Húsnæðisbótafrumvarp lagt óbreytt fram þrátt fyrir gagnrýni fjármálaráðuneytis

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Frum­varp Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, um hús­næð­is­bætur var lagt fram á Alþingi í gær­kvöldi. Frum­varpið er eitt fjög­urra frum­varpa Eyglóar um hús­næð­is­mál sem hafa verið í vinnslu í ráðu­neyt­inu lengi. Nú eru þrjú frum­vörp komin fram á þingi, en fjórða mál­ið, sem snýr að stofn­fram­lög­um, verður ekki lagt fram fyrr en á haust­þingi.

Mark­miðið með frum­varp­inu er að jafna hús­næð­is­stuðn­ing óháð búsetu­formi fólks. Hús­næð­is­bætur verða hærri en húsa­leigu­bætur eru nú og nær því sem vaxta­bætur eru sam­kvæmt frum­varp­inu. Þá munu bæt­urnar taka mið af fjölda heim­il­is­manna óháð aldri en ekki fjöl­skyldu­gerð eða fjölda barna. Auk þess munu bæt­urnar skerð­ast við hærri tekjur en áður og bæt­urnar munu geta numið allt að 75 pró­sentum af hús­næð­is­kostn­aði, en í núver­andi kerfi er þetta hlut­fall 50 pró­sent.



















































































































































































Húsa­leigu­bætur Vaxta­bætur Hús­næð­is­bætur
Grunn­fjár­hæðir Á ári Á mán­uði Á ári Á mán­uði Á ári Á mán­uði
Ein­hleypur 264.000 22.000 400.000 33.333 372.000 31.000
Ein­stætt for­eldri 1 barn 432.000 36.000 500.000 41.667 446.400 37.200
Ein­stætt for­eldri 2 börn 534.000 44.500 500.000 41.667 539.400 44.950
Ein­stætt for­eldri 3 börn 600.000 50.000 500.000 41.667 613.800 51.150
Barn­laus hjón 264.000 22.000 600.000 50.000 446.400 37.200
Hjón 1 barn 432.000 36.000 600.000 50.000 539.400 44.950
Hjón 2 börn 534.000 44.500 600.000 50.000 613.800 51.150
Hjón 3 börn 600.000 50.000 600.000 50.000 651.000 54.250


Tals­vert gagn­rýnt - talið styðja efna­meiri betur



Fjár­mála­ráðu­neytið setti fram tals­verða gagn­rýni á hús­næð­is­bóta­frum­varpið í umsögn sinni um það, eins og fjöl­miðlar hafa greint frá, en frum­varpi félags­mála­ráð­herra hefur ekki verið breytt vegna umsagnar fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í umsögn sinni sagði fjár­mála­ráðu­neytið meðal ann­ars að sam­kvæmt grein­ingum þess myndi nið­ur­greiðsla húsa­leigu verða hlut­falls­lega meiri eftir því sem tekjur heim­il­is­ins eru hærri í nýja kerf­inu. Það sé í and­stöðu við yfir­lýst mark­mið frum­varps­ins, sem er auk ann­ars að auka stuðn­ing við efna­minni ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur.

Auglýsing

Þá segir ráðu­neytið að auk­inn rík­is­stuðn­ingur við leigj­endur muni að öllum lík­indum leiða til hækk­unar á leigu­verði, sem kynni að skila meiri ábata fyrir leigu­sala en fyrir leigj­end­ur, auk þess sem sveit­ar­fé­lög kunni að draga úr sínum sér­stöku húsa­leigu­bót­um. Útgjöld rík­is­ins muni mögu­lega aukast um allt að tvo millj­arða á ári og ekki hafi verið gert ráð fyrir auknum útgjöldum í fjár­lögum eða rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. Auk þess mun fyr­ir­komu­lagið sam­kvæmt breyttu kerfi, að hús­næð­is­bætur fari til rík­is­ins en sér­stakar húsa­leigu­bætur verði eftir hjá sveit­ar­fé­lög­um, flækja ferlið og auka rekstr­ar­kostn­að.

