Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur í stórræðum þessa dagana og getur farið langt með að tryggja sér sæti á EM í Frakklandi á næsta ári, með hagstæðum úrslitum í leikjum gegn Hollandi og Kasakstan 3. og 6. september. Ísland er í efsta sæti riðilsins með fimmtán stig eftir sex leiki, tveimur stigum meiran en Tékkland.
Karlalandsliðið gæti, með góðum úrslitum, þar með fetað í fótspor kvennalandsliðsins og tryggt sér sæti í lokakeppni stórmóts, sem væri einstakt afrek.
Það er alltaf mikil lyftistöng fyrir þjóðarsálina þegar íslenskir íþróttamenn ná góðum árangri í íþróttum. Nú er að vona að karlalandsliðið standist pressuna og sýni sínar bestu hliðar. Hópurinn hefur verið valinn og okkar bestu leikmenn eru tilbúnir í slaginn...