Hreiðar og Sigurður vilja endurupptöku Al Thani-málsins - segja dómara vanhæfan

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, og Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður bank­ans, hafa farið fram á að Al Than­i-­málið verði end­ur­upp­tek­ið. Ólafur Ólafs­son hefur einnig farið fram á það. Þetta kemur fram í Við­skipta­blað­inu í dag. Hreiðar afplánar nú fimm og hálfs árs dóm í mál­inu en Sig­urður fjög­urra ára dóm.

End­ur­upp­töku­beiðni Hreið­ars og Sig­urðar bygg­ist ann­ars vegar á því að Árni Kol­beins­son, einn dóm­enda máls­ins í Hæsta­rétti, hafi verið van­hæfur og hins vegar á því að sönn­un­ar­gögn hafi verið metin rangt. Við­skipta­blaðið hefur end­ur­upp­töku­beiðn­ina undir hönd­um.

Árni Kol­beins­son var skip­aður vara­dóm­ari í mál­inu að því er fram kemur þar. Mál­flytj­endum hafi verið til­kynnt í des­em­ber í fyrra að eig­in­kona hans, Sig­ríður Thor­laci­us, hafi setið í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fram í jan­úar 2009. Fjár­mála­eft­ir­litið var með Al Than­i-­málið til rann­sóknar á þeim tíma. Þá var óskað eftir því að mál­flytj­endur gerðu athuga­semdir við setu Árna ef þeir hefðu þær, en svo var ekki gert.

Auglýsing

Nú segja Hreiðar og Sig­urður hins vegar að eftir að dómur var geng­inn í mal­inu hafi komið fram upp­lýs­ingar um að sonur Árna hefði starfað sem for­stöðu­maður lög­fræðis­viðs slita­stjórnar Kaup­þings frá 2008 og 2013. Þetta hafi verið nýjar upp­lýs­ingar sem ekki hafi verið upp­lýst um. Hags­munir slita­stjórnar Kaup­þings af sak­fell­ingu þeirra í mál­inu hafi verið aug­ljós­ir.

„Svo virð­ist sem sonur dóm­ar­ans hafi sinnt störfum fyrir slita­stjórn Kaup­þings þegar dóm­ar­inn tók sæti í mál­inu og dæmdi það. Lík­legt er að son­ur­inn hafi tekið þátt í ákvörð­unum um að stefna Hreið­ari Má og Ólafi til greiðslu skaða­bóta en sú ákvörðun hefur verið byggð á sömu atvikum og fjallað var um í hæsta­rétt­ar­mál­inu. Hafði hann, ásamt slita­stjórn Kaup­þings, því hags­muna að gæta af nið­ur­stöðu máls­ins. Kunna þeir hags­munir að vera fjár­hags­legir og umtals­verðir í ljósi ofan­greinds um mögu­legar kaupauka­greiðslur til hans,“ segir í end­ur­upp­töku­beiðn­inni. Þetta sé til þess fallið að vekja upp rétt­mætar efa­semdir um óhlut­drægni Árna.

Taka undir Óla-rugl­ing­innÞá taka Hreiðar og Sig­urður undir það sem Ólafur Ólafs­son hefur sagt og heldur fram í sinni end­ur­upp­töku­beiðni, sem er að Hæsti­réttur hafi rugl­ast á Ólafi og Ólafi Arin­birni Sig­urðs­syni við skoðun á máls­gögn­um. Þeir segja að þessi „mi­s­tök Hæsta­rétt­ar“ hafi haft veru­leg áhrif við ákvörðun refs­ing­ar.

Björn Þor­valds­son, sem sótti Al Than­i-­málið fyrir hönd emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, hefur hins vegar sagt það mis­skiln­ing að Ólafur hafi verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli mis­skiln­ings.

Það sé alveg skýrt að í því sím­tali þar sem rætt hafi verið um „Óla“ sem Hæsti­réttur fjallar um sé verið að ræða Ólaf Ólafs­son, ekki lög­fræð­ing með sama for­nafni sem sé sér­fræð­ingur í kaup­hall­ar­við­skipt­um. „Bæði í ljósi þess sem fram kemur í sím­tal­inu og sam­heng­is­ins þá er í fyrsta lagi alveg klárt mál að það er verið að tala um Ólaf Ólafs­son í þessu sím­tali. Í öðru lagi, sem kemur í ljós fyrir öllum sem lesa dóminn, þá eru fullt af öðrum gögn­um, tölvu­póstar og fram­burðir og ann­að, sem benda til aðkomu Ólafs. Þannig að ef þessu sím­tali yrði kippt út yrði hann sak­felldur eftir sem áður,“ sagði Björn í sam­tali við Kjarn­ann í vor.

Þrír þegar vikið úr end­ur­upp­töku­nefndTveir aðal­menn og einn vara­maður í end­ur­upp­töku­nefnd hafa þegar vikið sæti vegna van­hæfis í mál­inu eftir að Ólafur lagði inn sína end­ur­upp­töku­beiðni í maí. Á meðal þeirra sem vikið hafa sæti er Björn L. Bergs­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar. Auk hans hafa vikið Þór­dís Inga­dóttir og Sig­urður Tómas Magn­ús­son, vara­maður Þór­dísar í nefnd­inni. Lög­maður Ólafs hefur einnig farið fram á að Krist­björg Steph­en­sen, borg­ar­lög­maður og vara­maður Björns í nefnd­inni, víki sæti.

Í Við­skipta­blað­inu í dag kemur fram að Krist­björg muni ekki víkja sæti, sam­kvæmt nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar sem tók málið fyr­ir. Því sé komið á hreint að Krist­björg muni eiga sæti í nefnd­inni ásamt Elínu Blön­dal, lög­fræð­ingi hjá Háskóla Íslands, og Berg­lindi Svav­ars­dóttur hæsta­rétt­ar­lög­manni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None