Illuga finnst framganga fréttamanna RÚV sérstök, vildi sjálfur greina frá sölu íbúðar

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, segir að sér finn­ist fram­ganga frétta­manna á frétta­stofu RÚV, sem sagt var frá í Frétta­blað­inu í morg­un, "nokkuð sér­stök". Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Ill­ugi birti á Face­book í dag. Þar segir enn­frem­ur: "Í hádeg­is­fréttum á laug­ar­deg­inum hafði verið fjallað um tengsl mín við fyr­ir­tækið Orka Energy í sam­hengi við Greco nefnd­ina. Eftir að hafa rætt málin við vini mína og ráð­gjafa tók ég þá ákvörðun að biðja um að fá að koma í við­tal til að ræða þessi mál. Ég tók einnig þá ákvörðun að segja frá því í við­tal­inu að ég hefði neyðst til að selja íbúð­ina mína. Ég vissi vel að fyrr eða síðar myndi það mál koma upp, enda öll gögn þar um opin­ber. En sú stað­reynd að ég hafi neyðst til að selja íbúð­ina okkar er við­kvæmt per­sónu­legt mál og ég var ákveð­inn í því að eng­inn annar en ég sjálfur myndi greina frá því. Það má vel vera að þar með hafi ein­hver fjöl­mið­ill misst af "skúbbi" dags­ins. Það verður þá svo að ver­a."

Mér finnst fram­ganga frétta­manna á frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins sem getið er um á síðum Frétta­blaðs­ins nokkuð sér­stök. Í...

Posted by Ill­ugi Gunn­ars­son on Tues­day, April 28, 2015Sagði að RÚV væri "okkar útvarp"Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að Sig­ríður Hall­gríms­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Ill­uga Gunn­ars­sonar mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefði haft sam­band við frétta­stofu RÚV á sunnu­dag og beðið um að ráð­herr­anum yrði gert kleift að tjá sig í fram­haldi af frétt í hádeg­is­fréttum mið­ils­ins á laug­ar­dag um að GRECO, hópur ríkja gegn spill­ingu hefði gagn­rýnt Ísland fyrir að bregð­ast ekki við til­lögum um hags­muna­skrán­ingu þing­manna. Sig­ríður sagði við vakt­stjóra frétta­stof­unn­ar, Ragn­hildi Thor­laci­us, að hún væri að hafa sam­band vegna þess að RÚV væri „okkar útvarp“. Frétta­menn á RÚV eru sagðir ósáttir við þessi vinnu­brögð aðstoð­ar­manns­ins við að koma á við­tali við Ill­uga.

Í Frétta­blað­inu er eft­ir­far­andi haft eftir Ragn­hildi: „Síðan segir hún eitt­hvað á þá leið að hún sé að hafa sam­band af því að „þið eruð útvarpið okk­ar“. Ég hvái og segi: við erum í eigu þjóð­ar­inn­ar. Þá segir hún að þetta sé stofnun sem heyrir undir mennta­mála­ráðu­neyt­ið. Ég segi að ég sjái ekki hvernig það komi mál­inu við. Og hún segir að það sé engin dýpri merk­ing á bak við það. Það er það sem okkar fer á milli. Svo lýkur þessu sam­tal­i.“

Auglýsing

Stundin var þegar búin að spyrja um tengslinÍ frétt­inni um GRECO höfðu tengsl Ill­uga við Orku Energy, sem hafa verið mikið í fréttum und­an­far­ið, verið nefnd. Hann vildi, líkt og áður sagði, fá að bregð­ast við því. Í við­tal­inu sem frétta­maður tók við Ill­uga greindi hann hins vegar frá því að stjórn­ar­for­maður Orku Energy hefði keypt íbúð hans og leigt honum hana aft­ur. Ástæðan hafi verið fjár­mála­erf­ið­leikar sem Ill­ugi og eig­in­kona hans röt­uðu í síð­ustu ár vegna tekju­leysis og gjald­þrots fyr­ir­tækis sem hann átti hlut í. Ill­ugi sagð­ist með þessu vilja eiga frum­kvæði að því að upp­lýsa um tengsl­in.

Í frétt Frétta­blaðs­ins er haft eftir Ragn­hildi að þessi ummæli aðstoð­ar­manns Ill­uga hafi ekki haft nein áhrif á að ákveðið hafi síðan verið að birta við­talið við hann. Hins vegar hafi frétta­mönnum RÚV ekki verið kunn­ugt um það að fjöl­mið­ill­inn Stundin hefði lagt fram fyr­ir­spurn til ráð­herra varð­andi eign­ar­halds­fé­lagið OG Capital, sem á íbúð­ina sem ráð­herr­ann býr í og er nú er í eigu stjórn­ar­for­manns Orka Energy, en var áður í eigu Ill­uga.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None