Hver Íslendingur fór oftar en einu sinni í leikhús í fyrra, Mary Poppins vinsælast

marypoppins21.jpg
Auglýsing

Sam­an­lagður fjöldi gesta á leik­sýn­ingar leik­húsa, atvinnu­leik­hópa og áhuga­leik­fé­laga á Íslandi árið 2014 var 375 þús­und. Íslend­ingar voru um 329 þús­und um síð­ustu ára­mót og því jafn­gildir heim­sókn­ar­fjöld­inn því að hver Íslend­ingur hafi farið rúm­lega einu sinni í leik­hús á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands um leik­hús­á­stundum Íslend­inga.

Í frétt Hag­stof­unnar segir að sveifl­ur  í aðsókn milli ein­stakra ára ráð­ist "vafa­laust af tals­verðu leyti af verk­efna­vali frá ári til árs. Ef miðað er við aðsókn að leik­sýn­ingum að jafn­aði síð­ast liðin fimm leikár í sam­an­burði við næstu fimm leikár á undan má ljóst vera að leik­húsið heldur velli þrátt fyrir fjöl­breytt­ara og stór­aukið úrval afþrey­ingar sem fólki stendur til boða. Aðsókn að leik­sýn­ingum síð­ast liðin fimm leikár og næstu fimm leikár á undan var nán­ast sú sama, eða 395 þús­und gestir að jafn­aði á leik­ár­unum 2009/2010-2013/2014 á móti 397 þús­und gestum leik­árin 2004/2005-2008/2009.

Aðsókn að leik­sýn­ingum er í raun nokkru hærri en hér kemur fram þar sem upp­lýs­ingar um aðsókn að sýn­ingum Leik­fé­lags Akur­eyrar vantar fyrir síð­ustu fjögur leik­ár. Aðsókn að sýn­ingum áhuga­leik­fé­laga á síð­asta leik­ári er áætl­uð."

Auglýsing

Mary Popp­ins trekkti mest aðAlls voru starf­rækt fimm atvinnu­leik­hús á Íslandi í fyrra með aðstöðu í fjórum leik­hús­um. ÞAr eru ell­efu leik­svið sem rúma 3.706 gesti í sæti. Alls voru sett upp 65 upp­færslur á vegum leik­hús­anna eða í sam­starfi við aðra. Flesti verkin voru leik­rit, eða 38 tals­ins. Upp­færslur eftir íslenska höf­unda voru 32 en eftir erlenda höf­unda 21. Upp­færslur eftir inn­lenda og erlenda höf­unda voru 12 tals­ins. Alls voru sýnda 1.047 sýn­ingar á síð­asta leik­ár, sem er aðeins færri en árið á und­an.

Sýn­inga­gestir í leik­húsum ein­vörð­ungu voru 271.046 eða 23 þús­und færri en árið á und­an. Þar mun­aði lang mest um aðsókn á Mary Popp­ins en ríf­lega 40 þús­und gestir sáu þá sýn­ingu Leik­fé­lags Reykja­víkur í Borg­ar­leik­hús­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None