Hræðast að stýra eigi Íslandsbanka og Arion banka í „réttar hendur“

islandsbanki-2.jpg
Auglýsing

„Ein­hverjar líkur kunna vera á því að tveir stórir bankar falli inn í eigna­safn Seðla­bank­ans á næstu árum. Getur verið að skipan þriggja stjóra eigi að tryggja að þeir falli í réttar hend­ur? Sporin hræða. Fyrir tíu árum var það meira að segja einn póli­tískt skip­aður seðla­banka­stjóri sem komst yfir við­skipta­banka með mönnum sem nú sitja í fang­elsi fyrir afbrot í rekstri þess banka.“ Þetta segja hag­fræð­ing­arnir Guð­rún John­sen og Þórólfur Matth­í­as­son í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum á fyr­ir­hugum breyt­ingum á lögum um Seðla­banka Íslands. Hug­myndir eru uppi um að breyta lög­unum með þeim hætti að seðla­banka­stjór­arnir verði þrír í stað eins, líkt og var fyrir hrun. Bank­arnir tveir sem um ræðir eru Íslands­banki og Arion banki, en sá mögu­leiki hefur verið nefndur að þeir renni inn í Eigna­safn Seðla­banka Íslands við upp­gjör slita­búa Glitnis og Kaup­þings.

Guð­rún og Þórólfur hafa áhyggjur af því að skipan seðla­banka­stjór­anna sam­kvæmt nýja fyr­ir­komu­lag­inu verði póli­tísk og það verði lík­ast til sitj­andi fjár­mála­ráð­herra í sam­steypu­rík­is­stjórn hverju sinni sem muni skipa í stöð­urn­ar. Áður en sama fyr­ir­komu­lag verður tekið upp aftur sé mik­il­vægt að núver­andi stjórn­völd geri upp við for­tíð­ina til þess að þeim sé treystandi til þess að breyta öðru­vísi í þetta sinn en síð­ast þegar póli­tískir seðla­banka­stjórar sátu í Seðla­bank­an­um. „Með því að hafa þrjá póli­tíska seðla­banka­stjóra er vegið að sjálf­stæði stofn­un­ar­inn­ar. Ólík­legt er að pen­inga­stefnu­nefnd þar sem þessir þrír eru í meiri­hluta grípi til aðhalds­samra aðgerða í aðdrag­anda kosn­inga sem þá hefur í för með sér að erf­ið­ara verður að halda verð­bólgu­vænt­ingum niðri með þekktum afleið- ingum gagn­vart vaxta­stigi og nafn­launa­þró­un.“

Ef til­lög­urnar verði að veru­leika sé hætta á að slag­síða verði á pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans þar sem í meiri­hluta yrðu þrír póli­tískt skip­aðir seðla­banka­stjór­ar, en í dag sitja fimm í pen­inga­stefnu­nefnd. „Litið væri á hvern og einn banka­stjór­anna sem full­trúa ráð­andi stjórn­mála­flokks. Síð­ustu árin er sjald­gæft að nefndin hafi klofnað á milli innri og ytri aðila – raun­veru­leg skoð­ana­skipti og rök­ræður eiga sér stað án þess að innri aðilar séu alls ráð­andi. Erfitt er að sjá að sterkir, fag­leg­ir, ytri nefnd­ar­menn, fengjust til að sitja í nefnd sem bæri svo sterkan póli­tískan keim.“

Auglýsing

Guð­rún og Þórólfur segja að sporin hræði þegar kemur að póli­tískri íhlutun í Seðla­banka Íslands. „Hættur úr for­tíð­inni eru ógreini­leg skil á milli ráð­andi fyr­ir­tækja og atvinnu­greina, stjórn­mála­flokka og rík­is­stjórnar og emb­ætt­is­manna. Það er afar mik­il­vægt – varðar í raun þjóðar­ör­yggi – að emb­ætt­is­manna­stéttin sé óháð stjórn­málum og efna­hags­legum hags­mun­um. Stjórn Seðla­bank­ans er þegar fjöl­skip­uð, því seðla­banka­stjóri hefur aðeins eitt atkvæði af fimm í mik­il­væg­ustu ákvörð- unum bank­ans, vaxta­á­kvörð­un­um, í pen­inga­stefnu­nefnd. Eins og sakir standa reynir helst á „ein­ræði“ seðla­banka­stjór­ans í mál­efnum um afnám hafta, sem þó þarf að bera undir fjár­mála­ráð­herra, og í mál­efnum er varða sölu eigna úr eigna­safni Seðla­bank­ans.“

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None