Hækka hlut­falls­lega minna hjá öryrkjum og öldruðum



Þá munu breyt­ing­arnar ekki koma öryrkjum og öldruðum eins vel og þeim sem eru í námi eða vinnu. Hús­næð­is­bæt­urnar verða tals­vert hærri en núver­andi húsa­leigu­bætur eru, eða 31 þús­und krónur í grunn­bætur á mán­uði, en með­al­hækk­unin verður hlut­falls­lega minni hjá þessum hóp­um.

Þetta helg­ast af því að í frum­varp­inu er húsa­leigu­kerfið að mörgu leyti gert lík­ara vaxta­bóta­kerf­inu. Meðal þess sem á að breyta er skil­grein­ing á þeim tekjum sem koma til skerð­ingar á hús­næð­is­bót­um. Í núgild­andi lögum um húsa­leigu­bætur eru allar tekjur þeirra sem eiga lög­heim­ili í hús­næð­inu taldar sem tekj­ur, þar með taldar tekjur barna umsækj­enda sem eru 20 ára og eldri, nema þeim sem eru í skóla hálft árið eða meira. Bætur almanna­trygg­inga og elli- og örorku­líf­eyr­is­greiðslur úr sér­eign­ar­líf­eyr­is­sjóðum eru þó und­an­þegnar og telj­ast ekki til tekna sem geta valdið skerð­ingu á bót­um.

Í nýja kerf­inu verður þessu breytt og allar skatt­skyldar tekjur heim­il­is­manna 18 ára og eldri munu telj­ast tekj­ur, þar á meðal greiðslur almanna­trygg­inga. Þetta er til sam­ræmis við vaxta­bóta­kerf­ið, og að því er fram kemur í umsögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins á frum­varpi hús­næð­is­mála­ráð­herra er þetta til þess fallið að „gæta meira jafn­ræðis og sam­ræmis í tekju­tilliti kerf­is­ins.“

Það hefur þó fyrr­greind áhrif, að leiða til auk­innar skerð­ingar hjá öryrkjum og elli­líf­eyr­is­þegum „en ella væri og vegur það á móti hækkun bóta­fjár­hæða í frum­varp­in­u,“ að því er segir í umsögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Ráðu­neytið bendir þó líka á að almennt hafi tekju­skerð­ingar mun minni áhrif hjá öryrkjum og elli­líf­eyr­is­þegum en öðr­um. Önnur ráð­stöfun í nýju kerfi er sú að hús­næð­is­bætur geta numið allt að 75 pró­sentum leigu­fjár­hæð­ar, en þessi pró­senta er 50 í núver­andi kerfi. Þegar þessar breyt­ingar eru teknar með telur fjár­mála­ráðu­neytið að ekki verði svo mik­ill munur á aukn­ingu styrks­ins til öryrkja og ann­arra.

Segja þörf­ina aug­ljósa



Vel­ferð­ar­ráðu­neytið benti á það þeg­ar þessar fréttir voru sagðar af umsögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins að grunn­bætur verði hækk­aðar veru­lega, og frí­tekju­mark hækki sömu­leið­is. Þetta séu mik­il­vægar for­sendur að baki útreikn­inga á hús­næð­is­bót­um, en þeim hafi verið sleppt í umfjöllun fjöl­miðla um frum­varp­ið.
Ráðu­neytið sagð­i þá að þörfin fyrir auk­inn hús­næð­is­stuðn­ing við leigj­endur sé aug­ljós og nýju hús­næð­is­bóta­kerfi sé ætlað að mæta breyttum veru­leika sem orðið hefur til und­an­farin ár. Leigj­endum hafi fjölgað og byrði hús­næð­is­kostn­aðar hjá þeim hafi þyngst. Fjölgun leigj­enda sé mest meðal hinna tekju­lægstu, og með hækkun á grunn­bótum sé stuðn­ingur við þá auk­inn um leið og reynt sé að koma til móts við stærri hóp leigj­enda.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None