Hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu um kaup á skattagögnum

319-Tortola-Road-Town-Blick-von-Kammstrasse.jpg
Auglýsing

Þrír þing­menn Vinstri grænna, þau Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG, Svan­dís Svav­ars­dóttir og Ögmundur Jón­as­son, hyggj­ast leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um heim­ild til skatt­rann­sókn­ar­stjóra til kaupa á erlendum gögnum um skattaund­an­skot íslenskra borg­ara. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá VG til fjöl­miðla.

Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir: „Lagt er til að skatt­rann­sókn­ar­stjóri leggi svo fljótt sem auðið er mat á þau gögn sem emb­ætt­inu hafa verið boðin til kaups og ann­ist kaup á þeim telji skatt­rann­sókn­ar­stjóri það rétt. Einnig er lagt til að Alþingi sam­þykki að tryggja fjár­heim­ildir til kaupanna.“

Í til­kynn­ing­unni segir að um sé að ræða rétt­læt­is­mál sem varði hags­muni rík­is­sjóðs og þar með allra lands­manna. „Skatt­svik sem framin eru með því að fela fé í svoköll­uðum skatta­skjólum eru alþjóð­legt vanda­mál sem barist er gegn á mörgum svið­um. Þing­málið er liður í þeirri bar­áttu enda ljóst að þessi brota­starf­semi hefur grafið um sig hér­lendis eins og svo víða ann­ars staðar og mik­il­vægt að brugð­ist verði við af fullri ein­urð. Í fram­haldi af því er nauð­syn­legt að setja fram­tíð­ar­ra­mann um fyr­ir­komu­lag þess­ara mála,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None