Fjöldi fólks kom saman fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands í morgun til þess að fylgjast með sólmyrkvanum. Fulltrúar Háskóla Íslands og Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness eru með sólarsjónauka sem beint er að sólinni svo hægt sé að fylgjast með myrkvanum með sem bestum hætti. Þar er einnig hægt að fá sólmyrkvagleraugu. Sólmyrkvinn hefur náð hámarki en honum lýkur ekki fyrr en 10.40.
Ljósmyndari Kjarnans var á staðnum.
Auglýsing