Hvers vegna vilja stjórnmálamenn breyta lögunum?

mar.jpg
Auglýsing

Nú eru fram komnar til­lögur um breyt­ingar á lögum um Seðla­banka Íslands, sem fela meðal ann­ars í sér miklar breyt­ingar á æðstu stjórn bank­ans, með fjölgun seðla­banka­stjóra í þrjá. Í skip­an­inni eins og hún er núna, þá er Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri, einn fimm nefnd­ar­manna í pen­inga­stefnu­nefnd, sem ákvarðar vexti. Í fund­ar­gerðum nefnd­ar­inn­ar, sem birtar eru á vef Seðla­banka Íslands, hefur mátt greina aug­ljósar rök­ræður í nefnd­inni um hvort skuli lækka, hækka eða halda vöxtum óbreytt­um.

Þetta er gott fyr­ir­komu­lag og gagn­sætt, og það sést einnig að seðla­banka­stjór­inn er ekki ein­ráður þegar að þessu kem­ur, heldur einn af fimm nefnd­ar­mönn­um. Rök­ræð­urnar þjóna til­gangi, og skipta sköpum við að taka vel ígrund­aða ákvörð­un.

Að und­an­förnu hefur náðst fínn árangur við fram­kvæmd pen­inga­stefn­unn­ar, ef mið er tekið af því að verð­bólgu­mark­miði, sem er 2,5 pró­sent, hefur verið náð og því haldið undir því um nokk­urra mán­aða skeið.

Auglýsing

Það er kannski of mikil ein­földun að bera þessa spurn­ingu fram hér í pæl­ingu dags­ins, en hvers vegna er verið að breyta lög­unum núna, fyrst það gengur ágæt­lega að vinna eftir þeim eins og þau eru? Hvað kallar á breyt­ing­arn­ar? Von­andi dettur engum stjórn­mála­manni það í hug, að með því að fjölga seðla­banka­stjórum í þrjá, þá verði hægt að troða flokks­dindlum í seðla­banka­stjóra­stöð­urn­ar. Það yrði afleit aft­ur­för, en myndi um leið svara því nokkuð skýrt, hvers vegna stjórn­völd hafa áhuga á því núna að breyta lögum um Seðla­banka Íslands.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None