Hlutdeild prentmiðla í auglýsingatekjum í frjálsu falli

Sigr----ur-Margr--t-Oddsdottir.jpg
Auglýsing

Hratt fjarar undir sterkri stöðu prent­miðla á íslenska aug­lýs­inga­mark­aðn­um. Árið 2010 fóru um 48 pró­sent allra aug­lýs­inga­tekna til prent­miðla. Í dag er hlut­deild þeirra af heild­ar­kök­unni 32 til 37 pró­sent. Þeir hafa því tapað á bil­inu 23 til 33 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á fjórum árum.

Staða prent­miðla á Íslandi er þó enn miklu sterk­ari en tíðkast ann­ars­staðar í heim­inum þar sem þeir hirða tæpan fjórð­ung allra aug­lýs­inga­tekna. Þetta kemur fram í sam­an­tekt sem upp­lýs­inga­þjón­ustan Já fékk helstu birt­ing­ar­hús lands­ins til að gera fyrir sig um hvernig aug­lýs­inga­tekjur skipt­ust milli aug­lýs­inga­miðla. Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, for­stjóri Já, kynnti nið­ur­stöð­una á ráð­stefn­unni Sko sem fram fór í Hörp­u­nni í lok síð­ustu viku.

Engin einn aðili hefur haldið utan um upp­lýs­ingar sem þessar á Íslandi og mjög djúpt hefur verið á því að nálg­ast upp­lýs­ingar sem þess­ar. Síð­ast var hægt að nálg­ast slíkar þegar fyr­ir­tækið Birt­ing­ar­húsið tók sig saman og gerði yfir­lit fyrir árið 2010. Á flestum vest­rænum mörk­uðum er hins vegar haldið vel utan um svona töl­fræði og sveiflur á aug­lýs­inga­mörk­uðum birtar jafn óðum.

Auglýsing

Samantektin er unnin úr upplýsingum frá nokkrum af stærstu auglýsingastofum og birtingaraðilum landsins sem deildu með Já skiptingu á auglýsingafjármagni á árunum 2013-2014. Um eigindlega rannsókn er að ræða sem gefur vísbendingu um um á hvaða bili tekjum hvers auglýsingamiðils eru. Sam­an­tektin er unnin úr upp­lýs­ingum frá nokkrum af stærstu aug­lýs­inga­stofum og birt­ing­ar­að­ilum lands­ins sem deildu með Já skipt­ingu á aug­lýs­inga­fjár­magni á árunum 2013-2014. Um eig­ind­lega rann­sókn er að ræða sem gefur vís­bend­ingu um um á hvaða bili tekjum hvers aug­lýs­inga­mið­ils eru.

Lestur dag­blaða minnkað hrattHluti ástæð­unnar að prent­miðlar hafa haft jafn sterka stöðu hér­lendis og raun ber vitni er til­urð frí­blaða. Frétta­blað­inu er til að mynda dreift frítt í um 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unnar og Frétta­tímin kemur frítt inn á heim­ili fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir hverja helgi. Minnk­andi hlutur prent­miðla í heild­ar­veltu aug­lýs­inga helst hins vegar í hendur við ört minnk­andi lestur þeirra.

Þannig hefur lestur Frétta­blaðs­ins hjá Íslend­ingum á aldr­inum 12-80 ára farið úr 64 pró­sentum árið 2010 í 55,3 pró­sent í dag. Frétta­tím­inn mæld­ist þegar best lét með um 42 pró­sent lestur en er nú með um 37,2 pró­sent. Morg­un­blað­ið, stærsta áskrift­ar­blað lands­ins, var lesið af um 43 pró­sent lands­manna árið 2009 en er nú með undir 30 pró­sent lest­ur. Les­endur Morg­un­blaðs­ins virð­ast líka vera í eldri kant­inum því að í ald­urs­hópnum 18-49 ára lesa ein­ungis um 21 pró­sent lands­manna Morg­un­blað­ið.

Útvarp sterkt og sjón­varp sækir áSam­an­tekt Já sýnir einnig fram á að íslenski aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn sker sig veru­lega úr á öðrum sviðum en ein­ungis varð­andi styrk prents. Þannig virð­ist lægra hlut­fall aug­lýs­inga­fjár fara í birt­ingu á aug­lýs­ingum í sjón­varpi hér en ann­ar­staðar í heim­in­um, þótt það fari hækk­andi. Hér­lendis eyða aug­lýsendur á bil­inu 21-39 pró­sent í sjón­varps­aug­lýs­ingar um þessar mundir á meðan að sjón­varp tók til sín um 41 pró­sent af kök­unni í heim­inum öllum árið 2013.

„Hér­lendis eyða aug­lýsendur á bil­inu 21-39 pró­sent í sjón­varps­aug­lýs­ingar um þessar mundir á meðan að sjón­varp tók til sín um 41 pró­sent af kök­unni í heim­inum öllum árið 2013.“

Íslend­ingar aug­lýsa hins vegar mun meira í útvarpi en þekk­ist ann­ars­staðar í heim­in­um. Á árunum 2013 og 2014 hafa á bil­inu 10 til 21 pró­sent aug­lýs­inga verið í útvarpi, sem er svipað hlut­fall og var árið 2010 (17 pró­sent). Ann­ars­staðar er með­al­tals­hlutur útvarps­aug­lýs­inga í heild­ar­aug­lýs­inga­tekjum um sjö pró­sent.

Meira leitar til Face­book og GoogleÞað hefur lengi vakið athygli að aug­lýs­inga­tekjur íslenskra net­miðla hafa sögu­lega verið mun minna hlut­fall af heild­ar­kökkunni en tíðkast hefur erlend­is. Þannig fór ein­ungis sjö pró­sent hennar í aug­lýs­ingar á net­inu árið 2010. Í sam­an­tekt Já kemur fram að aug­lýs­inga­tekjur íslenskra net­miðla hafi tvö­fald­ast á síð­ustu þremur árum og nú fara um 12 til 24 pró­sent allra aug­lýs­inga­tekna til þeirra. Það er samt sem áður mun minna en í flestum nágranna­löndum Íslands. Sig­ríður Mar­grét sagði í erindi sínu, þegar hún kynnti nið­ur­stöðu sam­an­tekt­ar­inn­ar, að það væri að hluta til við aug­lýs­inga­miðl­anna sjálfa að sakast fyrir að hafa ekki brugð­ist nægi­lega hratt við breyttum þörfum aug­lýsenda. Gera þyrfti braga­bót úr til að stór hluti aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins færi ekki til útlanda á erlenda vefi sem Íslend­ingar sækja.

Þar á Sig­ríður Mar­grét við aug­lýs­ingar á vefjum á borð við Face­book og Google sem soga til sín sífellt meira af aug­lýs­ingafé íslenskra fyr­ir­tækja. Heim­ildir Kjarn­ans herma að mörg hund­ruð millj­ónir króna, sem gert var ráð fyrir í áætl­unum flestra stærstu aug­lýs­inga­miðla lands­ins, hafi ekki skilað sér þangað und­an­farið ár vegna þess­arrar þró­un­ar.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None