Þannig nam hagn­aður Lands­bréfa, sjóð­stýr­inga­fé­lags Lands­bréfa, um 190 millj­ónum í fyrra. Hagn­aður af rekstri Íslands­sjóða, félags Íslands­banka, nam um 230 millj­ónum árið 2014. Stefn­ir, félag Arion banka, skil­aði 867 millj­ónum króna í hagn­að. Hagn­aður Júpít­ers, sjóð­stýr­ing­ar­fé­lag MP Straums, var 29 millj­ónir króna.Auk hluta­bréfa­sjóða reka sjóð­irnir skulda­bréfa­sjóði og fag­fjár­festa­sjóði. Umsvif þess­ara félaga og sjóða í þeirra rekstri hafa auk­ist mikið á und­an­förnum árum, sam­hliða meira lífi á inn­lendum verð­bréfa­mark­aði eftir hrun.Greint var frá því í júlí síð­ast­liðnum að starfs­menn þess­ara rekstr­ar­fé­laga verð­bréfa­sjóða fá almennt að með­al­tali um 1.300 þús­und til 1.600 þús­und krónur í laun á mán­uði. Sam­kvæmt umfjöllun DV, sem byggði á árs­reikn­ingum félag­anna, voru hæstu launin hjá Stefni og Júípt­er. Með­al­mán­að­ar­laun starfs­manna þess­ara félaga námu lið­lega 1,6 millj­ónum króna á síð­asta ári. Launin taka ekki til­lit til mögu­legra bónusa sem starfs­menn sumra félag­anna kunna að hafa feng­ið.Með­al­laun starfs­manna Íslands­sjóða, sjóða­týr­ing­ar­fé­lags Íslands­banka, námu um 1.280 þús­und krónum á mán­uði í fyrra en með­al­fjöldi starfs­manna var 16,6. Lands­bréf, félag Lands­bank­ans, greiddi 19 starfs­mönnum að með­al­tali sömu upp­hæð. Hjá Stefni voru með­al­launin 1.570 þús­und krónur og með­al­fjöldi starfs­manna 22. Júpíter greiddi starfs­mönnum sín­um, sem voru að með­al­tali 4,5 tals­ins í fyrra, 1.610 þús­und krónur á mán­uði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None