Inga Dóra fékk 300 milljóna styrk - líkt við Nóbelsverðlaun

IngaDora_1.jpg
Auglýsing

Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir, pró­fessor við Háskól­ann í Reykja­vík, hefur hlotið rann­sókn­ar­styrk frá­ ­Evr­ópu­sam­band­inu að upp­hæð tvær millj­ónir evra eða um 300 millj­ónir íslenskra króna. „Um gríð­ar­lega við­ur­kenn­ingu er að ræða, fyrir ára­tuga starf Ingu Dóru Sig­fús­dótt­ur, fyrir íslenskt fræða­sam­fé­lag og Há­skól­ann í Reykja­vík,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá Háskól­anum í Reykja­vík.

Inga Dóra er annar Íslend­ing­ur­inn sem hlýtur styrk frá European Res­e­arch Council (ERC) og er afar sjald­gæft að fræði­menn sem ein­stak­lingar fái svo stóran styrk en það er Inga Dóra sjálf sem stendur á bak við umsókn­ina. Þeir sem til þekkja segja að það megi líkja þessu við að fá Nóbels­verð­laun í rann­sókn­ar­starfi enda hafa margir Nóbels­verð­launa­hafar jafn­framt hlotið ERC-­styrki.

Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Háskól­ans í Reykja­vík, fagnar styrknum sér­stak­lega í frétta­til­kynn­ingu og segir hann mikla við­ur­kenn­ingu fyrir skól­ann og Ingu Dóru. „Við í Háskól­anum í Reykja­vík erum gríð­ar­lega stolt og ánægð með þá við­ur­kenn­ingu sem felst í þessum styrk. Það eru aðeins allra fremstu háskólar og allra bestu vís­inda­menn Evr­ópu sem fá þessa styrki frá­ ­Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta er því mikil við­ur­kenn­ing á því mik­il­væga rann­sókn­ar­starfi sem Inga Dóra hefur stýrt hér í mörg ár. Við óskum henni hjart­an­lega til ham­ingju með styrk­inn og heið­ur­inn sem honum fylgir, en hún­ er mjög vel að þessu kom­in,“ segir Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Háskól­ans í Reykja­vík.

Auglýsing

Inga Dóra er pró­fessor við sál­fræði­svið við­skipta­deildar Háskól­ans í Reykja­vík og jafn­framt pró­fessor við Col­umbia háskóla í New York. Hún hefur í sam­starfi við aðra fræði­menn stundað rannóknir á líð­an, hegðun og heilsu barna og ung­linga í 20 ár. Stór liður í þeim rann­sóknum er könnun sem lögð er fyrir íslensk ung­menni á hverju ári til að fá vit­neskju um heilsu þeirra, hegðun og líð­an.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None