Hvar er Margrét Marteinsdóttir?

GsteinogMargMart.jpg
Auglýsing

Þau átök sem átt hafa sér stað innan Bjartrar fram­tíðar und­an­farna daga hafa vart farið fram­hjá áhuga­mönnum um stjórn­mál. Heiða Kristín Helga­dótt­ir, sem var annar for­víg­is­manna að stofnun flokks­ins í febr­úar 2012, hefur gagn­rýnt sitj­andi for­mann, Guð­mund Stein­gríms­son, harka­lega og sagst til­búin að taka sæti hans sé vilji fyrir því á meðal flokks­manna. Eng­inn þing­manna flokks­ins hefur stigið fram og stutt for­mann­inn í þessum ólgu­sjó sem hefur ýtt mjög undir get­gátur um að tími hans sé lið­inn.

Heiða Kristín var stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíðar þar til að hún til­kynnti brott­hvarf sitt í lok síð­asta árs. Þegar Björt fram­tíð var stofnuð kom fram í frétta­til­kynn­ingu að í for­ystu flokks­ins yrðu „tveir for­­menn, sem skulu starfa sam­an og vera sam­­mála um stór­ar ákv­arð­an­ir.“ Nú hefur Heiða Kristín opin­berað að for­menn­irnir hafi ekki einu sinni verið sam­mála um hvernig flokk­ur­inn þeirra ætti að vera og því hafi hún hætt.

Í lok jan­úar 2015 var nýr stjórn­ar­for­maður kosin í stað Heiðu Krist­ín­ar. Sú sem hlaut braut­ar­gengi er fyrrum frétta­mað­ur­inn Mar­grét Mart­eins­dótt­ir. Nokkrum dögum síðar tók DV við­hafn­ar­við­tal við Mar­gréti, sem fjall­aði reyndar að mjög litlu leyti um stjórn­mála­þátt­töku henn­ar. Þar sagði hún þó frá því að það sem hafi ýtt henni út í að sækj­ast eftir stjórn­ar­for­mennsk­unni væri meðal ann­ars gagn­rýni sem komið hefði fram á Bjarta fram­tíð fyrir að það heyrð­ist ekki í flokkn­um. „En ég heyri alveg af henni og það er fjöldi fólks sem heyrir í henni. Þegar þing­menn og sveit­ar­stjórn­ar­fólk kemur fram af virð­ingu og kurt­eisi og þá er eins sumir nemi ekki radd­irn­ar. Póli­tíkin er svo óvæg­in, en það er algjör óþarfi. Ég sá fyrir mér að mig lang­aði að gera eitt­hvað í þessu," sagði Mar­grét við DV. Á þessum tíma mæld­ist fylgi flokks­ins um 17 pró­sent í könn­unum MMR.

Auglýsing

Síðan að þetta við­tal var birt, 13. febr­úar 2015, hefur Mar­grét ekki komið fram í fjöl­miðlum til að ræða stjórn­mál, sam­kvæmt nið­ur­stöðu leit­ar­vélar Fjöl­miðla­vakt­ar­inn­ar, og fylgi Bjartrar fram­tíðar hefur hrunið niður í um fjögur pró­sent.

Í ljósi þeirrar miklu ólgu sem nú er í Bjartri fram­tíð er vert að velta því fyrir sér hver sýn hins for­manns flokks­ins, sem á sam­kvæmt orði að vera jafn­sett for­mann­in­um, á ástand­inu er.Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None