Í síðustu viku sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi að til greina kæmi að hækka skatta ef samið yrði um launahækkanir í kjaraviðræðum sem ógna stöðugleika. Skattahækkanir væru vopn til að bregðast við aukinni þenslu og verðbólgu. Ef horft væri fram á verulega verðbólgu þyrfti að bæta kjör öryrkja og auka bætur í samræmi við verðlagsþróun.
Í þessari viku kynnti ríkisstjórnin hins vegar áform sín um skattalækkanir. Skattalækkunin kemur einmitt ofan í miklar launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum í gær. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í gærkvöldi að teflt væri á allra tæpasta vað með samningunum, og verulega auknar líkur væru á vaxandi verðbólgu. Allar hinar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru svo ekki beint líklegar til að draga úr þessari þróun. Pæling dagsins er því þessi: hvað þarf eiginlega að gerast til þess að stjórnvöld telji að kjarasamningar og aðrar aðgerðir ógni stöðugleika?