Hlutdeild prentmiðla í auglýsingatekjum í frjálsu falli

Sigr----ur-Margr--t-Oddsdottir.jpg
Auglýsing

Hratt fjarar undir sterkri stöðu prent­miðla á íslenska aug­lýs­inga­mark­aðn­um. Árið 2010 fóru um 48 pró­sent allra aug­lýs­inga­tekna til prent­miðla. Í dag er hlut­deild þeirra af heild­ar­kök­unni 32 til 37 pró­sent. Þeir hafa því tapað á bil­inu 23 til 33 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á fjórum árum.

Staða prent­miðla á Íslandi er þó enn miklu sterk­ari en tíðkast ann­ars­staðar í heim­inum þar sem þeir hirða tæpan fjórð­ung allra aug­lýs­inga­tekna. Þetta kemur fram í sam­an­tekt sem upp­lýs­inga­þjón­ustan Já fékk helstu birt­ing­ar­hús lands­ins til að gera fyrir sig um hvernig aug­lýs­inga­tekjur skipt­ust milli aug­lýs­inga­miðla. Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, for­stjóri Já, kynnti nið­ur­stöð­una á ráð­stefn­unni Sko sem fram fór í Hörp­u­nni í lok síð­ustu viku.

Engin einn aðili hefur haldið utan um upp­lýs­ingar sem þessar á Íslandi og mjög djúpt hefur verið á því að nálg­ast upp­lýs­ingar sem þess­ar. Síð­ast var hægt að nálg­ast slíkar þegar fyr­ir­tækið Birt­ing­ar­húsið tók sig saman og gerði yfir­lit fyrir árið 2010. Á flestum vest­rænum mörk­uðum er hins vegar haldið vel utan um svona töl­fræði og sveiflur á aug­lýs­inga­mörk­uðum birtar jafn óðum.

Auglýsing

Samantektin er unnin úr upplýsingum frá nokkrum af stærstu auglýsingastofum og birtingaraðilum landsins sem deildu með Já skiptingu á auglýsingafjármagni á árunum 2013-2014. Um eigindlega rannsókn er að ræða sem gefur vísbendingu um um á hvaða bili tekjum hvers auglýsingamiðils eru. Sam­an­tektin er unnin úr upp­lýs­ingum frá nokkrum af stærstu aug­lýs­inga­stofum og birt­ing­ar­að­ilum lands­ins sem deildu með Já skipt­ingu á aug­lýs­inga­fjár­magni á árunum 2013-2014. Um eig­ind­lega rann­sókn er að ræða sem gefur vís­bend­ingu um um á hvaða bili tekjum hvers aug­lýs­inga­mið­ils eru.

Lestur dag­blaða minnkað hratt



Hluti ástæð­unnar að prent­miðlar hafa haft jafn sterka stöðu hér­lendis og raun ber vitni er til­urð frí­blaða. Frétta­blað­inu er til að mynda dreift frítt í um 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unnar og Frétta­tímin kemur frítt inn á heim­ili fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir hverja helgi. Minnk­andi hlutur prent­miðla í heild­ar­veltu aug­lýs­inga helst hins vegar í hendur við ört minnk­andi lestur þeirra.

Þannig hefur lestur Frétta­blaðs­ins hjá Íslend­ingum á aldr­inum 12-80 ára farið úr 64 pró­sentum árið 2010 í 55,3 pró­sent í dag. Frétta­tím­inn mæld­ist þegar best lét með um 42 pró­sent lestur en er nú með um 37,2 pró­sent. Morg­un­blað­ið, stærsta áskrift­ar­blað lands­ins, var lesið af um 43 pró­sent lands­manna árið 2009 en er nú með undir 30 pró­sent lest­ur. Les­endur Morg­un­blaðs­ins virð­ast líka vera í eldri kant­inum því að í ald­urs­hópnum 18-49 ára lesa ein­ungis um 21 pró­sent lands­manna Morg­un­blað­ið.

Útvarp sterkt og sjón­varp sækir á



Sam­an­tekt Já sýnir einnig fram á að íslenski aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn sker sig veru­lega úr á öðrum sviðum en ein­ungis varð­andi styrk prents. Þannig virð­ist lægra hlut­fall aug­lýs­inga­fjár fara í birt­ingu á aug­lýs­ingum í sjón­varpi hér en ann­ar­staðar í heim­in­um, þótt það fari hækk­andi. Hér­lendis eyða aug­lýsendur á bil­inu 21-39 pró­sent í sjón­varps­aug­lýs­ingar um þessar mundir á meðan að sjón­varp tók til sín um 41 pró­sent af kök­unni í heim­inum öllum árið 2013.

„Hér­lendis eyða aug­lýsendur á bil­inu 21-39 pró­sent í sjón­varps­aug­lýs­ingar um þessar mundir á meðan að sjón­varp tók til sín um 41 pró­sent af kök­unni í heim­inum öllum árið 2013.“

Íslend­ingar aug­lýsa hins vegar mun meira í útvarpi en þekk­ist ann­ars­staðar í heim­in­um. Á árunum 2013 og 2014 hafa á bil­inu 10 til 21 pró­sent aug­lýs­inga verið í útvarpi, sem er svipað hlut­fall og var árið 2010 (17 pró­sent). Ann­ars­staðar er með­al­tals­hlutur útvarps­aug­lýs­inga í heild­ar­aug­lýs­inga­tekjum um sjö pró­sent.

Meira leitar til Face­book og Google



Það hefur lengi vakið athygli að aug­lýs­inga­tekjur íslenskra net­miðla hafa sögu­lega verið mun minna hlut­fall af heild­ar­kökkunni en tíðkast hefur erlend­is. Þannig fór ein­ungis sjö pró­sent hennar í aug­lýs­ingar á net­inu árið 2010. Í sam­an­tekt Já kemur fram að aug­lýs­inga­tekjur íslenskra net­miðla hafi tvö­fald­ast á síð­ustu þremur árum og nú fara um 12 til 24 pró­sent allra aug­lýs­inga­tekna til þeirra. Það er samt sem áður mun minna en í flestum nágranna­löndum Íslands. Sig­ríður Mar­grét sagði í erindi sínu, þegar hún kynnti nið­ur­stöðu sam­an­tekt­ar­inn­ar, að það væri að hluta til við aug­lýs­inga­miðl­anna sjálfa að sakast fyrir að hafa ekki brugð­ist nægi­lega hratt við breyttum þörfum aug­lýsenda. Gera þyrfti braga­bót úr til að stór hluti aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins færi ekki til útlanda á erlenda vefi sem Íslend­ingar sækja.

Þar á Sig­ríður Mar­grét við aug­lýs­ingar á vefjum á borð við Face­book og Google sem soga til sín sífellt meira af aug­lýs­ingafé íslenskra fyr­ir­tækja. Heim­ildir Kjarn­ans herma að mörg hund­ruð millj­ónir króna, sem gert var ráð fyrir í áætl­unum flestra stærstu aug­lýs­inga­miðla lands­ins, hafi ekki skilað sér þangað und­an­farið ár vegna þess­arrar þró­un­ar.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None