Hver á bestu hugmyndina í Gullegginu? - Þú velur!

gulleggid.jpg
Auglýsing

Gul­legg­ið, frum­kvöðla­keppni Klak Innovit, og er nú haldið í átt­unda sinn. Nú hefur verið til­kynnt um þau tíu teymi sem keppa til úrslita í ár, en lista yfir þau má sjá hér að neð­an.

Kjarn­inn, í sam­starfi við Klak Innovit, býður les­end­um að kjósa sína ­upp­á­halds hug­mynd í gegnum Val fólks­ins á vef Kjarn­ans. Til­kynnt verður um úrslitin á loka­hófi Gul­leggs­ins laug­ar­dag­inn 7. mars kl 16:00 í Háskóla Íslands.

Hug­mynd­irnar tíu sem keppa munu til úrslita um Gul­legg­ið, þar sem dóm­nefnd sker að lokum úr um hvaða hug­mynd hlýtur þessa eft­ir­sóttu frum­kvöðla­við­ur­kenn­ingu, eru eft­ir­far­andi.

Auglýsing


Applsáttur



App­sláttur er snjall­símafor­rit sem notar GPS hnit sím­ans til þess að sjá hvort þú ert inná stað þar sem þú átt rétt á afslætti. For­ritið heldur gagna­safn utan um afslætti tengda þínum kortum og sendir þér svo til­kynn­ingu þegar þá getur nýtt þá. Með App­slátt í sím­anum þínum þarftu aldrei að hafa áhyggjur af því að missa af til­boðum eða afsláttum sem þín kort bjóða upp á.





e1



e1 vinnur að því að þróa snjall­símafor­rit sem tengir saman eig­endur raf­bíla og eig­endur hleðslu­stöðva. Þannig mun e1 búa til deili­hag­kerfi hleðslu­stöðva fyrir raf­bíla þar sem eig­endur hleðslu­stöðv­anna keppa sín á milli í verði og gæð­um. For­ritið gefur raf­bíla­eig­endum tæki­færi til að fá upp­lýs­ingar í raun­tíma um allar aðgengi­legar hleðslu­stöðvar sem skráðar eru í kerfi e1. Eig­endur hleðslu­stöðva geta boðið aðgang að sínum hleðslu­stöðvum í gegnum kerfið og þannig opnað á tekju­mögu­leika af fjár­fest­ing­unni.





Fut­ure habits



Fut­ure Habits á að kenna börnum á aldr­inum þriggja til sjö ára góðar venjur í mat­ar­ræði. Ekki borða ein­göngu til að fylla magan heldur velja fæðu sem er nær­ing­ar­rík. Með hjálp karakt­ers sem barnið skapar sér í leiknum náum við að fá hugs­un­ina upp hjá barn­inu ,,hvaða áhrif mis­mun­andi fæða hefur á mig?". Með þessu auka for­eldrar lík­urnar á því að barnið temji sér þessar góðu venjur í fram­tíð­inni. Hraust fram­tíð með Fut­ure Habits.





Crowbar Prot­ein



Síðan síð­asta sumar hefur sprota­fyr­ir­tækið Crowbar Prot­ein unnið að því að klára vöru­þróun á sinni fyrstu vöru, orku­stykk­inu Jungle Bar. Eftir þónokkra til­rauna­starf­semi með kokkum og mat­ar­sér­fræð­ing­um, ótal smakk­anir hjá almenn­ingi, nokkuð fjöl­miðla­fár og almenn skemmti­leg­heit, fer að stytt­ast í að fyr­ir­tækið verði til­búið til að sýna sínu fyrstu vöru. Þegar sá dagur kem­ur, eftir sirka tvo mán­uði, mun Jungle Bar verða fyrsta evr­ópska orku­stykk­ið, sem inni­heldur sjálf­bært prótein úr skor­dýr­um.





Mekano ehf.



