Hvað gerir almenningur ef höftin verða losuð? Þar er óvissan

mar.jpg
Auglýsing

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, sagði í ræðu sinni á aðal­fundi Seðla­banka Íslands í gær, að meg­in­óv­issan sem snéri að fjár­magns­höft­un­um, snéri að við­brögðum Íslend­inga og íslenskra sjóða og fyr­ir­tækja við því þegar og ef fjár­magns­höft verða rýmkuð enn frekar eða los­uð.

Í yfir­grips­mik­illi ræðu sinni sagði hann vand­ann sem snéri að fjár­magns­höftum vera nær for­dæma­lausan að umfangi, og setti vanda­málin í alþjóð­legt sam­hengi. „Í þessu sam­bandi hefur mér gef­ist vel til að opna augu erlendra aðila fyrir eðli og umfangi vand­ans að nefna að sam­eig­in­legt gjald­þrot stóru bank­anna þriggja er talið hafa verið þriðja stærsta gjald­þrot í sögu mann­kyns. Gjald­þrot Lehmans-­bank­ans var stærra en upp­gjöri þess er ekki lok­ið. En okkar upp­gjör á sér stað í einu minnsta ríki heims­ins og því teng­ist mjög umtals­verður greiðslu­jafn­að­ar­vandi fyrir Ísland en greiðslu­jafn­að­ar­vandi leikur lítið hlut­verk í upp­gjöri Lehmans-­bús­ins. Hitt sem ég nefni er að ef allar krónu­eignir búanna myndu bæt­ast við núver­andi aflandskrónur þá myndu þær aukast á ný í um hálfa lands­fram­leiðslu. Við ætlum auð­vitað ekki að láta þetta ger­ast en ef það gerð­ist væri hin nýja „snjó­hengja“ orðin hlut­falls­lega mun stærri en sterl­ingsnjó­hengja Breta eftir seinni heim­styrj­öld­ina sem var eftir því sem ég kemst næst í kringum þriðj­ungur af þeirra lands­fram­leiðslu. Það tók þá á fjórða ára­tug að losa þau gjald­eyr­is­höft sem inn­leidd voru meðal ann­ars af þessum sök­um,“ sagði Már.

Hann sagði ötul­lega vera unnið að því að losa um höft­in, og greina vanda­málin sem þyrfti að leysa áður en slíkt væri hægt. Þar á meðal væri að greina vanda­mál sem snéru að krónu­eign erlendra aðila og eigna­söfn og hag­muni kröfu­hafa slita­bú­anna þriggja, Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans.

Auglýsing

„Mesta óvissan er varð­andi mögu­legt útstreymi á vegum inn­lendra aðila,“ sagði Már, og sagði að það væri í ein­hverjum mæli hægt að áætla þörf á því að auka á ný hlut­deild erlendra eigna í eigna­safni Íslend­inga, en að það gæti gerst mis­hratt. „Stærsti þátt­ur­inn til eða frá lýtur að trausti á Íslandi og fjár­mála­kerfi þess þegar þar að kemur og um það er erfitt að segja til um nú. Það mun líka hafa úrslita­á­hrif á mögu­legt inn­flæði á vegum erlendra aðila á sama tíma. Það er einmitt einn af lyk­il­þáttum í und­ir­bún­ingi los­unar hafta að Ísland sé tal­inn traustur fjár­fest­ing­ar­kostur og að inn­lendir aðil­ar, og þá fleiri en ein­ungis rík­ið, hafi aðgang að erlendum lána­mörk­uðum á sjálf­bærum kjör­um. Við núver­andi aðstæður þýðir þetta að við þurfum þjóð­ar­bú­skap sem er í vexti og góðu ytra og innra jafn­vægi. Við þurfum afgang af rík­is­sjóði og minnk­andi skulda­hlut­fall hans. Við þurfum nægi­legan þjóð­hags­legan sparnað til að standa undir eðli­legu fjár­fest­ing­ar­stigi. Miðað við núver­andi horfur um fjár­fest­ingu þýðir það að við þurfum afgang af við­skiptum við útlönd. Við þurfum nægi­lega stóran gjald­eyr­is­forða til að halda uppi trausti erlendra lán­veit­enda og láns­hæf­is­mati og sem veitir öryggi gegn sveifl­um. Við þurfum banka­kerfi sem stendur traustum fót­u­m,“ sagði Már.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None