Hræðast að stýra eigi Íslandsbanka og Arion banka í „réttar hendur“

islandsbanki-2.jpg
Auglýsing

„Ein­hverjar líkur kunna vera á því að tveir stórir bankar falli inn í eigna­safn Seðla­bank­ans á næstu árum. Getur verið að skipan þriggja stjóra eigi að tryggja að þeir falli í réttar hend­ur? Sporin hræða. Fyrir tíu árum var það meira að segja einn póli­tískt skip­aður seðla­banka­stjóri sem komst yfir við­skipta­banka með mönnum sem nú sitja í fang­elsi fyrir afbrot í rekstri þess banka.“ Þetta segja hag­fræð­ing­arnir Guð­rún John­sen og Þórólfur Matth­í­as­son í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum á fyr­ir­hugum breyt­ingum á lögum um Seðla­banka Íslands. Hug­myndir eru uppi um að breyta lög­unum með þeim hætti að seðla­banka­stjór­arnir verði þrír í stað eins, líkt og var fyrir hrun. Bank­arnir tveir sem um ræðir eru Íslands­banki og Arion banki, en sá mögu­leiki hefur verið nefndur að þeir renni inn í Eigna­safn Seðla­banka Íslands við upp­gjör slita­búa Glitnis og Kaup­þings.

Guð­rún og Þórólfur hafa áhyggjur af því að skipan seðla­banka­stjór­anna sam­kvæmt nýja fyr­ir­komu­lag­inu verði póli­tísk og það verði lík­ast til sitj­andi fjár­mála­ráð­herra í sam­steypu­rík­is­stjórn hverju sinni sem muni skipa í stöð­urn­ar. Áður en sama fyr­ir­komu­lag verður tekið upp aftur sé mik­il­vægt að núver­andi stjórn­völd geri upp við for­tíð­ina til þess að þeim sé treystandi til þess að breyta öðru­vísi í þetta sinn en síð­ast þegar póli­tískir seðla­banka­stjórar sátu í Seðla­bank­an­um. „Með því að hafa þrjá póli­tíska seðla­banka­stjóra er vegið að sjálf­stæði stofn­un­ar­inn­ar. Ólík­legt er að pen­inga­stefnu­nefnd þar sem þessir þrír eru í meiri­hluta grípi til aðhalds­samra aðgerða í aðdrag­anda kosn­inga sem þá hefur í för með sér að erf­ið­ara verður að halda verð­bólgu­vænt­ingum niðri með þekktum afleið- ingum gagn­vart vaxta­stigi og nafn­launa­þró­un.“

Ef til­lög­urnar verði að veru­leika sé hætta á að slag­síða verði á pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans þar sem í meiri­hluta yrðu þrír póli­tískt skip­aðir seðla­banka­stjór­ar, en í dag sitja fimm í pen­inga­stefnu­nefnd. „Litið væri á hvern og einn banka­stjór­anna sem full­trúa ráð­andi stjórn­mála­flokks. Síð­ustu árin er sjald­gæft að nefndin hafi klofnað á milli innri og ytri aðila – raun­veru­leg skoð­ana­skipti og rök­ræður eiga sér stað án þess að innri aðilar séu alls ráð­andi. Erfitt er að sjá að sterkir, fag­leg­ir, ytri nefnd­ar­menn, fengjust til að sitja í nefnd sem bæri svo sterkan póli­tískan keim.“

Auglýsing

Guð­rún og Þórólfur segja að sporin hræði þegar kemur að póli­tískri íhlutun í Seðla­banka Íslands. „Hættur úr for­tíð­inni eru ógreini­leg skil á milli ráð­andi fyr­ir­tækja og atvinnu­greina, stjórn­mála­flokka og rík­is­stjórnar og emb­ætt­is­manna. Það er afar mik­il­vægt – varðar í raun þjóðar­ör­yggi – að emb­ætt­is­manna­stéttin sé óháð stjórn­málum og efna­hags­legum hags­mun­um. Stjórn Seðla­bank­ans er þegar fjöl­skip­uð, því seðla­banka­stjóri hefur aðeins eitt atkvæði af fimm í mik­il­væg­ustu ákvörð- unum bank­ans, vaxta­á­kvörð­un­um, í pen­inga­stefnu­nefnd. Eins og sakir standa reynir helst á „ein­ræði“ seðla­banka­stjór­ans í mál­efnum um afnám hafta, sem þó þarf að bera undir fjár­mála­ráð­herra, og í mál­efnum er varða sölu eigna úr eigna­safni Seðla­bank­ans.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None