Illugi borgar 230 þúsund á mánuði, án hita og rafmagns, í leigu fyrir íbúðina sem hann seldi

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, seldi íbúð sína í Vest­urbæ Reykja­víkur til Hauks Harð­ars­son­ar, eins eig­anda Orku Energy, fyrir 53,5 millj­ónir króna árið 2013 og leigir hana til baka á 230 þús­und krónur á mán­uði, án hita og raf­magns. Leigu­samn­ingur sem hann gerði við Hauk var til tveggja ára með vali á fram­leng­ingu. Frá þessu greinir Ill­ugi í stöðu­upp­færslu á Face­book sem birt­ist í hádeg­inu í dag.

Í gær skýrði ég frá því að við hjónin gátum ekki haldið íbúð okkar eftir nokkur fjár­hags­leg áföll sem á okkur dund­u...

Posted by Ill­ugi Gunn­ars­son on Monday, April 27, 2015Þar segir Ill­ugi að þau hjónin hafi orðið fyrir nokkrum fjár­hags­legum áföllum fyrir nokkrum árum. "Hrunið lék okkur grátt eins og marga aðra af okkar kyn­slóð, gjald­þrot fyr­ir­tækis sem ég og tengda­faðir minn heit­inn áttum þýddi að á okkur féllu millj­óna ábyrgðir og tekju­missir sem ég varð fyrir þegar ég tók mér launa­laust leyfi frá þing­störfum gerði sitt. Við stóðum því frammi fyrir því að selja íbúð okkar eða eiga það á hættu að missa hana. Í stað þess að aug­lýsa íbúð­ina leit­aði ég sjálfur að kaup­anda og varð það úr að Haukur Harð­ar­son, sem er einn eig­enda Orka Energy og starfar erlendis keypti íbúð­ina. Við gerðum sam­hliða samn­ing um leigu til tveggja ára og vali á fram­leng­ingu. Kaup­verðið var 53,5 millj­ónir og leigan 230 þús­und krónur (án hita og raf­magns) á mán­uði sem tók mið af mark­aðs­að­stæðum í Vest­ur­bænum þegar gengið var frá samn­ingum árið 2013."

Ill­ugi seg­ist telja rétt að skýra frá þessu í ljósi þeirra spurn­inga sem hafi vaknað und­an­farið um tengsl hans við Orka Energy, en hann var við­staddur und­ir­ritum fyr­ir­tæk­is­ins á samn­ingi í vinnu­heim­sókn sinni til Kína nýver­ið. Ill­ugi full­yrðir að teng­ing hans við Orku Energy, vegna kaupa eins eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins á íbúð hans sem síðan hafi verið leigð honum aft­ur, hafi engin áhrif á hver aðkoma fyr­ir­tæk­is­ins var að vinnu­heim­sókn­inni til Kína. "Ég vann verk­efni fyrir Orka Energy á árinu 2011 og fékk að mestu greitt fyrir það árið 2012 eins og sjá má af tekju­blöð­um. Það varð kannski til að sem ráð­herra gerði ég örugg­lega minna fyrir þá heldur en þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra, Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir og Össur Skarp­héð­ins­son, þegar þau voru í Kína árið 2013 og ekki meira en Katrín Jak­obs­dóttir þáver­andi mennta­mála­ráð­herra gerði þegar hún var við­stödd und­ir­ritun samn­inga Orka Energy og kín­verskra stjórn­valda í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu árið 2012."

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None