Icesave III hefði kostað 67 milljarða króna

leebucheit.jpg
Auglýsing

Hefðu Lee Buchheit-­samn­ing­arnir svoköll­uðu í Ices­a­ve-­deil­unni verið sam­þykktir þá hefðu heild­ar­greiðslur rík­is­sjóðs vegna þeirra numið alls um 67 millj­örðum króna. Þetta er nið­ur­staða úttektar Hersis Sig­ur­geirs­sonar, dós­ents í fjár­málum við við­skipta­fræða­deild Háskóla Íslands. Hún er fengin að gefnu óbreyttu gengi punds og evru næsta árið og að gef­inni áætlun slita­stjórnar Lands­bank­ans um greiðslu for­gangskrafna. Samn­ing­arnir væru að fullu upp­greiddir hinn 15. júní 2016. Greiðslur fram til dags­ins í dag hefðu numið alls um 59 millj­örð­um, sam­kvæmt svari Hersis á Vís­inda­vef Háskóla Íslands við spurn­ingu um kostnað samn­ing­anna.

Eins og kunn­ugt er var samn­ing­ur­inn, gjarnan kall­aður Ices­ave III, við Breta og Hol­lend­inga sam­þykktur af Alþingi en for­seti Íslands neit­aði und­ir­skrift og þeir fóru því í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þar sem þeim var hafn­að. Málið fór fyrir EFTA dóm­stól­inn þar sem Ísland var sýknað af kröfum Breta og Hol­lend­inga.

Auglýsing


Í svar­inu á Vís­inda­vefnum segir Hersir að allar upp­lýs­ingar um samn­ing­ana séu fengnar úr frum­varp­inu sem lagt var fyrir alþingi árið 2011. „Einn stærsti áhrifa­þáttur á hugs­an­legar greiðslur rík­is­sjóðs vegna samn­ing­anna eru greiðslur for­gangskrafna úr slita­búi Lands­bank­ans, bæði fjár­hæð þeirra og tíma­setn­ing. Því hærri sem greiðsl­urnar eru í heild­ina, þeim mun minni hefði skuld Trygg­ing­ar­sjóðs inn­stæðu­eig­enda og fjár­festa (TIF) í lok tíma­bils­ins verið og greiðsla rík­is­sjóðs því lægri. Því fyrr sem greiðsl­urnar ber­ast því hraðar hefði höf­uð­stóll skuldar TIF lækkað og því vaxta­greiðslur rík­is­sjóðs orðið lægri,“ segir í svar­inu. Hersir segir þá áætlun sem lögð var fram hafa verið nokkuð var­færna. Í dag hafa 86% af for­gangs­kröfum í slitabú Lands­bank­ans verið greiddar út og hófust í lok árs 2011. Slita­stjórnin hefur sótt um und­an­þágu til að greiða um 9% af kröf­unum til við­bótar hið fyrsta.Í lok grein­ar­innar setur Hersir þann fyr­ir­vara að áætl­unin sé sett fram miðað við þá þróun sem hefur orðið síðan samn­ing­unum var hafn­að. „Hugs­an­legt er hins vegar að sam­þykkt samn­ing­anna hefði haft áhrif á þró­un­ina og þá hefði nið­ur­staðan að sjálf­sögðu getað verið önn­ur. Sam­þykkt samn­ing­anna hefði sem dæmi getað haft áhrif á þróun gengis krón­unn­ar, hvort sem er til styrk­ingar eða veik­ing­ar. Hefði krónan styrkst hefðu greiðslur rík­is­sjóðs verið lægri en hærri hefði hún veikst. Þá hefði sam­þykkt samn­ing­anna einnig getað haft áhrif á tíma­setn­ingar á útgreiðslum úr slita­búi Lands­bank­ans.“Svar Hersis við spurn­ing­unni: „Hvað hefði Lee Buchheit-­samn­ing­ur­inn kostað íslenska ríkið hingað til ef hann hefði verið sam­þykkt­ur“ í heild.Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None