Hræðast að stýra eigi Íslandsbanka og Arion banka í „réttar hendur“

islandsbanki-2.jpg
Auglýsing

„Ein­hverjar líkur kunna vera á því að tveir stórir bankar falli inn í eigna­safn Seðla­bank­ans á næstu árum. Getur verið að skipan þriggja stjóra eigi að tryggja að þeir falli í réttar hend­ur? Sporin hræða. Fyrir tíu árum var það meira að segja einn póli­tískt skip­aður seðla­banka­stjóri sem komst yfir við­skipta­banka með mönnum sem nú sitja í fang­elsi fyrir afbrot í rekstri þess banka.“ Þetta segja hag­fræð­ing­arnir Guð­rún John­sen og Þórólfur Matth­í­as­son í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum á fyr­ir­hugum breyt­ingum á lögum um Seðla­banka Íslands. Hug­myndir eru uppi um að breyta lög­unum með þeim hætti að seðla­banka­stjór­arnir verði þrír í stað eins, líkt og var fyrir hrun. Bank­arnir tveir sem um ræðir eru Íslands­banki og Arion banki, en sá mögu­leiki hefur verið nefndur að þeir renni inn í Eigna­safn Seðla­banka Íslands við upp­gjör slita­búa Glitnis og Kaup­þings.

Guð­rún og Þórólfur hafa áhyggjur af því að skipan seðla­banka­stjór­anna sam­kvæmt nýja fyr­ir­komu­lag­inu verði póli­tísk og það verði lík­ast til sitj­andi fjár­mála­ráð­herra í sam­steypu­rík­is­stjórn hverju sinni sem muni skipa í stöð­urn­ar. Áður en sama fyr­ir­komu­lag verður tekið upp aftur sé mik­il­vægt að núver­andi stjórn­völd geri upp við for­tíð­ina til þess að þeim sé treystandi til þess að breyta öðru­vísi í þetta sinn en síð­ast þegar póli­tískir seðla­banka­stjórar sátu í Seðla­bank­an­um. „Með því að hafa þrjá póli­tíska seðla­banka­stjóra er vegið að sjálf­stæði stofn­un­ar­inn­ar. Ólík­legt er að pen­inga­stefnu­nefnd þar sem þessir þrír eru í meiri­hluta grípi til aðhalds­samra aðgerða í aðdrag­anda kosn­inga sem þá hefur í för með sér að erf­ið­ara verður að halda verð­bólgu­vænt­ingum niðri með þekktum afleið- ingum gagn­vart vaxta­stigi og nafn­launa­þró­un.“

Ef til­lög­urnar verði að veru­leika sé hætta á að slag­síða verði á pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans þar sem í meiri­hluta yrðu þrír póli­tískt skip­aðir seðla­banka­stjór­ar, en í dag sitja fimm í pen­inga­stefnu­nefnd. „Litið væri á hvern og einn banka­stjór­anna sem full­trúa ráð­andi stjórn­mála­flokks. Síð­ustu árin er sjald­gæft að nefndin hafi klofnað á milli innri og ytri aðila – raun­veru­leg skoð­ana­skipti og rök­ræður eiga sér stað án þess að innri aðilar séu alls ráð­andi. Erfitt er að sjá að sterkir, fag­leg­ir, ytri nefnd­ar­menn, fengjust til að sitja í nefnd sem bæri svo sterkan póli­tískan keim.“

Auglýsing

Guð­rún og Þórólfur segja að sporin hræði þegar kemur að póli­tískri íhlutun í Seðla­banka Íslands. „Hættur úr for­tíð­inni eru ógreini­leg skil á milli ráð­andi fyr­ir­tækja og atvinnu­greina, stjórn­mála­flokka og rík­is­stjórnar og emb­ætt­is­manna. Það er afar mik­il­vægt – varðar í raun þjóðar­ör­yggi – að emb­ætt­is­manna­stéttin sé óháð stjórn­málum og efna­hags­legum hags­mun­um. Stjórn Seðla­bank­ans er þegar fjöl­skip­uð, því seðla­banka­stjóri hefur aðeins eitt atkvæði af fimm í mik­il­væg­ustu ákvörð- unum bank­ans, vaxta­á­kvörð­un­um, í pen­inga­stefnu­nefnd. Eins og sakir standa reynir helst á „ein­ræði“ seðla­banka­stjór­ans í mál­efnum um afnám hafta, sem þó þarf að bera undir fjár­mála­ráð­herra, og í mál­efnum er varða sölu eigna úr eigna­safni Seðla­bank­ans.“

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None