Seint á miðvikudagskvöld bárust af því fregnir að forsætisráðherra vill láta skoða það hvort hægt er að reisa nýjan Landspítala á lóð Ríkisútvarpsins, í stað staðsetningarinnar við Hringbrautina eins og nú er áætlað. Borgarstjórinn hefur gagnrýnt þessi ummæli og þessa hugmynd harðlega og forstjóri Landspítalans hefur áhyggjur af málinu.
En í einum hópi hefur ekkert heyrst hvað þetta varðar. Og það eru Framsókn og flugvallarvinir, Framsóknarflokkurinn í Reykjavík. Flugvallarvinirnir hafa lagt mjög mikið upp úr staðsetningu Landspítalans nákvæmlega þar sem hann er sem, og notað staðsetninguna sem rök fyrir því að flugvöllurinn verði að vera nákvæmlega þar sem hann er. Þetta var meðal stærstu kosningaslagorða flokksins í borgarstjórnarkosningunum, hjartað í Vatnsmýrinni hefur verið sagt Landspítalinn.
Hvað hafa flugvallarvinir að segja um tillögu forsætisráðherrans um að flytja spítalann?
Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.