Mekano ehf. er nýstofnað sprota­fyr­ir­tæki. Hug­mynda­fræði okkar byggir meðal ann­ars á þróun nýrrar tækni á fjöltengjum með sér­staka áherslu á aðgengi­lega, ein­falda og stíl­hreina hönn­un. Til að ná þessu mark­miði hefur Mekano ehf. komið fram með braut­ryðj­andi tækninýj­ungar með hug­mynda­ríkum og frum­legum nálg­un­um, þar sem vanda­mál við nútíma notkun eru leyst. Mekano ehf. býður upp á fjöl­breytt úrval ein­inga til sam­setn­ing­ar. Þar á meðal tengla, USB hleðslu­ein­inga, spennu­breyta og fleira.





Náms­efn­is­bank­inn



Náms­efn­is­bank­inn er gagna­grunnur af verk­efnum gerðum af kenn­urum fyrir kenn­ara. Stærsta hindr­unin í fram­þróun skóla­starfs er tíma­leysi og lítil sam­vinna. Náms­efn­is­bank­inn leysir það vanda­mál með því að gefa kenn­urum til baka stóran hluta tím­ans og auð­veldar sam­vinnu kenn­ara hvar sem er á land­inu. Bank­inn skipt­ist í fjóra hluta, gagna­grunn­inn, skila­síðu, heima­svæði skóla og sér­staka síðu til að útbúa gagn­virk verk­efni og próf. Náms­efn­is­bank­inn er ekki fram­tíðin heldur nútím­inn.





Rofar Technology ehf.



Gleymdir þú að slökkva ljósin þegar þú fórst út í morg­un? Er alltaf kveikt inni á bað­i? Er ekki kom­inn tími á að þessi vanda­mál séu úr sög­unni svo hægt sé að nýta hug­ar­aflið í aðra hluti. Ljós­arof­arnir frá Rofum Technology læra á þarfir heim­il­is­ins og veita þér þau lífs­gæði sem þú verð­skuld­ar. Með okkar rofum ert þú að taka fyrsta skrefið inn í heim­ili fram­tíð­ar­inn­ar.





Sparta



Sparta er vef­lausn sem breytir hvers­dag­legum íþrótta­hitt­ing í æsispenn­andi keppni þar sem not­endur berj­ast um að kom­ast á topp­inn. Sparta heldur utan um keppn­is­töl­fræði, safnar leik­mönnum fyrir við­burð og raðar þeim í lið. Sparta leysir einnig hið klass­íska vanda­mál þegar það vantar leik­menn í lið og sér um að aug­lýsa eftir þeim innan kerf­is­ins. Mæt­ing í bumbu­bolta verður að eft­ir­vænt­ingu í stað­inn fyrir kvöð.





Strim­ill­inn



Upp­lýs­ingar um mat­vöru­verð á Íslandi eru óað­gengi­legar og það bitnar á sam­keppni. Mark­mið Strim­ils­ins er að opna þessar upp­lýs­ingar upp á gátt. Þú tekur mynd af inn­kaupastriml­inum og sendir okkur í gegnum vef eða app. Vöru­verðið er lesið og skrá­sett og gert öllum aðgengi­legt, þú færð yfir­lit yfir þín inn­kaup og ábend­ingar um hvernig þú getur spar­að.





Verð­greinir



Verð­greinir er snjall­for­rit sem ætlað er að auka yfir­sýn sjálf­stæðra verk­taka yfir verð­lagn­ingu sína, kostnað og ein­inga­verð verk­efna. Verð­greinir gerir not­endum sínum kleift að vinna í bók­haldi sínu hvar sem er, hvenær sem er. For­ritið gerir ein­stak­lingum kleift að skrá hjá sér allan kostnað og vinnu­stundir sem til falla í hverju verk­efni fyrir sig. Þessar upp­lýs­ingar gefa góðan grunn sem nýt­ast mun við til­boðs­gerð og verð­lagn­ingu seinna. For­ritið hentar sjálf­stæðum verk­tökum í öllum atvinnu­grein­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None