Hreiðar og Sigurður vilja endurupptöku Al Thani-málsins - segja dómara vanhæfan

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, og Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður bank­ans, hafa farið fram á að Al Than­i-­málið verði end­ur­upp­tek­ið. Ólafur Ólafs­son hefur einnig farið fram á það. Þetta kemur fram í Við­skipta­blað­inu í dag. Hreiðar afplánar nú fimm og hálfs árs dóm í mál­inu en Sig­urður fjög­urra ára dóm.

End­ur­upp­töku­beiðni Hreið­ars og Sig­urðar bygg­ist ann­ars vegar á því að Árni Kol­beins­son, einn dóm­enda máls­ins í Hæsta­rétti, hafi verið van­hæfur og hins vegar á því að sönn­un­ar­gögn hafi verið metin rangt. Við­skipta­blaðið hefur end­ur­upp­töku­beiðn­ina undir hönd­um.

Árni Kol­beins­son var skip­aður vara­dóm­ari í mál­inu að því er fram kemur þar. Mál­flytj­endum hafi verið til­kynnt í des­em­ber í fyrra að eig­in­kona hans, Sig­ríður Thor­laci­us, hafi setið í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fram í jan­úar 2009. Fjár­mála­eft­ir­litið var með Al Than­i-­málið til rann­sóknar á þeim tíma. Þá var óskað eftir því að mál­flytj­endur gerðu athuga­semdir við setu Árna ef þeir hefðu þær, en svo var ekki gert.

Auglýsing

Nú segja Hreiðar og Sig­urður hins vegar að eftir að dómur var geng­inn í mal­inu hafi komið fram upp­lýs­ingar um að sonur Árna hefði starfað sem for­stöðu­maður lög­fræðis­viðs slita­stjórnar Kaup­þings frá 2008 og 2013. Þetta hafi verið nýjar upp­lýs­ingar sem ekki hafi verið upp­lýst um. Hags­munir slita­stjórnar Kaup­þings af sak­fell­ingu þeirra í mál­inu hafi verið aug­ljós­ir.

„Svo virð­ist sem sonur dóm­ar­ans hafi sinnt störfum fyrir slita­stjórn Kaup­þings þegar dóm­ar­inn tók sæti í mál­inu og dæmdi það. Lík­legt er að son­ur­inn hafi tekið þátt í ákvörð­unum um að stefna Hreið­ari Má og Ólafi til greiðslu skaða­bóta en sú ákvörðun hefur verið byggð á sömu atvikum og fjallað var um í hæsta­rétt­ar­mál­inu. Hafði hann, ásamt slita­stjórn Kaup­þings, því hags­muna að gæta af nið­ur­stöðu máls­ins. Kunna þeir hags­munir að vera fjár­hags­legir og umtals­verðir í ljósi ofan­greinds um mögu­legar kaupauka­greiðslur til hans,“ segir í end­ur­upp­töku­beiðn­inni. Þetta sé til þess fallið að vekja upp rétt­mætar efa­semdir um óhlut­drægni Árna.

Taka undir Óla-rugl­ing­innÞá taka Hreiðar og Sig­urður undir það sem Ólafur Ólafs­son hefur sagt og heldur fram í sinni end­ur­upp­töku­beiðni, sem er að Hæsti­réttur hafi rugl­ast á Ólafi og Ólafi Arin­birni Sig­urðs­syni við skoðun á máls­gögn­um. Þeir segja að þessi „mi­s­tök Hæsta­rétt­ar“ hafi haft veru­leg áhrif við ákvörðun refs­ing­ar.

Björn Þor­valds­son, sem sótti Al Than­i-­málið fyrir hönd emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, hefur hins vegar sagt það mis­skiln­ing að Ólafur hafi verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli mis­skiln­ings.

Það sé alveg skýrt að í því sím­tali þar sem rætt hafi verið um „Óla“ sem Hæsti­réttur fjallar um sé verið að ræða Ólaf Ólafs­son, ekki lög­fræð­ing með sama for­nafni sem sé sér­fræð­ingur í kaup­hall­ar­við­skipt­um. „Bæði í ljósi þess sem fram kemur í sím­tal­inu og sam­heng­is­ins þá er í fyrsta lagi alveg klárt mál að það er verið að tala um Ólaf Ólafs­son í þessu sím­tali. Í öðru lagi, sem kemur í ljós fyrir öllum sem lesa dóminn, þá eru fullt af öðrum gögn­um, tölvu­póstar og fram­burðir og ann­að, sem benda til aðkomu Ólafs. Þannig að ef þessu sím­tali yrði kippt út yrði hann sak­felldur eftir sem áður,“ sagði Björn í sam­tali við Kjarn­ann í vor.

Þrír þegar vikið úr end­ur­upp­töku­nefndTveir aðal­menn og einn vara­maður í end­ur­upp­töku­nefnd hafa þegar vikið sæti vegna van­hæfis í mál­inu eftir að Ólafur lagði inn sína end­ur­upp­töku­beiðni í maí. Á meðal þeirra sem vikið hafa sæti er Björn L. Bergs­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar. Auk hans hafa vikið Þór­dís Inga­dóttir og Sig­urður Tómas Magn­ús­son, vara­maður Þór­dísar í nefnd­inni. Lög­maður Ólafs hefur einnig farið fram á að Krist­björg Steph­en­sen, borg­ar­lög­maður og vara­maður Björns í nefnd­inni, víki sæti.

Í Við­skipta­blað­inu í dag kemur fram að Krist­björg muni ekki víkja sæti, sam­kvæmt nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar sem tók málið fyr­ir. Því sé komið á hreint að Krist­björg muni eiga sæti í nefnd­inni ásamt Elínu Blön­dal, lög­fræð­ingi hjá Háskóla Íslands, og Berg­lindi Svav­ars­dóttur hæsta­rétt­ar­lög­manni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None