Orkuveita Reykjavíkur hefur lokað hringsögu mælanna sem segja til um orkunotkun fólks sem Frumherji keypti 14. mars 2001 eftir útboð. Nú eru þeir aftur komnir í eigu Orkuveitunnar, rúmum fjórtán árum síðar, með kaupum upp á 1,5 milljarða króna.
Það gæti verið forvitnilegt rannsóknarverkefni að skoða samfélagslegan ávinning af því að selja mælana, og leigja síðan þjónustu við þá af kaupanda í fjórtán ár. Í fyrra var kostnaður OR vegna þeirra tæplega 400 milljónir króna, og það er einungis eitt ár af fjórtán. Nú eru þeir síðan aftur hluti af eignasafni Orkuveitunnar.
Hring eftir hring...
Auglýsing