Gulleggið, frumkvöðlakeppni Klak Innovit, og er nú haldið í áttunda sinn. Nú hefur verið tilkynnt um þau tíu teymi sem keppa til úrslita í ár, en lista yfir þau má sjá hér að neðan.
Kjarninn, í samstarfi við Klak Innovit, býður lesendum að kjósa sína uppáhalds hugmynd í gegnum Val fólksins á vef Kjarnans. Tilkynnt verður um úrslitin á lokahófi Gulleggsins laugardaginn 7. mars kl 16:00 í Háskóla Íslands.
Hugmyndirnar tíu sem keppa munu til úrslita um Gulleggið, þar sem dómnefnd sker að lokum úr um hvaða hugmynd hlýtur þessa eftirsóttu frumkvöðlaviðurkenningu, eru eftirfarandi.
Auglýsing
Applsáttur
Appsláttur er snjallsímaforrit sem notar GPS hnit símans til þess að sjá hvort þú ert inná stað þar sem þú átt rétt á afslætti. Forritið heldur gagnasafn utan um afslætti tengda þínum kortum og sendir þér svo tilkynningu þegar þá getur nýtt þá. Með Appslátt í símanum þínum þarftu aldrei að hafa áhyggjur af því að missa af tilboðum eða afsláttum sem þín kort bjóða upp á.
e1
e1 vinnur að því að þróa snjallsímaforrit sem tengir saman eigendur rafbíla og eigendur hleðslustöðva. Þannig mun e1 búa til deilihagkerfi hleðslustöðva fyrir rafbíla þar sem eigendur hleðslustöðvanna keppa sín á milli í verði og gæðum. Forritið gefur rafbílaeigendum tækifæri til að fá upplýsingar í rauntíma um allar aðgengilegar hleðslustöðvar sem skráðar eru í kerfi e1. Eigendur hleðslustöðva geta boðið aðgang að sínum hleðslustöðvum í gegnum kerfið og þannig opnað á tekjumöguleika af fjárfestingunni.
Future habits
Future Habits á að kenna börnum á aldrinum þriggja til sjö ára góðar venjur í matarræði. Ekki borða eingöngu til að fylla magan heldur velja fæðu sem er næringarrík. Með hjálp karakters sem barnið skapar sér í leiknum náum við að fá hugsunina upp hjá barninu ,,hvaða áhrif mismunandi fæða hefur á mig?". Með þessu auka foreldrar líkurnar á því að barnið temji sér þessar góðu venjur í framtíðinni. Hraust framtíð með Future Habits.
Crowbar Protein
Síðan síðasta sumar hefur sprotafyrirtækið Crowbar Protein unnið að því að klára vöruþróun á sinni fyrstu vöru, orkustykkinu Jungle Bar. Eftir þónokkra tilraunastarfsemi með kokkum og matarsérfræðingum, ótal smakkanir hjá almenningi, nokkuð fjölmiðlafár og almenn skemmtilegheit, fer að styttast í að fyrirtækið verði tilbúið til að sýna sínu fyrstu vöru. Þegar sá dagur kemur, eftir sirka tvo mánuði, mun Jungle Bar verða fyrsta evrópska orkustykkið, sem inniheldur sjálfbært prótein úr skordýrum.
Mekano ehf.
Mekano ehf. er nýstofnað sprotafyrirtæki. Hugmyndafræði okkar byggir meðal annars á þróun nýrrar tækni á fjöltengjum með sérstaka áherslu á aðgengilega, einfalda og stílhreina hönnun. Til að ná þessu markmiði hefur Mekano ehf. komið fram með brautryðjandi tækninýjungar með hugmyndaríkum og frumlegum nálgunum, þar sem vandamál við nútíma notkun eru leyst. Mekano ehf. býður upp á fjölbreytt úrval eininga til samsetningar. Þar á meðal tengla, USB hleðslueininga, spennubreyta og fleira.
Námsefnisbankinn
Námsefnisbankinn er gagnagrunnur af verkefnum gerðum af kennurum fyrir kennara. Stærsta hindrunin í framþróun skólastarfs er tímaleysi og lítil samvinna. Námsefnisbankinn leysir það vandamál með því að gefa kennurum til baka stóran hluta tímans og auðveldar samvinnu kennara hvar sem er á landinu. Bankinn skiptist í fjóra hluta, gagnagrunninn, skilasíðu, heimasvæði skóla og sérstaka síðu til að útbúa gagnvirk verkefni og próf. Námsefnisbankinn er ekki framtíðin heldur nútíminn.
Rofar Technology ehf.
Gleymdir þú að slökkva ljósin þegar þú fórst út í morgun? Er alltaf kveikt inni á baði? Er ekki kominn tími á að þessi vandamál séu úr sögunni svo hægt sé að nýta hugaraflið í aðra hluti. Ljósarofarnir frá Rofum Technology læra á þarfir heimilisins og veita þér þau lífsgæði sem þú verðskuldar. Með okkar rofum ert þú að taka fyrsta skrefið inn í heimili framtíðarinnar.
Sparta
Sparta er veflausn sem breytir hversdaglegum íþróttahitting í æsispennandi keppni þar sem notendur berjast um að komast á toppinn. Sparta heldur utan um keppnistölfræði, safnar leikmönnum fyrir viðburð og raðar þeim í lið. Sparta leysir einnig hið klassíska vandamál þegar það vantar leikmenn í lið og sér um að auglýsa eftir þeim innan kerfisins. Mæting í bumbubolta verður að eftirvæntingu í staðinn fyrir kvöð.
Strimillinn
Upplýsingar um matvöruverð á Íslandi eru óaðgengilegar og það bitnar á samkeppni. Markmið Strimilsins er að opna þessar upplýsingar upp á gátt. Þú tekur mynd af innkaupastrimlinum og sendir okkur í gegnum vef eða app. Vöruverðið er lesið og skrásett og gert öllum aðgengilegt, þú færð yfirlit yfir þín innkaup og ábendingar um hvernig þú getur sparað.
Verðgreinir
Verðgreinir er snjallforrit sem ætlað er að auka yfirsýn sjálfstæðra verktaka yfir verðlagningu sína, kostnað og einingaverð verkefna. Verðgreinir gerir notendum sínum kleift að vinna í bókhaldi sínu hvar sem er, hvenær sem er. Forritið gerir einstaklingum kleift að skrá hjá sér allan kostnað og vinnustundir sem til falla í hverju verkefni fyrir sig. Þessar upplýsingar gefa góðan grunn sem nýtast mun við tilboðsgerð og verðlagningu seinna. Forritið hentar sjálfstæðum verktökum í öllum atvinnugreinum.