Inga Dóra fékk 300 milljóna styrk - líkt við Nóbelsverðlaun

IngaDora_1.jpg
Auglýsing

Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir, pró­fessor við Háskól­ann í Reykja­vík, hefur hlotið rann­sókn­ar­styrk frá­ ­Evr­ópu­sam­band­inu að upp­hæð tvær millj­ónir evra eða um 300 millj­ónir íslenskra króna. „Um gríð­ar­lega við­ur­kenn­ingu er að ræða, fyrir ára­tuga starf Ingu Dóru Sig­fús­dótt­ur, fyrir íslenskt fræða­sam­fé­lag og Há­skól­ann í Reykja­vík,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá Háskól­anum í Reykja­vík.

Inga Dóra er annar Íslend­ing­ur­inn sem hlýtur styrk frá European Res­e­arch Council (ERC) og er afar sjald­gæft að fræði­menn sem ein­stak­lingar fái svo stóran styrk en það er Inga Dóra sjálf sem stendur á bak við umsókn­ina. Þeir sem til þekkja segja að það megi líkja þessu við að fá Nóbels­verð­laun í rann­sókn­ar­starfi enda hafa margir Nóbels­verð­launa­hafar jafn­framt hlotið ERC-­styrki.

Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Háskól­ans í Reykja­vík, fagnar styrknum sér­stak­lega í frétta­til­kynn­ingu og segir hann mikla við­ur­kenn­ingu fyrir skól­ann og Ingu Dóru. „Við í Háskól­anum í Reykja­vík erum gríð­ar­lega stolt og ánægð með þá við­ur­kenn­ingu sem felst í þessum styrk. Það eru aðeins allra fremstu háskólar og allra bestu vís­inda­menn Evr­ópu sem fá þessa styrki frá­ ­Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta er því mikil við­ur­kenn­ing á því mik­il­væga rann­sókn­ar­starfi sem Inga Dóra hefur stýrt hér í mörg ár. Við óskum henni hjart­an­lega til ham­ingju með styrk­inn og heið­ur­inn sem honum fylgir, en hún­ er mjög vel að þessu kom­in,“ segir Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Háskól­ans í Reykja­vík.

Auglýsing

Inga Dóra er pró­fessor við sál­fræði­svið við­skipta­deildar Háskól­ans í Reykja­vík og jafn­framt pró­fessor við Col­umbia háskóla í New York. Hún hefur í sam­starfi við aðra fræði­menn stundað rannóknir á líð­an, hegðun og heilsu barna og ung­linga í 20 ár. Stór liður í þeim rann­sóknum er könnun sem lögð er fyrir íslensk ung­menni á hverju ári til að fá vit­neskju um heilsu þeirra, hegðun og líð­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None