Hver Íslendingur fór oftar en einu sinni í leikhús í fyrra, Mary Poppins vinsælast

marypoppins21.jpg
Auglýsing

Sam­an­lagður fjöldi gesta á leik­sýn­ingar leik­húsa, atvinnu­leik­hópa og áhuga­leik­fé­laga á Íslandi árið 2014 var 375 þús­und. Íslend­ingar voru um 329 þús­und um síð­ustu ára­mót og því jafn­gildir heim­sókn­ar­fjöld­inn því að hver Íslend­ingur hafi farið rúm­lega einu sinni í leik­hús á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands um leik­hús­á­stundum Íslend­inga.

Í frétt Hag­stof­unnar segir að sveifl­ur  í aðsókn milli ein­stakra ára ráð­ist "vafa­laust af tals­verðu leyti af verk­efna­vali frá ári til árs. Ef miðað er við aðsókn að leik­sýn­ingum að jafn­aði síð­ast liðin fimm leikár í sam­an­burði við næstu fimm leikár á undan má ljóst vera að leik­húsið heldur velli þrátt fyrir fjöl­breytt­ara og stór­aukið úrval afþrey­ingar sem fólki stendur til boða. Aðsókn að leik­sýn­ingum síð­ast liðin fimm leikár og næstu fimm leikár á undan var nán­ast sú sama, eða 395 þús­und gestir að jafn­aði á leik­ár­unum 2009/2010-2013/2014 á móti 397 þús­und gestum leik­árin 2004/2005-2008/2009.

Aðsókn að leik­sýn­ingum er í raun nokkru hærri en hér kemur fram þar sem upp­lýs­ingar um aðsókn að sýn­ingum Leik­fé­lags Akur­eyrar vantar fyrir síð­ustu fjögur leik­ár. Aðsókn að sýn­ingum áhuga­leik­fé­laga á síð­asta leik­ári er áætl­uð."

Auglýsing

Mary Popp­ins trekkti mest aðAlls voru starf­rækt fimm atvinnu­leik­hús á Íslandi í fyrra með aðstöðu í fjórum leik­hús­um. ÞAr eru ell­efu leik­svið sem rúma 3.706 gesti í sæti. Alls voru sett upp 65 upp­færslur á vegum leik­hús­anna eða í sam­starfi við aðra. Flesti verkin voru leik­rit, eða 38 tals­ins. Upp­færslur eftir íslenska höf­unda voru 32 en eftir erlenda höf­unda 21. Upp­færslur eftir inn­lenda og erlenda höf­unda voru 12 tals­ins. Alls voru sýnda 1.047 sýn­ingar á síð­asta leik­ár, sem er aðeins færri en árið á und­an.

Sýn­inga­gestir í leik­húsum ein­vörð­ungu voru 271.046 eða 23 þús­und færri en árið á und­an. Þar mun­aði lang mest um aðsókn á Mary Popp­ins en ríf­lega 40 þús­und gestir sáu þá sýn­ingu Leik­fé­lags Reykja­víkur í Borg­ar­leik­hús­inu.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None